Bændablaðið - 08.02.2018, Blaðsíða 45
45Bændablaðið | Fimmtudagur 8. febrúar 2018
Í kringum 1940 hefst sá merki
kafli í sögu sauðfjárræktar á
Íslandi að sauðfjárræktarfélög
fara að starfa en á Búnaðarþingi
1939 voru starfsreglur þeirra
samþykktar. Félögin gegndu
lykilhlutverki í uppbyggingu
skýrsluhaldsins og voru því
grunnstoð í ræktunarstarfinu.
Síðan þá hefur mikið vatn runnið
til sjávar.
Í dag hafa forsvarsmenn félaganna
ekki neinum skyldum að gegna í
skýrsluhaldinu og þau njóta ekki
lengur fjárframlaga út á skýrslufærða
gripi. Skýrsluhaldsniðurstöður eru
nú mun aðgengilegri en áður var þar
sem upplýsingar má nálgast inn í
skýrsluhaldskerfinu Fjárvís.is.
Starfsemi ráðunauta þjón-
ustunnar er nú í meira mæli
rekin á notendagjöldum en
opinberum framlögum en
sauðfjárræktarráðunautar störfuðu
þétt með félögunum.
Víða hefur starfsemi þessara
félaga lognast út af en það er þó
alls ekki raunin í öllum sveitum.
Sum félögin lifa enn góðu lífi og
halda úti ýmiss konar starfsemi sem
lýtur að því að efla sauðfjárrækt
félagsmanna. Óhætt er að fullyrða að
þar sem gróskan er mikil í slíku starfi
má sjá árangurinn í öflugri fjárrækt.
Dæmi um starfsemi félaganna í
dag eru sameiginlegar hrútasýningar
(þar sem slíkt er mögulegt), skipulag
lambadóma, verðlaunaveitingar,
sameign á tækjum og tólum,
kynnisferðir, námskeiðahald og
sameign á kynbótahrútum. Til að
standa straum af rekstri félaganna
hafa þá gjarnan verið tekin upp
félagsgjöld, félög hafa sameinast
eða tekið upp samstarf.
Fastur punktur í starfi margra
fjárræktarfélaga hefur verið
árlegur fundur þar sem farið er yfir
niðurstöður skýrsluhaldsins og fleira
tengt málefnum sauðfjárbænda.
Þessu sinna ráðunautar RML nú
sem áður, en slík þjónusta hefur
verið verðlögð sem nemur tveggja
stunda vinnu og kostar fundurinn
nú 15.000 kr.
Okkur þykir mikilvægt að sinna
þessu starfi áfram, efla tengslin
við bændur og bjóða félögunum
upp á fræðslu tengda sauðfjárrækt
og kynbótastarfinu. Forsvarsmenn
fjárræktarfélaga eða annarra félaga
sem starfa að eflingu sauðfjárræktar
eru því hvattir til að nýta sér þessa
leið til að fræðast og ræða saman um
hvað eina sem tengist sauðfjárrækt.
Hægt er að beina fyrirspurnum
til sauðfjárræktarráðunauta eða
ráðunauta á viðkomandi svæði sem
hafa sinnt sauðfjárræktinni.
Tími fjárræktarfélaganna er ekki
liðinn en starfsemin þarf að þróast í
takt við nýja tíma.
Eyþór Einarsson
ábyrgðarmaður í
sauðfjárrækt
ee@rml.is
Er tími fjárræktar-
félaganna liðinn?
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins auglýsir eftir ráðunaut til
þess að sinna fjölbreyttri ráðgjöf í nautgriparækt.
Starfs- og ábyrgðarsvið:
» Starf í ráðgjafateymi RML og sérstaklega faghópi nautgriparæktar og
fóðrunar.
» Fjölbreytt ráðgjöf með áherslu á fóðrun og kynbætur í nautgriparækt.
» Þróun og sala á fjölbreyttri ráðgjöf á landsvísu í samstarfi við annað
starfsfólk RML.
» Önnur tilfallandi verkefni.
Menntunar og hæfniskröfur:
» Háskólapróf sem nýtist í starfi og framhaldsmenntun á sviði fóðrunar,
kynbóta eða annara þátta sem tengjast framleiðsluferlum í nautgriparækt
æskileg.
» Þekking á sviði landbúnaðar.
» Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
» Geta til að vinna undir álagi.
» Góðir samskiptahæfileikar.
Við leitum að einstaklingi með brennandi áhuga á
nautgriparækt í sínum víðasta skilningi og sem hefur
metnað og frumkvæði sem nýtast til að byggja upp
þekkingu sem nýtist til að efla búgreinina.
Gert er ráð fyrir að starfsstöð viðkomandi verði á
Akureyri. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins er ráð gjafar -
fyrirtæki í eigu bænda sem sinnir landbúnaðarráðgjöf um
allt land. Starfsemin er dreifð um landið á 13 starfsstöðvum.
Við bendum áhugasömum á heimasíðu fyrirtækisins
www.rml.is þar sem sótt er um starfið, en þar er einnig
hægt að kynna sér starfsemina enn frekar.
Umsóknarfrestur er til og með 22. febrúar. Nánari
upplýsingar veita Karvel L. Karvelsson klk@rml.is og
Berglind Ósk Óðinsdóttir boo@rml.is.
RÁÐUNAUTUR Í NAUTGRIPARÆKT
rúarbfe.
og fitumats, það hlutfall er 2,60
árið 2017 og hefur sú tala hækkað
á undanförnum árum. Af búum sem
höfðu holdfyllingarmat yfir 9,5 árið
2017 hafa tvö bú hlutfallstöluna
3 eða hærra. Það er bú LbhÍ að
Hesti og bú Bergs Sigfússonar að
Austurhlíð í Skaftártungu.
Sláturaldur, kjötprósenta og
bötun
Ytri aðstæður til sauðfjárræktar
hafa sjaldan verið verri en árið 2017
við þá miklu lækkun afurðaverðs
sem þá varð. Kynbótastarfið í
sauðfjárrækt hefur undanfarin
ár skilað okkur þeim árangri að
framleiðni hvers grips hefur aukist
umtalsvert. Ef skoðuð eru gögn frá
1996 og 2016 um fjölda sauðfjár
í landinu og heildarframleiðslu
kindakjöts hefur framleiðslumagn
á hvern grip aukist um 21,3%, þar
af 13,5% á árunum 2006-2016.
Meðalaldur sláturlamba er 138
dagar fyrir árið 2017. Á 2. mynd má
sjá tengsl sláturaldurs og fallþunga
lamba. Sambærilegar myndir fyrir
síðustu ár sýna sama mynstur, þ.e.
fram að 135 daga aldri eru lömbin
stöðugt að þyngjast en síðan virðist
fallþungi lambanna falla og ekki
aukast að ráði fyrr en þau eru orðin
160 daga gömul. Þetta atriði þurfa
bændur að skoða mjög vel. Vitað
er að ekki kemst allt fé til slátrunar
á sama tíma en ef menn gera ekki
ráðstafanir varðandi beit eru menn
að tapa á því að geyma lömbin of
lengi. Áborin há er hentugasta beitin
fyrir lömb sem þarf að geyma í 2-4
vikur en grænfóður getur borgað sig
fyrir minnstu lömbin sem geyma
á, í mánuð eða lengur – ávinning
kálbeitar þarf þó alltaf að horfa á
með gagnrýnum augum og ekki er
hægt að mæla með bötun lamba
nema eftirspurn sé eftir slíku.
Þessu tengt þurfa menn að
hafa í huga hvernig kjötprósenta
lamba breytist eftir því sem lömbin
verða eldri. Í skýrsluhaldinu
voru ríflega 190.000 lömb árið
2017 sem hafa upplýsingar um
kjötprósentu þar sem líða 15
dagar eða minna frá vigtunardegi
lífþunga að sláturdegi. Í 3. töflu má
sjá hvernig kjötprósentan breytist
eftir sláturvikum yfir haustið. Í
ágústslátrun er kjötprósentan 43,3%
en lækkar svo niður í 41% þegar
komið er fram í október. Þannig er
lamb sem vigtar 38 kg 20. ágúst
að vigta 16,5 kíló væri því slátrað
þá, en lamb með sama lífþunga í
byrjun október myndi vigta 15,6
kíló. Munur upp á 900 grömm.
Þetta er atriði sem bændur þurfa
almennt að gefa betri gaum og vera
duglegri við að vigta lömb og velja
sláturlömb á þeim grunni.
Að lokum
Listar með öllum helstu niðurstöðum
skýrsluhaldsins árið 2017 er hægt
að finna á heimasíðu RML. Þar
má einnig finna niðurstöður
skýrsluhaldsins undanfarin ár.
Grunnforsenda allrar upplýsinga-
öflunar er vel fært skýrsluhald og
flest þau bú sem eru að ná góðum
árangri eru að nýta sér kosti
skýrsluhaldsins til fullnustu.
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins