Bændablaðið - 08.02.2018, Blaðsíða 34

Bændablaðið - 08.02.2018, Blaðsíða 34
34 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. febrúar 2018 Árið 1893 stofnaði John Froelich ásamt viðskiptafé lögum sínum fyrirtæki sem þeir kölluðu The Waterloo Gasoline Traction Engine í Iowa-ríki í Norður- Ameríku. Fyrirtækinu var ætlað að framleiða og selja uppfinningu Froelich sem var fyrsta bensínknúna dráttarvélin. Þrátt fyrir góðan vilja sýndu væntanlegir kaupendur dráttarvélinni lítinn áhuga og aðeins fjórar slíkar voru settar saman og tvær seldust. Báðum var skömmu síðar skilað aftur til verksmiðjunnar vegna óánægju kaupendanna. Nýir eigendur Tveimur árum seinna skipti fyrirtækið um eigendur og fékk nafnið The Waterloo Gasoline Engine Company. Nýir eigendur ákváðu að hætta framleiðslu dráttarvéla og einbeita sér að smíði bensínmótora. Rúmum einum og hálfum áratug síðar og mikla hönnunarvinnu hóf fyrirtækið aftur framleiðslu á dráttarvélum sem komu á markað. Fyrstu vélarnar fóru á markað 1911 en engin þeirra seldist. Tveimur árum síðar framleiddi fyrirtækið tuttugu dráttarvélar sem fengu heitið Waterloo Boy. Traktorinn kallaðist Waterloo Boy One-Man Tractor og sagður 25 hestöfl og mikið stykki sem ætlað var til stórplæginga á sléttunum miklu. Fyrirtæki hóf fljótlega framleiðslu á minni týpu sem var rúm 14 hestöfl, tveggja strokka. Model R Wateloo Boy Hjólin fóru að snúast fyrir alvöru hjá The Waterloo Gasoline Engine Company árið 1914 þegar það setti á markað traktor sem kallaðist Model R Waterloo Boy og með einum gír áfram og öðrum aftur á bak. Öllum á óvart urðu vinsældir þeir rar vélar gríðarlegar og á næstu árum seldust meira en átta þúsund slíkar. Framleiðslu Moder R var hætt 1923. Model N, sem sett var á markað 1916, naut einnig mikilla vinsælda enda tæknilegri að því leyti að hann var með tvo gíra áfram og einn aftur á bak. Bæði Model R og N brenndu steinolíu en ekki bensíni eins og forverar þeirra. Deere & Company Aftur urðu eigendaskipti á fyrirtækinu árið 1918 þegar Deere & Company keypti Waterloo Gasoline Engine Company með öllum skrúfum og skinnum fyrir 2,1 milljónir dollara sem var mikill peningur á þeim tíma. Nýju eigendurnir höfðu mikla trú á og mikinn áhuga á að komast inn á dráttarvélamarkaðinn en tilraunir þeirra höfðu mistekist til þess. Ástæða þess að Deere keypti framleiðanda Waterloo Boy var einföld. Dráttarvélin var einfaldlega sú besta á markaði á þeim tíma. Eftir eigendaskiptin var enn skipt um nafn og nú hét það John Deere Tractor Company en til að byrja með voru dráttarvélarnar seldar undir heitinu Waterloo Boy. Árið 1923 var nafninu breytt í John Deere Model D. Í dag er John Deere með stærstu framleiðendum dráttarvéla og landbúnaðartækja í heiminum, auk þess sem fyrirtækið er stórtækt í framleiðslu tækja til skógarvinnslu. /VH Waterloo Boy varð John Deere Umferð um vegi landsins hefur aukist gríðarlega frá árinu 2012 – Umferðin í desember jókst um nærri 10 prósent Umferðin í desember jókst um 9,3% miðað við sama mánuð árið á undan. Þetta er umtalsverð aukning en þó minni en var milli áranna 2015 og 2016. Umferðin í fyrra jókst um 10,6% sem er næstmesta aukning frá því samantekt af þessu tagi hófst árið 2005. Undanfarin ár, eða síðan 2012, hefur umferðin aukist tvöfalt meira en að meðaltali síðan 2005 um 7,6% meðan meðaltalið á ári yfir allt tímabilið er 3,4%. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Umferð í nýliðnum desember jókst um 9,3% miðað við sama mánuð árið 2016. Þessi aukning er mun minni en varð á síðasta ári en svipar til aukningarinnar á milli áranna 2014 og 2015. Mest jókst umferð um teljarasnið á Suðurlandi, eða um 16,1%, en minnst um snið á Austurlandi, eða um 4,3%. Fádæma aukning Af einstaka teljarasniðum jókst umferð mest um Hringveginn á Mýrdalssandi, eða um 21,8%. Þessi mikla aukning vekur athygli þar sem árið áður hafði umferðin aukist um 89,3% milli desembermánaða 2015 og 2016 og þar á undan um 41,3%. Aukin umferð austan við Vík í Mýrdal í desember, sem og raunar aðra mánuði, er því með fádæmum mikil. Frá árinu 2005 hefur umferðin nú aukist að jafnaði langmest í ágúst, september og október, eða frá 3,8%– 4,2% á ári. Umferð mest um Suðurland Fyrir allt árið 2017 gildir að umferðin hefur aukist um 10,6% miðað við árið 2016. Þetta er næstmesta aukning yfir mælisniðin 16 frá upphafi þessarar samantektar. Mest jókst umferðin um Suðurland, eða um 15,5%, en minnst jókst umferðin yfir mælisnið á Austurlandi, eða um 8,6%. Líkt og milli mánaða jókst umferð mest, fyrir einstaka mælisnið, um Mýrdalssand, eða um 24,4%. Fyrir árið í heild hefur umferðin nú aukist um 3,4% á ári að jafnaði frá árinu 2005, sem telja verður hóflegur vöxtur, en frá árinu 2012 hefur árlegur vöxtur numið um 7,6%, sem telja verður mjög mikill fyrir áðurnefnt tímabil. /MÞÞ Bæjarstjórn Seyðisfjarðar: Göng undir Mjóafjarðarheiði leysa ekki neinn vanda Bæjarstjórn Seyðisfjarðar- kaupstaðar telur hugmyndir um göng undir Mjóafjarðarheiði og þaðan til suðurs yfir í Fannardal í Norðfirði ekki vera þá samgöngulausn sem bæjarbúar þurfi á að halda. Í nýlegri bókun bæjarstjórnarinnar er bent á að tvö meðalstór snjóflóð hafi fallið í sunnanverðum Seyðisfirði, rétt utan við bæinn. Bent er á að frá í nóvember hafi orðið verulegar truflanir á samgöngum bæði á Fagradal og Fjarðarheiði. Ekki er langt síðan heiðin lokaðist í á á þriðja sólarhring og biðu bæði ferðamenn og flutningabílar eftir að komast til og frá Norrænu, auk annarrar umferðar til og frá bænum. Fram kemur í bókun bæjarstjórnar Seyðisfjarðar að þetta sýni að samgöngur til og frá Seyðisfirði yrðu eftir sem áður jafn ótryggar og óöruggar ef göng undir Fjarðarheiði yrðu látin víkja fyrir lakari kostum svo sem göngum undir Mjóafjarðarheiði og beint til suðurs yfir í Fannardal. „Bæjarstjórn minnir því enn og aftur á mikilvægi þess, þó ekki sé nema af framangreindum ástæðum, að tekin verði ákvörðun um tímasetningu framkvæmda við Fjarðarheiðargöng. Samkvæmt núgi ldandi samgönguáætlun er gert ráð fyrir að Fjarðarheiðargöng verði næsta jarðgangaframkvæmd á eftir Dýrafjarðargöngum og því löngu tímabært að ákvarðanir liggi fyrir um upphaf framkvæmda.“ /MÞÞ Mynd / HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.