Bændablaðið - 05.12.2019, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 05.12.2019, Blaðsíða 1
Stöðugt minni hluti raforku á Íslandi er framleiddur með endur- nýjanlegum orku gjöfum sam- kvæmt gögnum Orku stofnunar og er hann nú aðeins 11%. Þá eru 34% orkunnar sögð framleidd með kjarnorku og 55% með kolum, olíu og gasi vegna sölu á uppruna- vottorðum úr landi. Æpandi þversagnir eru í þessum tölum því á sama tíma segir Orkustofnun að 99,99% raforku á Íslandi séu framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum. Allt á þetta þó skýringar í sölu íslenskra orkufyrirtækja á uppruna- eða hreinleikavottorðum raforku til erlendra framleiðslufyrirtækja, sem nota „óhreina“ orku til að framleiða sínar vörur. Í staðinn verða íslensku orku- fyrirtækin að skrá á sig mengun sem hlýst af framleiðslu erlendu fyrirtækjanna. Samt hefur hvorki farið fram sala á orku frá Íslandi né raunverulegur innflutningur á CO2 og kjarnorkuúrgangi til Íslands. Ítrekað hefur verið fjallað um þetta mál í Bændablaðinu allt frá því þáverandi formaður Sambands garðyrkjubænda benti á þennan sér- kennilega lið á orkureikningum í júní 2014. Í kjölfarið varð bakslag í sölu upprunavottorða árið 2015 eftir yfirlýsingar þingmanna og ráðherra um að tekið yrði á mál- inu. Ekkert gerðist og áfram hefur stöðugt verið gengið á endurnýj- anlega hluta íslensku raforkunnar í skráningu Orkustofnunar. Engar vangaveltur um siðferði Í kynningu Landsvirkjunar á hrein - leika vottorðunum hefur erlendu kaupendunum verið bent á að þeir geti síðan notað vottorðin til að fá ýmiss konar umhverfisvottanir og selt sínar vörur í skjóli þeirra á hærra verði til neytenda en ella. Það geta þeir gert þrátt fyrir að halda áfram að nota óhreina orku við sína framleiðslu. Ekkert er þar minnst á siðferði slíkra viðskipta gagnvart grunlausum neytendum. Þeir telja sig væntanlega vera að borga hærra verð fyrir vörur frá fyrirtækjum sem stunda umhverfisvæna framleiðslu. Hrein íslensk raforka úr 89% árið 2011 í 11% árið 2018 Íslensk orkufyrirtæki hófu sölu á upprunavottorðum raforku árið 2011. Í gögnum Orkustofnunar kemur fram að það ár hafi 89% raforkunnar á Íslandi verið endur- nýjanleg orka. Hins vegar var 5% hlutdeild orkunnar framleidd með kjarnorku og 6% með jarðefnaelds- neyti. Árið 2018 var hreina íslenska raf- orkan aðeins orðin 11% af heildar- sölu raforku á Íslandi samkvæmt tölum Orkustofnunar. Þá var 34% orkunnar framleidd með geislavirku úrani og 55% raforkunnar voru sögð framleidd með jarðefnaeldsneyti, eða kolum, olíu og gasi. Svona er nú komið fyrir hreinorkulandinu Íslandi. Líklegt má telja að hlutfall raf- orku sem framleitt er með endur- nýjanlegum orkugjöfum á Íslandi verði á pappírunum komið niður fyrir 10% á þessu ári. Þar ræður eftirspurn eftir syndaaflausnum í orkumálum vegna mikillar umræðu um hlýnun jarðar. Allir vilja jú geta sýnt fram á það á pappírunum að þeir séu ekki að framleiða vörur með orku sem orsakar útblástur gróðurhúsalofttegunda, þótt þeir geri það samt. Mengun flutt inn í stórum stíl? Í staðinn fyrir sölu á uppruna- vottorðum frá íslenskum raforku- fyrirtækjum verða Íslendingar að taka á sig á pappírunum ábyrgð á losunartölum frá erlendum fyr- irtækjum sem kaupa vottorðin. Í tölum Orkustofnunar kemur fram að vegna þess að íslensk raforka er að 34% hluta sögð framleidd með kjarnorku þá skrifum við á okkur 0,94 milligrömm af geislavirkum úrgangi á hverja kílówattstund. Það skildi eftir sig tæp 19 tonn af geisla- virkum úrgangi á árinu 2018. Íslensk raforka er svo að 55% hluta sögð framleidd með jarð- efnaeldsneyti. Þess vegna tökum við á okkur samkvæmt pappírunum 443,13 grömm af koltvísýringi á hverja kílówattstund af raforku. Það jafngildir því að við höfum verið að losa um 8,8 milljónir tonna af CO2 út í andrúmsloftið á síðasta ári vegna okkar „hreinu“ raforkufram- leiðslu. /HKr. – Sjá nánar á bls. 20–21 23. tölublað 2019 ▯ Fimmtudagur 5. desember ▯ Blað nr. 552 ▯ 25. árg. ▯ Upplag 32.000 ▯ Vefur: bbl.is Máltækið „Snemma beygist krókurinn“ á vel við á þessari mynd því hér er það þriggja ára smaladrengur, Vilhelm Bjartur Eiríksson, sem aðstoðar afa sinn nýlega, Kristin Guðnason í Árbæjarhjáleigu II í Rangárþingi ytra, að reka ærnar heim til sín. Myndina tók pabbi stráksins, Eiríkur Vilhelm Sigurðsson. Endurnýjanleg orka 11% Kjarnorka 34% Jarðefnaeldsneyti 55% SAMSETNING RAFORKU Á ÍSLANDI 2018 RAFORKUSALA Heimild: Orkustofnun Bæ nd ab la ði ð / H Kr . 2 01 9 Einungis 11% raforkunnar á Íslandi er nú sögð hrein og endurnýjanleg vegna sölu upprunavottorða á raforku: „Losum” 19 tonn af geislavirkum úrgangi og 8,8 milljón tonn af CO2 vegna raforkuframleiðslu – Á pappírum Orkustofnunar voru 34% raforkunnar sögð framleidd með kjarnorku á síðasta ári og 55% með kolum, olíu og gasi Atkvæðagreiðslu meðal kúabænda um endurskoðun nautgripasamn- ings lauk í hádeginu í gær, miðviku- daginn 4. desember. Samkomulag bænda og stjórnvalda var sam- þykkt með afgerandi meirihluta atkvæða. „Já“ sögðu 447, eða 76%. „Nei“ sögðu 132, eða 22,5%. Níu tóku ekki afstöðu. Ef aðeins eru teknir þeir sem afstöðu tóku þá var samkomulag- ið samþykkt með 77,2% atkvæða. Á kjörskrá voru 1.332 en atkvæði greiddu 588, eða 44,1%. Um sólarhring fyrir auglýstan frest höfðu einungis rúm 25% bænda greitt atkvæði. Kjörsókn bænda í atkvæða- greiðslum hefur verið nokkuð misjöfn í gegnum tíðina. Ríflega 45% þátttaka var í rafrænni atkvæðagreiðslu um endurskoðun sauðfjársamnings fyrr á árinu og 70,8% kúabænda kusu um nýjan nautgripasamning árið 2016. Árið 2012 var kosið um framlengingu nautgripasamnings og þá var kjör- sókn aðeins 36%. Atkvæðagreiðslan fór fram með rafrænum hætti en upplýsingar um samkomulagið og kynning á áhrif- um þess eru aðgengilegar á vef Bændasamtakanna, bondi.is. /TB Kúabændur sam- þykktu samning Ógn við eitt besta heilbrigðisástand í heimi 4 Skynsamlegur landbúnaður og kapítalismi fara ekki saman 26–27 Tínum gúrkur alla daga vikunnar – líka á jóladag 36–38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.