Bændablaðið - 05.12.2019, Page 34

Bændablaðið - 05.12.2019, Page 34
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. desember 201934 Úrslitin í Íslandsmeistarakeppninni í matarhandverki voru kynnt á matarhátíð á Hvanneyri: Íslandsmeistarar í tíu keppnisflokkum Askurinn, Íslandsmeistarakeppni í matarhandverki, var haldin dag- ana 19.–21. nóvember. Úrslitin voru síðan kynnt á matarhátíð á Hvanneyri á laugardaginn, en veitt voru gull-, silfur- og bronsverðlaun fyrir efstu þrjú sætin í hverjum keppnisflokki – og er gullverð- launahafi jafnframt Íslandsmeistari í viðkomandi flokki. Keppt var í tíu flokkum matvæla. Gæðamat dómara fór fram miðviku- daginn 20. nóvember í húsakynnum Matís, þar sem þættir eins og áferð, útlit, lykt, bragð og nýnæmi voru metnir, en 133 vörur voru skráðar til leiks. Að sænskri fyrirmynd Keppnin er að sænskri fyrir mynd og hefur sambærileg hátíð verið haldin þar frá 1998. Íslandsmeistarakeppnin í matarhandverki hefur einu sinni áður verið haldin, árið 2014, en þá var hún haldin í samstarfi Matís og norræna verkefnisins Ný norræn matvæli (Ny Nordisk Mad). Þar kepptu 110 vörur frá öllum Norðurlöndunum í átta flokkum. Núna hélt Matís keppnina í samstarfi við Sóknaráætlun Vesturlands, Markaðsstofu Vesturlands, Landbúnaðarháskóla Íslands og Matarauð Íslands. Úrslitin voru eftirfarandi: Bakstur • Gull, Rúgbrauð – Brauðhúsið ehf. • Silfur, Rúg hafrabrauð – Brauðhúsið ehf. Ber, ávextir og grænmeti • Gull, Þurrkaðir lerkisveppir – Holt og heiðar ehf. • Silfur, Grenisíróp – Holt og heiðar ehf. • Brons, Sólþurrkaðir tómatar – Garðyrkjustöðin Laugarmýri Ber, ávextir og grænmeti – sýrt • Gull, Pikklaðar radísur – Bjarteyjarsandur • Silfur, Kimchi, krassandi kóresk blanda – Huxandi Slf • Brons, Pylsukál, eitt með öllu – Huxandi slf Ber, ávextir grænmeti, drykkir • Gull, Aðalbláberjate – Urta islandica ehf. • Silfur, Krækiberjasafi – Íslensk hollusta ehf. Fiskur og sjávarfang • Gull, Birkireyktur urriði – matarhandverk úr Fram-Skorradal • Silfur, heitreyktur makríll – Sólsker • Brons, Léttreyktir þorskhnakkar – Sólsker Kjöt og kjötvörur • Gull, Gæsakæfa – Villibráð Silla slf • Silfur, Taðreykt hangikjöt – Sauðfjárbúið Ytra-Hólmi Kjöt og kjötvörur, hráverkaðar • Gull, Rauðvínssalami – Tariello ehf. • Silfur, Nautasnakk – Mýrarnaut ehf. • Brons, Ærberjasnakk – Breiðdalsbiti Mjólkurvörur • Gull, Sveitaskyr – Rjómabúið Erpsstaðir • Silfur, Búlands Havarti – Bíobú ehf. Verðlaunahafarnir samankomnir á matarhátíðinni á Hvanneyri. Myndir / Kristín Edda Gylfadóttir Brauðhúsið var með gull og silfur í flokknum Bakstur. Hólmfríður Tania Steingrímsdóttir, Guðbjört Lóa Þorgrímsdóttir og Þórgrímur Einar Guðbjartsson frá Rjómabúinu Erpsstöðum, sem framleiðir mjólkurvörur og fékk gull fyrir skyrið sitt.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.