Bændablaðið - 08.02.2018, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 08.02.2018, Blaðsíða 4
4 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. febrúar 2018 Búnaðarþing með breyttu sniði Búnaðarþing verður sett í Súlnasal Hótel sögu mánudaginn 5. mars nk. Það verður með nokkuð öðrum hætti en fyrri ár. Lagt er upp með tveggja daga þing en ekki þriggja eins og árið 2016. Enn fremur verður setningin styttri og umfangsminni en áður og fer nú fram í nýuppgerðum Súlnasal í Bændahöllinni en ekki í Hörpu. Setningin hefst kl. 10.30 mánudaginn 5. mars og stendur fram að hádegi. Önnur þingstörf hefjast kl. 13 og standa fram til 16.30 þegar nefndastörf hefjast. Þriðjudaginn 6. mars hefjast nefndastörf kl. 8.30 en þingstörf kl. 10.00 og standa fram eftir degi. Kosningar eru eftir hádegi þann dag. Pappírslaust Búnaðarþing Engum gögnum verður dreift á pappír á Búnaðarþingi nema í undantekningatilvikum. Þingfulltrúar geta nálgast öll gögn þingsins á tölvutæki formi á skýi og unnið með í sínum fartölvum. Stjórn BÍ mun funda 15. febrúar og skipta fulltrúum niður í nefndir. Í framhaldinu munu nefndirnar taka til starfa við að skoða þau mál sem vísað verður til þeirra. Þar sem fulltrúar og nefndir fá styttri tíma til að fara yfir málin á þinginu sjálfu munu gögn verða aðgengileg á lokuðu svæði á netinu með góðum fyrirvara. Nautgripa ræktar miðstöð Íslands ehf.: DNA-sýnatöku lokið á 100 búum Nú er búið að taka DNA-sýni úr rúmlega 6.000 kvígum og kúm á 100 búum víða um land. Sýnatökunni er lokið á búum á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi og fá bú standa út af á Suðurlandi. Undanfarna daga hafa verið tekin sýni á nokkrum búum á Vesturlandi og vonast er til að sýnatökunni ljúki fyrir vorið. Tilgangur hennar er að afla gagna vegna erfðamengisúrvals í nautgriparækt og er fyrirhugað að heimsækja alls um 120 bú í þessum tilgangi; bú sem hafa vandað skýrsluhald, traustar ættfærslur og hátt hlutfall gripa er undan sæðinganautum. Greiningu á arfgerð tæplega 3.900 gripa er að ljúka; tæplega 500 afkvæmaprófaðra nauta og um 3.400 kúa og kvígna. Fer sú greining fram á rannsóknastofu Eurofins Genomics í Árósum í Danmörku. Voru send um 2.500 sýni til viðbótar þangað fyrir fáeinum dögum. Sýnatakan hefur gengið vel og hafa bændur sýnt verkefninu mikinn áhuga og velvild, fyrir það er þakkað. Eitt hefur þó vakið þá til umhugsunar sem að þessu verkefni standa, sem er sú staðreynd að víða er lítil sem engin aðstaða í lausagöngufjósum til að festa gripina til að hægt sé að meðhöndla þá. Í fjósum þar sem eru læsigrindur fyrir fáeina gripi, hefur það auðveldað þessa meðhöndlun verulega og er óhætt að mæla með uppsetningu á slíkum búnaði. Hann auðveldar vinnu við meðhöndlun, minnkar átök og dregur úr slysahættu fyrir menn og skepnur. /BHB Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ákveðið hreindýrakvóta fyrir 2018 að fengnum tillögum frá Umhverfisstofnun. Heimilt verður að veiða allt að 1450 dýr á árinu, 1061 kú og 389 tarfa. Um er að ræða fjölgun um 135 dýr frá hreindýrakvóta fyrra árs. Veiðin skiptist milli níu veiðisvæða og eru mörk þeirra og fjöldi dýra á hverju svæði tilgreind nánar í auglýsingu sem birtist í Lögbirtingablaðinu. Heimildirnar eru veittar með fyrirvara um að ekki verði verulegar breytingar á stofnstærð fram að veiðum sem kalli á endurskoðun veiðiheimilda. Jafnframt er ráðuneytið með í skoðun hugsanleg áhrif kúaveiða á kálfa og álag og áhrif þeirra sem mögulega getur haft áhrif á ákvarðanatöku um veiðitíma til framtíðar. Veiðitími tarfa er frá 1. ágúst til og með 15. september, en þó getur Umhverfisstofnun heimilað veiðar á törfum frá og með 15. júlí. Veiðitími kúa er frá 1. ágúst til 20. september. Veturgamlir tarfar eru alfriðaðir og miðast tarfaveiði því við tveggja vetra og eldri tarfa. Óheimilt er að veiða kálfa. /VH Hreindýrakvóti aukinn frá fyrra ári FRÉTTIR og með 15. júlí. Veiðitími kúa er frá 1. ágúst til 20. september. Tegund Nautakjöt Svínakjöt Alifuglakjöt - kjúklingar Kalkúnakjöt Reykt, saltað og þurkað kjöt Mjólk, mjólkur- og undarennuduft og rjómi Ostar Tómatar Paprika Sveppir Pylsur og unnar kjötvörur Innflutningur á landbúnaðarafurðum jókst verulega á síðasta ári: Aukningin allt að 217% í kjötvörum og 301% í mjólkurvörum Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofu Íslands um innflutning á búvörum 2017 hefur hann aukist mikið á milli áranna 2016 og 2017. Í fyrsta tölublaði Bændablaðsins á þessu ári voru birtar tölur um innflutninginn eins og þær stóðu í nóvember. Samkvæmt nýjustu tölum, þar sem allt árið 2017 er komið inn, má sjá að talsverð aukning hefur verið á síðasta hluta ársins. Þá var hlutfallsaukningin á innflutningi nautakjöts í desember milli áranna 2016 og 2017 komin í 134%, en var 128% í nóvember miðað við nóvember 2016. Svínakjötsinnflutningurinn hefur aukist enn meira, eða um 140% og kalkúnakjötsinnflutningurinn um 198%. Innflutningur á kjúklingakjöti hefur aftur á móti ekki aukist eins mikið, en samt um 116% miðað við fyrra ár. Þá hefur innflutningur á reyktu, söltuðu og þurrkuðu kjöti aukist um 126% milli ára. Meira en tvöföldun í unnum kjötvörum Langmest innflutningsaukningin í kjötvörunum er þó á pylsum og unnum kjötvörum. Þar hefur innflutningurinn meira en tvöfaldast og nemur aukningin 217% milli ára. Mjólkurvöruinnflutningur þrefaldast Innflutningur á mjólk mjólkur- og undanrennudufti og rjóma sker sig úr í þessum tölum Hagstofunnar. Þar hefur innflutningurinn meira en þrefaldast og var aukningin 301% á milli áranna 2016 og 2017. Hefur greinilega orðið töluverð aukning á þessum vörum í desember, því að í nóvember var aukningin á milli ára „aðeins“ 279%. Af mjólkurvörunum er síðan töluverð aukning á ostainnflutningi. Nam aukningin þar á milli ára 156%. Í grænmetinu er mesta aukning í tómatainnflutningi, eða um 123%, og í sveppum 122%. Innflutningur á paprikum hefur ekki aukist stórkostlega milli ára en þó um 106%. /HKr. Landsýn 2018: Aukið virði afurða „Aukið virði landafurða“ er yfirskrift ráðstefnunnar Landsýn 2018 sem haldin verður í Salnum í Kópavogi föstudaginn 23. febrúar. Landsýn er samráðsþing Hafrannsóknastofnunar, Háskólans á Hólum, Landbúnaðarháskóla Íslands, Landgræðslunnar, Matís, Matvælastofnunar og Skógræktarinnar. Stofnanirnar sjö hafa aðkomu að afurðaframleiðslu og umhverfismálum, hvort sem er í landbúnaði, fiskeldi, annars konar landnýtingu og umhverfismálum. Á ráðstefnunni verður fjallað um virði landafurða frá ýmsum sjónarhornum og hlutverk stofnananna í því að tryggja verðmæti afurða og sjálfbæra landnýtingu. Bæði verður boðið upp á erindi og veggspjaldakynningu á efninu. Ráðstefnugjald er kr. 5.000 en innifalið í því er hádegismatur, kaffiveitingar og léttar veitingar í lok dags. Skráning er á vef Landbúnaðarháskólans, lbhi.is, en skráningarfrestur er til 20. febrúar. Finnski bóndinn og frumkvöðullinn Thomas Snellman kemur til Íslands og heldur erindi í Hörpu á vegum Matarauðs Íslands og Bændasamtakanna 4. mars. Thomas er brautryðjandi í Finnlandi í sölu búvara í gegnum svokallaða REKO-hringi sem eru vel skipulagðir Facebook-hópar víðs vegar um Finnland. Finnskir bændur og smáframleiðendur hafa náð undraverðum árangri í sölu beint frá býli og mun Thomas segja frá því hvernig þessir aðilar hafa náð að auka veltuna í sínum rekstri umtalsvert með nýjum söluaðferðum á Netinu. Thomas Snellman hlaut Embluverðlunin í fyrra fyrir REKO- hringina. Auk Thom - as ar mun Brynja Laxdal, fram- kvæmdastjóri Matarauðsins, f jal la um reynslu af matarmarkaði á Facebook hér á landi og Arnar Gísli Hinriksson heldur erindi sem ber nafnið „Gerðu þér mat úr Facebook“. Ráðstefnan, sem er öllum opin, verður haldin í Björtuloftum í Hörpu eftir hádegi sunnudaginn 4. mars. Á sama tíma er Matarmarkaður Búrsins í Hörpu. Skráning er á bondi.is. /TB Finnskur frumkvöðull deilir reynslu sinni Thomas Snellman.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.