Bændablaðið - 08.02.2018, Blaðsíða 46
46 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. febrúar 2018
Fyrir nokkrum árum prófaði ég
Dacia Duster þegar hann kom
fyrst á markað hér. Svo hrifinn
varð ég að ég keypti einn slíkan og
átti í tvö ár. Fínn bíll til almenns
brúks, sparneytinn og þægilegur
í alla staði.
Ástæða þess að ég seldi bílinn
var lítið farangursrými og að mér
fannst vélin of lítil þegar kerra var
hengd aftan í bílinn. Nú er kominn
nýr Duster og töluvert breyttur sem
ég prófaði fyrir stuttu.
Sama vél og kassi, en útlit og
þægindi bætt
Dísilvélin er sú sama og alltaf hefur
verið í boði, 1461 rúmsentímetra
vél (CC) sem skilar 110 hestöflum
við 4000 snúninga. Gírkassi og drif
er það sama og í eldri bílunum.
Dráttargetan er því sú sama og er
1.500 kg með hemlum, en ekki nema
695 kg án hemla.
Nýtt mælaborð, GPS
leiðsögukerfi, loftþrýstiskynjarar í
dekk og ýmislegt annað hefur breyst
inni í bílnum á þessum þremur árum
síðan ég skrifaði um Duster.
Einn kunningi minn sagði að
með því að færa flauturofann úr
stefnuljósarofanum í stýrið hefði
bíllinn farið hjá sér úr traktorsflokki í
flokk jepplinga. Fyrir mér var flautan
ekkert vandamál enda sjaldan notuð,
aðalatriðið er að stjórntæki séu
þannig að maður þurfi ekki að líta
af veginum né teygja sig mikið í
stjórntæki samanber að stilla útvarp,
spegla og fleira.
Nýi bíllinn er aðeins breiðari
og lengri en fyrri árgerðir og því
þægilegri í akstri og stöðugri. Bíllinn
virðist að keyra og í útliti vera lengri
og breiðari, en uppgefin mál bílsins
eru nánast þau sömu og í bílnum
sem prófaður var af Bændablaðinu
15. nóv. 2012.
Afar sparneytinn bíll við réttar
aðstæður
Á þeim tíma sem ég átti minn
Duster náði ég nokkrum sinnum
meðaleyðslunni niður í 4,6 lítra
á hundraðið í langkeyrslu og í
innanbæjarakstri var ég oftast
að eyða á milli 5,5 til 6,5 lítrum.
Eyðslan rauk upp í miklum vindi
og þegar ég var með kerru aftan í
bílnum, var oft á bilinu 7–12 lítrar
á hundraðið, en það fór eftir hvað
verið var að draga þungt.
Prufuaksturinn hjá mér á nýja
bílnum var rúmir 150 km og var
meðalhraðinn 38 km hraði og
samkvæmt aksturstölvunni var ég
að eyða 6,2 lítrum á hundraðið.
Útsýnið er töluvert breytt í nýja
bílnum til hins betra og hallar
framrúðan töluvert meira á nýja
bílnum. Svona mikið hallandi rúðu
er tilvalið að bóna með Ultra Glozz
bóni og þá þarf maður aldrei að nota
þurrkur og mun auðveldara að skafa
á morgnana. Hliðarspeglarnir eru
enn þeir sömu, en að mínu mati eru
þeir óþægilega litlir.
Langsöluhæsti jepplingurinn
Nýi Dacia Duster bíllinn er
fáanlegur í ýmsum útgáfum. Á 16
tommu felgum án bakkmyndavélar
var bíllinn sem ég prófaði, en í boði
er að fá bílinn á 17 tommu felgum.
Sé bíllinn settur á 17 tommu felgur
tel ég að við það tapist mikið af
jepplingaeiginleikum og fjöðrun
verði of stíf. Hins vegar er ég alltaf
hrifnastur af stálfelgum þar sem
svoleiðis felgur gefa svolitla fjöðrun
á vondum vegum. Í bílnum sem ég
prófaði var ekkert varadekk, en
varadekkslaus bíll er ekki boðlegur
við svona lélegt vegakerfi sem við
Íslendingar búum við. Fyrri árgerðir
af Duster voru allir með fulla stærð
af varadekki (ekki aumingja eins og
í mörgum öðrum bílum). Vona ég að
þetta sé einhver mistök sölumanna
að sýna og lána til prufuaksturs
varadekkslausan jeppling sem nú
þegar eftir fjögur ár á Íslandi er
orðinn lang söluhæsti jepplingurinn
öll árin sem hann hefur verið í sölu.
Ánægður með sumt en vantar að
breyta öðru
Það fyrsta sem ég tók eftir var
að takkinn sem var til að opna
afturhlerann var farinn. Hann
mátti alveg missa sín, fraus alltaf
fastur í frosti og á drullugum
malarvegum fylltist holan af drullu.
Nú er afturhlerinn opnaður eins og
í flestum öðrum bílum með því að
setja höndina undir handfangið og
lyfta upp.
Flest allt við mælaborðið er betra
og sérstaklega var ég ánægður að sjá
GPS fyrir þá sem ekkert rata og 4x4
upplýsingarnar um halla og stefnu
bílsins.
Nýju afturljósin eru að mínu mati
flottari. Það sem vantar eru stærri
hliðarspeglar, en ég mæli með að
tekinn sé bíll með akreinavara í
hliðarspeglum sem er að mínu mati
mikill öryggisauki fyrir ökumann á
þessum bíl.
Eitt vantar sárlega í Duster, en
það er takki til að læsa algjörlega
öllum hjólum ef maður festir
bílinn. Að öðru leyti er bíllinn góð
fjárfesting fyrir það verð sem hann er
boðimn á, sem er frá 3.590.000, sem
er bensínbíllinn og væntanlegur er í
mars, en fjórhjóladrifni dísilbíllinn
er á verði frá 3.690.000.
Elsneytistankur 50 lítrar
Hæð 1.693 mm
Breidd 1.804 mm
Lengd 4.341 mm
Helstu mál og upplýsingar
É ÁV LAB SINN
Hjörtur L. Jónsson
liklegur@internet.is
Við fyrstu sýn og þetta sjónarhorn er Duster eins og sá gamli. Myndir / HLJ
Munurinn er mestur að sjá aftan á bílinn.
Virkar aðeins breiðari að sjá, en afturljósin minna óneitanlega á Jeep
Renagade.
Takkinn leiðinlegi til að opna afturhlerann farinn og nú er kominn opnari á
mun þægilegri stað.
Lítill snertiskjárinn var mér óvenju auðveldur í notkun og gefur mikið magn
ýmissa upplýsinga.
Ekkert varadekk, tjakkur né felgulykill á íslenskum vegum. Það er eitthvað
sem banna ætti með lögum.