Bændablaðið - 08.02.2018, Blaðsíða 28
28 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. febrúar 2018
Icelandic lamb veitti viður-
kenningar á dögunum
nokkrum aðilum sem skarað
hafa fram úr í handverki og
hönnun úr sauðfjárafurðum.
Prjónakerling var í þeim hópi,
en það er vörumerki Hélène
Magnússon sem vinnur með
íslenskar prjónahefðir, hannar
prjónauppskriftir og framleiðir
einstakt íslenskt ullarband.
Hélène er frönsk og kom sem
ferðamaður til Íslands árið 1995
eftir að hafa kynnst Íslendingi í
París. Hún heillaðist af landinu og
fólkinu og leið strax eins og hún ætti
heima hér. Hún sagði upp vinnunni
sinni, flutti þremur mánuðum
seinna til Íslands og hefur aldrei
séð eftir þeirri ákvörðun.
Komst í kynni við ullina
á sauðfjárbýli
Til að læra íslensku réð hún sig til
vinnu á sauðfjárbýli á Norðurlandi,
þar sem hún komst í kynni við
íslenska ull og prjónahefðir.
Hún nam textíl- og fatahönnun
við Myndlista- og handíðaskólann
og síðar Listaháskóla Íslands og
sökkti sér ofan í gamlar íslenskar
prjónahefðir.
Undir hatti Prjónakerlingar
eru nokkur verkefni í gangi
hjá Hélène. Auk þess að skrifa
bækur, hanna prjónauppskriftir og
framleiða ullarband, skipuleggur
hún gönguferðir um landið og
heimsækir bændur. „Ég er búin
að bjóða upp á þessar gönguferðir
í um sjö ár – eða um leið og ég
byrja með Prjónakerlinguna,“
segir Hélène. „Ég fékk þá
hugmynd að það væri sniðugt
að flétta saman gönguferðum
og bændaheimsóknum þar sem
þekking og kunnátta á gömlum
prjónahefðum væri til staðar.
Í raun var ég bara að sameina
áhugamálin; á landinu og prjóni á
þennan hátt. Það er líka svo gaman
af því hvað það er misjafnt á milli
bæja hvernig prjónahefðum hefur
verið viðhaldið og hvar áherslur
hafa legið. Í sumum ferðum er
sjalaprjón aðalmálið en á öðrum til
dæmis rósaleppaprjón, lopapeysur
eða vettlingar. Þetta geta verið mjög
lærdómsríkar heimsóknir og gaman
að geta sameinað þær við upplifun
á landinu.
Þegar ég byrjaði að skipuleggja
þessar gönguferðir þá hugsaði ég
með mér að það væri synd að allt
þetta fólk sem kæmi til Íslands til
að upplifa landið fengi sjaldnast
tækifæri til að hitta fólkið sem
þar býr. Ferðirnar skipulegg ég
í samstarfi við ferðaskrifstofu
Íslenskra fjallaleiðsögumanna,“
segir Hélène.
Ullarbandsvinnan
þróast jafnt og þétt
„Ég hef unnið að þessu öllu nánast
samhliða alveg frá byrjun. Ég byrjaði
að birta uppskriftir á netinu fyrir
um sjö árum og ullarbandsvinnan
hefur verið að þróast jafnt og
þétt með árunum. Mig vantaði
fínlegra íslenskt garn til að nota
í uppskriftunum mínum, sem var
einfadlega ekki til á markaðnum,
en Ístex er eini framleiðandinn á
landinu,“ segir Hélène.
Henni er umhugað um varðveislu
á íslenskum prjónahefðum, eins
og fyrr segir, og hefur lagt sitt
af mörkum. Hún hefur gefið út
nokkrar bækur um efnið; meðal
annars Rósaleppaprjón í nýju
ljósi (Salka forlag) og Íslenskt
prjón (Forlagið). Kjólar í blúndum,
um höfundarverk Aðalbjargar
Jónsdóttur, er í vinnslu og líklega
væntanleg á þessu ári. Bókin gerir
einmitt eingöngu ráð fyrir notkun
á fínlegu bandi Hélène.
„Það þekkja margir lopapeysuna,
sem er líklega mest selda íslenska
prjónavaran, ekki síst í útlöndum,
en hún er alls ekki gömul og kemur
fram um 1950. Þar á undan má
finna mjög ríka prjónhefð sem
mér þótt mjög forvitnilegt að kafa
ofan í. Bækurnar hafa komið út á
nokkrum tungumálum enda höfðar
efnið mjög til útlendinga – sem
eru í miklum meirihluta í mínum
viðskiptavinahópi,“ segir Hélène.
Hún bætir við að það eigi í raun
við um uppskriftirnar, ullarbandið
og gönguferðirnar – og hægt sé
að segja að Prjónakerlingin stundi
stanslausa landkynningu fyrir
Ísland.
„Eins og fyrr segir var mjög
takmarkað úrval af garni í boði
sem hægt væri að nota fyrir
gamla prjónið og því þurfti ég að
bregðast við því sjálf. Ég fór því
að þróa slíka vinnslu og mynda
góð tengsl við nokkra bændur um
að fá frá þeim hágæða lambaull,
sem ég borga aðeins meira fyrir.
Ullina vel ég sérstaklega en það
er mikil handavinna. Ég vel þá
mýksta hluta ullarinnar, fjarlægi
grófasta hlutann og þess vegna er
bandið mitt einstaklega mjúkt. Það
minnir á þelbandið sem var notað
í gamla daga í fíngerðu sjalaprjóni
en er samt unnið bæði með togi og
þeli – og verður þar af leiðandi
sterkt.“
Alveg einstakt efni
„Ég vinn bæði með sauðalitina;
svart, grátt, hvítt og mórautt – og þá
skiptir miklu máli að velja rétta ull
frá bónda – en lita líka ull í ýmsum
tilbrigðum og nota umhverfisvæna
liti. Ég sendi svo u l l i n a
til Norður-Ítalíu
þar sem sérhæft
fyrirtæki spinnur
fyrir mig þunnt
band úr henni.
Það er eina leiðin
til að ég geti
fengið það band
sem ég sækist
eftir. Þar er bæði
n a u ð s y n l e g
sérkunnátta og
tækjabúnaður
sem þarf til
verksins – sem er
í raun handverk.
Það var reyndar
ekki hlaupið
að því að finna
réttan aðila, því
það tók mig
alveg heilt ár að
finna ítalska fyrirtækið. Ég sendi
svona eitt tonn af ull í einu,“ segir
Hélène um litbrigði ullarinnar.
„Hún er alveg einstök – frábært
efni,“ segir Hélène spurð um hvað
það sé við eiginleika íslensku
ullarinnar sem heilli. „Hún hefur
svo marga góða eiginleika sem hægt
er að nýta sér við að búa til góða flík
sem er sterk, létt, andar, hrindir frá
sér og lyktar ekki illa.
Svo finnst mér hún alveg
einstaklega falleg.“
Love story og Gilitrutt
Prjónakerling er með nokkrar tegundir
af garni í sölu. Þar á meðal er Love
Story – fínlegasta einbandið hennar
– og svo er hún með mjög fíngert
tvíband sem heitir Gilitrutt.
Hægt er að kaupa garn í gegnum
vefinn prjonakerling.is, auk þess sem
nokkrar verslanir eru með vörur frá
Hélène til sölu; eins og Storkurinn
og Álafoss í Reykjavík – og Flóra á
Akureyri. /smh
Hélène Magnússon er Prjónakerling:
Íslenska ullin er alveg einstakt efni
– Vinnur með íslenskar prjónahefðir
Hélène Magnússon vinnur með íslenskar prjónahefðir undir vörumerkinu
Prjónakerling.
Þórdís. Í safni Heimilisiðnaðarfélags Íslands eru varðveittir nokkrir kjörgripir, einn þeirra er Þórdísar hyrna. Hún er
prjónuð úr örfínu, tvinnuðu þelbandi, aðallitur hvítur en í bekkjum og blúndu eru ótal mógrá og mórauð litbrigði,
samkembd þannig að varla sjást litaskil. Garn notað: Love Story einband frá Hélène Magnússon. Myndir / Prjónakerling
Útivist er léttur og hlýr jakki sem hentar jafnt í fjallaferðir og ferðir innanbæjar.
Ermarnar móta sérstaklega fyrir olnbogum, engir saumar á öxlum. Sérsniðinn