Bændablaðið - 05.12.2019, Page 1

Bændablaðið - 05.12.2019, Page 1
Stöðugt minni hluti raforku á Íslandi er framleiddur með endur- nýjanlegum orku gjöfum sam- kvæmt gögnum Orku stofnunar og er hann nú aðeins 11%. Þá eru 34% orkunnar sögð framleidd með kjarnorku og 55% með kolum, olíu og gasi vegna sölu á uppruna- vottorðum úr landi. Æpandi þversagnir eru í þessum tölum því á sama tíma segir Orkustofnun að 99,99% raforku á Íslandi séu framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum. Allt á þetta þó skýringar í sölu íslenskra orkufyrirtækja á uppruna- eða hreinleikavottorðum raforku til erlendra framleiðslufyrirtækja, sem nota „óhreina“ orku til að framleiða sínar vörur. Í staðinn verða íslensku orku- fyrirtækin að skrá á sig mengun sem hlýst af framleiðslu erlendu fyrirtækjanna. Samt hefur hvorki farið fram sala á orku frá Íslandi né raunverulegur innflutningur á CO2 og kjarnorkuúrgangi til Íslands. Ítrekað hefur verið fjallað um þetta mál í Bændablaðinu allt frá því þáverandi formaður Sambands garðyrkjubænda benti á þennan sér- kennilega lið á orkureikningum í júní 2014. Í kjölfarið varð bakslag í sölu upprunavottorða árið 2015 eftir yfirlýsingar þingmanna og ráðherra um að tekið yrði á mál- inu. Ekkert gerðist og áfram hefur stöðugt verið gengið á endurnýj- anlega hluta íslensku raforkunnar í skráningu Orkustofnunar. Engar vangaveltur um siðferði Í kynningu Landsvirkjunar á hrein - leika vottorðunum hefur erlendu kaupendunum verið bent á að þeir geti síðan notað vottorðin til að fá ýmiss konar umhverfisvottanir og selt sínar vörur í skjóli þeirra á hærra verði til neytenda en ella. Það geta þeir gert þrátt fyrir að halda áfram að nota óhreina orku við sína framleiðslu. Ekkert er þar minnst á siðferði slíkra viðskipta gagnvart grunlausum neytendum. Þeir telja sig væntanlega vera að borga hærra verð fyrir vörur frá fyrirtækjum sem stunda umhverfisvæna framleiðslu. Hrein íslensk raforka úr 89% árið 2011 í 11% árið 2018 Íslensk orkufyrirtæki hófu sölu á upprunavottorðum raforku árið 2011. Í gögnum Orkustofnunar kemur fram að það ár hafi 89% raforkunnar á Íslandi verið endur- nýjanleg orka. Hins vegar var 5% hlutdeild orkunnar framleidd með kjarnorku og 6% með jarðefnaelds- neyti. Árið 2018 var hreina íslenska raf- orkan aðeins orðin 11% af heildar- sölu raforku á Íslandi samkvæmt tölum Orkustofnunar. Þá var 34% orkunnar framleidd með geislavirku úrani og 55% raforkunnar voru sögð framleidd með jarðefnaeldsneyti, eða kolum, olíu og gasi. Svona er nú komið fyrir hreinorkulandinu Íslandi. Líklegt má telja að hlutfall raf- orku sem framleitt er með endur- nýjanlegum orkugjöfum á Íslandi verði á pappírunum komið niður fyrir 10% á þessu ári. Þar ræður eftirspurn eftir syndaaflausnum í orkumálum vegna mikillar umræðu um hlýnun jarðar. Allir vilja jú geta sýnt fram á það á pappírunum að þeir séu ekki að framleiða vörur með orku sem orsakar útblástur gróðurhúsalofttegunda, þótt þeir geri það samt. Mengun flutt inn í stórum stíl? Í staðinn fyrir sölu á uppruna- vottorðum frá íslenskum raforku- fyrirtækjum verða Íslendingar að taka á sig á pappírunum ábyrgð á losunartölum frá erlendum fyr- irtækjum sem kaupa vottorðin. Í tölum Orkustofnunar kemur fram að vegna þess að íslensk raforka er að 34% hluta sögð framleidd með kjarnorku þá skrifum við á okkur 0,94 milligrömm af geislavirkum úrgangi á hverja kílówattstund. Það skildi eftir sig tæp 19 tonn af geisla- virkum úrgangi á árinu 2018. Íslensk raforka er svo að 55% hluta sögð framleidd með jarð- efnaeldsneyti. Þess vegna tökum við á okkur samkvæmt pappírunum 443,13 grömm af koltvísýringi á hverja kílówattstund af raforku. Það jafngildir því að við höfum verið að losa um 8,8 milljónir tonna af CO2 út í andrúmsloftið á síðasta ári vegna okkar „hreinu“ raforkufram- leiðslu. /HKr. – Sjá nánar á bls. 20–21 23. tölublað 2019 ▯ Fimmtudagur 5. desember ▯ Blað nr. 552 ▯ 25. árg. ▯ Upplag 32.000 ▯ Vefur: bbl.is Máltækið „Snemma beygist krókurinn“ á vel við á þessari mynd því hér er það þriggja ára smaladrengur, Vilhelm Bjartur Eiríksson, sem aðstoðar afa sinn nýlega, Kristin Guðnason í Árbæjarhjáleigu II í Rangárþingi ytra, að reka ærnar heim til sín. Myndina tók pabbi stráksins, Eiríkur Vilhelm Sigurðsson. Endurnýjanleg orka 11% Kjarnorka 34% Jarðefnaeldsneyti 55% SAMSETNING RAFORKU Á ÍSLANDI 2018 RAFORKUSALA Heimild: Orkustofnun Bæ nd ab la ði ð / H Kr . 2 01 9 Einungis 11% raforkunnar á Íslandi er nú sögð hrein og endurnýjanleg vegna sölu upprunavottorða á raforku: „Losum” 19 tonn af geislavirkum úrgangi og 8,8 milljón tonn af CO2 vegna raforkuframleiðslu – Á pappírum Orkustofnunar voru 34% raforkunnar sögð framleidd með kjarnorku á síðasta ári og 55% með kolum, olíu og gasi Atkvæðagreiðslu meðal kúabænda um endurskoðun nautgripasamn- ings lauk í hádeginu í gær, miðviku- daginn 4. desember. Samkomulag bænda og stjórnvalda var sam- þykkt með afgerandi meirihluta atkvæða. „Já“ sögðu 447, eða 76%. „Nei“ sögðu 132, eða 22,5%. Níu tóku ekki afstöðu. Ef aðeins eru teknir þeir sem afstöðu tóku þá var samkomulag- ið samþykkt með 77,2% atkvæða. Á kjörskrá voru 1.332 en atkvæði greiddu 588, eða 44,1%. Um sólarhring fyrir auglýstan frest höfðu einungis rúm 25% bænda greitt atkvæði. Kjörsókn bænda í atkvæða- greiðslum hefur verið nokkuð misjöfn í gegnum tíðina. Ríflega 45% þátttaka var í rafrænni atkvæðagreiðslu um endurskoðun sauðfjársamnings fyrr á árinu og 70,8% kúabænda kusu um nýjan nautgripasamning árið 2016. Árið 2012 var kosið um framlengingu nautgripasamnings og þá var kjör- sókn aðeins 36%. Atkvæðagreiðslan fór fram með rafrænum hætti en upplýsingar um samkomulagið og kynning á áhrif- um þess eru aðgengilegar á vef Bændasamtakanna, bondi.is. /TB Kúabændur sam- þykktu samning Ógn við eitt besta heilbrigðisástand í heimi 4 Skynsamlegur landbúnaður og kapítalismi fara ekki saman 26–27 Tínum gúrkur alla daga vikunnar – líka á jóladag 36–38

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.