Bændablaðið - 08.02.2018, Blaðsíða 36

Bændablaðið - 08.02.2018, Blaðsíða 36
36 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. febrúar 2018 Matlaukur er manngerð planta og finnst ekki í náttúrunni nema þar sem hann hefur dreifst út frá ræktun. Að stíga í laukana þýðir að lifa í sæld en í Austurlöndum er laukur sagður trufla hugleiðslu. Ætluð heimsframleiðsla á matlauk er um 85 milljón tonn á ári og hefur framleiðslan um það bil tvöfaldast á síðustu tíu árum. Kína er stærsti framleiðandinn og framleiðir rúmlega 20,5 þúsund tonn á ári. Indland er í öðru sæti með framleiðslu upp á tæp 13,4 þúsund tonn og Bandaríki Norður-Ameríka í því þriðja og framleiðir rúm 3,3 þúsund tonn. Egyptaland er í fjórða sæti þegar kemur að framleiddu magni af matlauk í heiminum, framleiðir rúm 2,2 þúsund tonn, og Íran er í því fimmta með um 1,9 þúsund tonn. Tyrkland, Pakistan, Brasilía, Rússland og Suður-Kórea eru í sjötta til tíunda sæti og framleiða frá 1,7 og niður í 1,4 þúsund tonn af matlauk á ári. Indland er stærsti útflytjandi matlauks í heiminum og var útflutningurinn þaðan árið 2016 rúm 11,4 þúsund tonn. Áhugavert er að Holland, sem hvorki er á lista yfir þau lönd sem mest framleiða eða flytja inn matlauk, er annar mesti útflytjandi hans í heiminum. Útflutningurinn frá Hollandi er sagður vera tæp 10 þúsund tonn og greinilegt að landið er öflugur milliliður þegar kemur að verslun með matlauk. Kína flytur út rúm 4 þúsund tonn og Bandaríki Norður-Ameríku rétt tæp 3 þúsund tonn. Stærstu innflytjendur matlauks í heiminum eru Malasía, sem flytur inn tæp 5,8 þúsund tonn á ári, Bandaríki Norður-Ameríku rúm 5,2 þúsund tonn á ári, Bretlandseyjar, tæp 4 þúsund tonn, Japan um 2,8 þúsund tonn og Þýskaland um 2,5 þúsund tonn Innflutningur á matlauk, fyrir utan hvítlauk, til Íslands er að finna í þremur tollflokkum undir heitunum laukur, skallottlaukur og síðan annar laukur. Samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofu Íslands var flutt inn árið 2016 tæplega 2000 tonn af lauk. Mest var flutt inn frá Hollandi, Frakklandi og Spáni. Innflutningur á skallottlauk sama ár var rúm 37 tonn, mest frá Hollandi og Frakklandi. Annar laukur, til dæmis perlulaukur blaðlaukur og vorlaukur, var tæp 61 tonn. Heildarinnflutningur á matlauk til Íslands, að hvítlauk undanskildum, árið 2016 var samkvæmt þessu 2.098 tonn. Ættkvíslin Allium Mörk tegunda innan ætt- kvíslarinnar Allium eru oft óljós og fjöldi þeirra því mjög á reiki og telst vera frá 200 og í tæplega þúsund. Af þessum óljósa fjölda tegunda teljast sumar vera með mikilvægustu matjurtum í heimi. Má þar nefna matlauk A. cepa, blað- eða púrrulauk, A. ampellopsum var porrum, graslauk A. schoenprasum og vorlauk A. fistulosum. Auk hjálmlauks A. cepa var viviparum og skallottulauks A. cepa var aggregatum sem eru afbrigði af matlauk. Auk þess sem margar tegundir lauka eru ræktaðar sem skrautjurtir. Flestar tegundir villtra lauka finnast á tempraða belti norðurhvelsins en nokkrar vaxa einnig í Síle, Brasilíu og hitabelti Afríku. Laukar mynda misstórar forðarætur, eftir tegundum, sem gerðar eru úr lögum sem hvolfast hvert yfir annað. Lögin eru tengd saman að neðan á eins konar fæti. Upp af ólíkum laukunum vaxa stönglar sem geta verið frá fimm sentímetrum og upp í einn og hálfan metra að hæð. Efst á stönglinum mynda blómin kúlulagasveip, blátt eða hvítt. Blöðin fá, löng og safarík. Matlaukur – A cepa Tvíær laukjurt sem yfirleitt er ræktuð sem einær. Blöðin dökk græn, 15 til 50 sentímetra löng, safarík og vaxkennd viðkomu. Upp af lauknum vex einn ríflega eins metra langur og holur blómstöngull sem ber hvítan eða fjólubláan og kúlulaga blómsveip. Neðanjarðarhlutinn er laukur, hvítur, rauður eða gulur að lit og misstór eftir yrkjum. Matlaukur er mest ræktaður allra lauka í heiminum. Meðaltalsuppskera af matlauk á hektara í heiminum er rétt rúm þrjú tonn á hektara. Mest er framleiðslan í Suður-Kóreu, Japan, Bandaríkjum Norður-Ameríku og nokkrum löndun Evrópu þar sem hún er á bilinu 6,8 til 10,5 tonn á hektara. Mesta magn á hektara er 17, 8 tonn. Samkvæmt Heimsmetabók Guinness er þyngsti laukur sem veginn hefur verið 8,5 kíló að þyngd. Laukurinn var ræktaður í Norður-Yorkshire á Bretlandseyjum 2014. Frumur í stórum matlauk eru stórar og vel sjáanlegar undir góðri víðsjá og því heppilegar til kennslu í grasafræði. Nafnaspeki Ættkvíslarheitið Allium stendur fyrir hnattlaga eða bólginn og tegundarheitið cepa er latínuheiti fyrir lauk. Á grísku kallast matlaukar kápia, qepë í Albaníu, ceba á spænsku, og oigon í Frakklandi, cipallo á ítölsku. Á ensku chive eða onion. Lök á sænsku, løg á dönsku og laukur á íslensku. HELSTU NYTJAJURTIR HEIMSINS Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Matlaukur er mest ræktaði laukur í heimi. Fjöldi yrkja, afbrigða og landsorta af honum eru nánast óteljandi. Þyngsti laukur sem veginn hefur verið er 8,5 kíló að þyngd. Best er að geyma lauk á þurrum stað við stofuhita.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.