Bændablaðið - 08.02.2018, Blaðsíða 42

Bændablaðið - 08.02.2018, Blaðsíða 42
42 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. febrúar 2018 Undanfarin ár hefur mjaltaþjónum hér á landi fjölgað ört og nú um áramótin voru 180 kúabú með slíka tækni í notkun og hafði þeim fjölgað um 30 bú frá árinu á undan, eða um 23% á einungis einu ári. Um áramótin voru 222 mjaltaþjónar í notkun hér á landi en þeir voru 192 um áramótin 2016–2017 og hefur því fjölgað um 30 stykki, eða um 16%. Alls lögðu 150 mjaltaþjónabú inn mjólk allt síðasta ár og voru þrjár ólíkar gerðir mjaltaþjónategunda í notkun hér á landi allt árið 2017, þ.e. frá Lely, DeLaval og GEA. Á árinu 2017 bættist svo við ein ný tegund mjaltaþjóns hér á landi er Fullwood kom einnig inn á markaðinn. Hvert bú með 435 þúsund lítra að jafnaði Að jafnaði var hvert mjaltaþjónabú, sem lagði inn mjólk allt síðasta ár, að leggja inn 439 þúsund lítra á síðasta ári. Eðlilega var töluverður munur á milli mjaltaþjónabúanna og þannig lögðu t.d. þrjú bú inn meira en 1 milljón lítra hvert og 31 bú inn meira en hálfa milljón lítra. Framantalin 150 kúabú lögðu á síðasta ári inn 65,8 milljónir lítra og við þá tölu bætist svo mjólk þeirra 30 mjaltaþjónabúa sem bættust við á árinu. Ef miðað er við að þessi 30 bú hafi skilað að meðaltali helmingi framleiðslu þeirra mjaltaþjónabúa sem voru með framleiðslu allt árið, þá má áætla að heildarframleiðsla mjaltaþjónabúa hér á landi hafi verið í kringum 72 milljónir lítra sem er tæplega helmingur allrar framleiddrar mjólkur hér á landi. Dagljóst er að árið 2018 mun þetta hlutfall halda áfram að hækka. Vannýtt afkastageta Þar sem meðalfjöldi mjaltaþjóna á hverju búi var 1,28, var innvigtun á bak við hvern mjaltaþjón 343 þúsund lítrar að meðaltali og er verulega mikill munur á milli búa þegar horft er til nýtingar mjaltaþjónanna. Sé horft til þeirra búa sem lögðu inn mesta mjólk frá hverjum mjaltaþjóni þá lögðu fjögur bú inn meira en hálfa milljón lítra og voru allar þrjár gerðir mjaltaþjónategunda hér á landi þar á meðal. Mesta innlagða mjólkin frá einum mjaltaþjóni árið 2017 voru 552.555 lítrar. Ef horft er til hámarks- framleiðslugetu mjaltaþjóna hér á landi, miðað við innlagða mjólk frá hverjum mjaltaþjóni árið 2017, þá er ljóst að tæknilega séð þá geta mjaltaþjónar landsins afkastað mun meiru en þeir gerðu á síðasta ári. Ef allir mjaltaþjónar landsins hefðu t.d. skilað jafn mikilli mjólk í afurðastöð og sá afurðamesti hefði þetta magn verið 106,1 milljónir lítra. Tæknileg framleiðslugeta er því töluvert meiri en núverandi nýting bendir til, en skýringin á þessum mun á milli búa felst m.a. í mismunandi afurðasemi kúa, fjölda kúa sem pláss er fyrir í hverju bú, framleiðsluheimildum og svo hefur lengi verið þekkt að bústjórn og vinnulag skiptir verulegu máli einnig. 72 árskýr á hverju mjaltaþjónabúi Alls voru 10.747 árskýr á þeim 150 mjaltaþjónabúum sem lögðu inn mjólk allt síðasta ár sem svarar til 71,6 árskúm að jafnaði á hverju mjaltaþjónabúi og að jafnaði voru 56,0 árskýr um hvern mjaltaþjón. Þessi fjöldi árskúa á hvern mjaltþjón er í góðu samræmi við nýtingu mjaltaþjóna hér á landi undanfarin ár. Það vekur þó athygli að sum bú eru töluvert langt ofan við önnur bú þegar horft er til árskúafjölda á hvern mjaltaþjón og voru alls 21 bú með fleiri en 70 árskýr um hvern mjaltaþjón á síðasta ári. Væntanlega hefur verið í nógu að snúast á þessum búum en erlendar vinnurannsóknir hafa sýnt að vinnuálag á mjaltaþjónabúum snareykst þegar árskúafjöldinn er um og yfir 70 kýr. 7 bú með lægri frumutölu en 150 þúsund Að nota mjaltaþjón við mjaltir getur reynt svolítið á þolrifin þegar mjólkurgæði eru annars vegar, en mælingarnar frá síðasta ári sýna þó að það er vel hægt að framleiða hágæða mjólk með mjaltaþjóni bæði þegar horft er til frumu- og líftölu mjólkur. Margfeldismeðaltal frumutölu þeirra mjaltaþjónabúa sem lögðu inn mjólk allt síðasta ár var 233 þúsund frumur/ml sem er vissulega ekki lágt en sé horft til einstakra búa þá skáru nokkur bú sig úr hvað snertir frumutölu. Þannig voru t.d. 7 bú með meðaltal undir 150 þúsund frumur/ml og þar á meðal voru allar þrjár gerðir mjaltaþjónategundanna og af þessum búum voru 3 þeirra með meðaltal sem var lægra en 125 þúsund frumur/ml. Frumulægsta Stuðningsgæludýr í flugvélum: Páfuglinn Dexter fékk ekki að fara um borð Konu nokkurri var meinað um að hafa gælupáfuglinn sinn með um borð í flugvél United Airlines fyrir skömmu. Í innanlandsflugi í Bandaríkjunum hafa f lug- hræddir haft leyfi til að hafa með sér stuðnings gælu- dýr til andlegs stuðnings. United flug- félagið taldi að eigandi fullvax- ins páfugls hefði farið yfir strikið þegar konan sem á fuglinn mætti með hann til innritunar í flug og bannaði henni að hafa fuglinn með sér um borð. Aðdragandi málsins er að farþegar sem þurfa blindrahunda mega hafa með sér hundana í innanlandsflugi í Bandaríkjunum sér til stuðnings. Einnig hefur fólk sem þjáist af flughræðslu fengið að hafa með sér stuðningsgæludýr í innanlandsflugi. 76.000 stuðningsdýr á ári Gríðarleg aukning hefur orðið í að fólk vilji hafa með sér stuðningsdýr í flug og á síðast ári voru 76 þúsund dæmi skráð um slíkt en 46 þúsund árið 2016. Stuðningsdýrin sem flugfarþegar hafa haft með sér í flug til þessa eru margs konar, hundar, kettir, skjaldbökur, grísir og endur. Að sögn talsmanns United var konunni þrisvar sinnum greint frá því áður en hún kom að innritunarborðinu að hún fengi ekki að fara með fuglinn um borð þrátt fyrir að hún hafi keypt fyrir hann flugsæti. Konan beitti fyrir sig þeim rökum að hún treysti sér ekki til að fljúga án þess að hafa páfuglinn Dexter sér við hlið. Að lokum var rökum konunnar hafnað á þeim forsendum að páfuglinn væri of stór og ómeðfærilegur til að vera í farþegarýminu. Nauðsynlegt að endurskoða reglurnar Talsmaður United segir nauðsynlegt að endurskoða reglurnar um stuðningsdýr í flugvélum. Til dæmis að tryggja að þau séu heilbrigð og sérþjálfuð til stuðnings. Eigandi páfuglsins neitaði að fara í flugið án Dexters og segir sagan að konan hafi fengið sér bílaleigubíl og keyrt þvert yfir Bandaríkin til að komast í sumarfrí. /VH Á FAGLEGUM NÓTUMUTAN ÚR HEIMI Mega vera þriggja til fimmtán vetra Greiðum 20.000,- án vsk. fyrir hryssuna og sækjum frítt á Suðurlandi, Vesturlandi og Norðvesturlandi austur, í Eyjafjörð. Nánari upplýsingar hjá hryssa@isteka.com eða í síma 581 4138. Geymið auglýsinguna! Hrossabændur óska eftir hryssum Um áramótin voru 222 mjaltaþjónar í notkun hér á landi en þeir voru 192 um áramótin 2016–2017 og hefur því fjölgað um 30 stykki, eða um 16%. Mynd / HKr. Snorri Sigurðsson snsig@arlafoods.com Mjaltaþjónabú á Íslandi eru nú 180: Standa undir tæplega helmingi mjólkurframleiðslunnar Þrjár ólíkar gerðir mjaltaþjónateg- unda voru í notkun hér á landi allt árið 2017, þ.e. frá Lely, DeLaval og GEA. Á árinu 2017 bættist svo við ein ný tegund mjaltaþjóns hér á landi er Fullwood kom einnig inn á markaðinn. Páfuglinn Dexter við innritunarborðið. Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.