Bændablaðið - 28.03.2019, Page 4

Bændablaðið - 28.03.2019, Page 4
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. mars 20194 FRÉTTIR Vöktun Matvælastofnunar á sýklalyfjaónæmum bakteríum 2018: Sýklalyfjaónæmar bakteríur voru í heilbrigðisvottuðu kjöti frá Spáni Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, segir að sýkla­ lyfjaónæmar bakteríur sem fundust við skimun í íslenskum lömbum hafi fundist í þörmum lambanna en ekki kjöti þeirra. Hér var ekki um að ræða sjúkdómsvaldandi bakteríur heldur bakteríur sem hafa ónæmi fyrir sýklalyfjum eða geta þróað ónæmi og dreift í aðrar bakteríur. „Ég tel að ekki megi nota niðurstöðuna til að afvegaleiða umræðuna um góða stöðu sýklalyfjaónæmis í íslenskum landbúnaði. Það alvarlega í þessu máli er að samkvæmt skýrslu Mast er hingað til lands flutt kjöt með heilbrigðisvottorð sem samt inniheldur sýklalyfjaónæmar og sjúkdómsvaldandi bakteríur.“ Við vöktun Matvælastofnunar á sýklalyfjaónæmum bakteríum í dýrum árið 2018 voru í fyrsta sinn tekin sýni úr íslenskum lömbum til skimunar. Í 4% þeirra 70 lamba sem voru skimuð greindust ESBL/AmpC myndandi E. coli í þörmum þeirra en engar slíkar bakteríur greindust í kjöti þeirra. Sjúkdómastaða hér á landi er einstök Unnsteinn segir að þetta hafi að vissu leyti komið á óvart. „Við höfum svo sem alltaf vitað að hér á landi finnast sýklalyfjaónæmar bakteríur eins og alls staðar nema hvað tíðni þeirra er mjög lág hér á landi og það er sú staða og okkar einstaka sjúkdómastaða sem við eigum að verja. Þar sem þetta er í fyrsta sinn sem lömb hér á landi eru skimuð með þessum hætti höfum við ekkert til að miða við varðandi það hver þróunin hefur verið. Samkvæmt skýrslu Mast er tíðni ónæmu bakteríanna svipuð á öðrum Norðurlöndunum en minna en almennt er í Evrópu. Ég bendi líka á að bakteríurnar fundust í þörmum lambanna en ekki í kjöti og því má ekki nota niðurstöðuna til að afvegaleiða umræðuna. Ástandið hér þegar kemur að sýklalyfjaónæmi er eitt það besta í heiminum. Það finnast aðrar tegundir sýklalyfjaónæmra baktería sem við viljum alls ekki fá til landsins.“ Sýklalyfjaónæmar bakteríur í vottuðu innfluttu kjöti Í skýrslunni kemur líka fram að sýklalyfjaónæmar bakteríur hafi fundist í svínakjöti innfluttu frá Spáni sem þó var að fullu heilbrigðisvottað. „Það er auðvitað gífurlega alvarlegur hlutur. Getum við treyst þeim heilbrigðisvottunum sem fylgja innfluttum kjötafurðum? Þetta hvetur okkur til þess að efla frekar eftirlit með innflutningi.“ Ekki vitað um uppruna bakteríanna Í skýrslu Mast segir að hvernig ónæmar bakteríur bárust í lömbin eða hvort ónæmið myndaðist í lömbunum sé ekki vitað og ekki heldur hvort um aukningu sé að ræða. Líkt og í öðru búfé, eru íslensk lömb ekki laus við bakteríur sem eru ónæmar fyrir sýklalyfjum eða sem geta þróað slíkt ónæmi og dreift í aðrar bakteríur. /VH Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjár­ bænda. Aðalfundur Landssambands kúabænda: Samstaða mikilvæg kúabændum Aðalfundur Landssambands kúa­ bænda var haldinn um síðustu helgi. Fagþing nautgripa ræktar innar var haldið samhliða fundinum. Auk venjulegra aðal fundarstarfa var farið yfir skýrslu formanns og skýrsluhald í nautgriparækt. Fundargestir voru sammála um að samstaða kúabænda væri mikilvæg til að standa vörð um hagsmuni stéttarinnar. Arnar endurkjörinn formaður Arnar Árnason að Hranastöðum var endurkjörinn formaður Lands­ sambands kúabænda á fundinum. Úr stjórninni gekk Pétur Diðriksson að Helgavatni og Jónatan Magnússon að Hóli, Önundarfirði kom inn í hans stað. Arnar segir að stóru málin á aðalfundinum hafi verið endurskoðun búvörusamninga, framleiðslu­ stýringarmál og tollamálin. „Kúabændur voru búnir að kjósa um framleiðslustýringu fyrir fundinn og ákveða að þeir vilji viðhalda kerfinu í greininni, fyrir fundinum lá að útfæra fyrirkomulagið. Helstu breytingar á kerfinu eru þær að miðað við búvörusamninginn var gert ráð fyrir að stýringarkerfið færi út. Nú er aftur á móti búið að ákveða að halda því áfram og því þarf að breyta samningnum í þá veru. Til þess að svo geti orðið þarf að breyta fyrirkomulagi stuðningsbreiðslnanna. Kúabændur standa saman Arnar segir að á fundinum hafi komið greinilegur vilji kúabænda til að standa þéttar saman um að verja hagsmuni sína og bændastéttarinnar í heild. „Ég fór yfir þetta í minni ræðu og fundarmenn tóku undir þetta og að við þyrftum að berja í brestina eins og kom skýrt fram í kvótakosningunni þar sem útkoman var mjög skýr.“ Tollamálin eru risastór málaflokkur fyrir allan landbúnað en ekki bara kúabændur og nautgriparækt, segir Arnar. „Tollverndin hefur rýrnað að verðgildi og er hætt að halda og tilgangslaust að hafa tolla ef þeir virka ekki. Við viljum því fara í þá vinnu með stjórnvöldum enda höfum við fundið fyrir skilningi úr þeirri átt að undanförnu.“ Samþykkt að hækka félagsgjöld Á fundinum var samþykkt að hækka félagsgjald til LK um 10%, eða úr 0,30 krónur á lítra í 0,33 krónur á lítra mjólkur sem lagður er í afurðastöð og úr 500 krónur á grip í 550 krónur á grip í UN, KU og K flokkum sem slátrað er í afurðastöð, utan úrkasts. /VH Arnar Árnason, bóndi á Hranastöðum, var endurkjörinn formaður Landssambands kúabænda. Mynd / HKr. Afrekskýrin Braut 112 á Tjörn á Skaga: Hefur rofið 100 tonna mjólkurmúrinn Afrekskýrin Braut 112 á Tjörn á Skaga hefur rofið 100 tonna múrinn í æviafurðum. Afrekskýrin Braut 112 á Tjörn á Skaga hefur rofið 100 tonna múrinn í æviafurðum, en hún hafði í lok febrúar síðastliðinn mjólkað 99.821 kíló mjólkur yfir ævina. Dagsnyt hennar hefur verið ríflega 16 kíló og reikna menn því með að Braut hafi mjólkað sínu 100 þúsundasta kílói mjólkur þann 12. mars eða þar um bil. Braut 112 er fædd 12. september árið 2005, dóttir Stígs 97010 og Þúfu 026 frá Tjörn og er hún því á fjórtánda ári. „Hún hefur svo sannarlega skilað sínu,“ segir Bjarney Jónsdóttir, bóndi á Tjörn. Hún lýsir Braut þannig að hún hafi alla sína tíð verið heilsuhraust, ungleg og spræk, með sterka fætur, heilbrigt og gott júgur, verið góð að éta og haldið sínum holdum. „Hún er okkar langbesti gripur,“ segir Bjarney. Hefur borið níu sinnum Braut bar sínum fyrsta kálfi þann 23 .október 2007 og hefur borið níu sinnum síðan þá, síðast 12. febrúar 2017. Mestum afurðum á einu ári náði Braut árið 2011 þegar hún mjólkaði 10.961 kíló en hún hefur fjórum sinnum náð ársafurðum upp á meira en 10 þúsund kílóum, 2010 (10.007 kg), 2011 (10.961 kg), 2012 (10.190 kg) og 2017 (10.699 kg). Mestu mjólkurskeiðsafurðir hennar eru á yfirstandandi mjólkurskeiði sem er orðið æði langt. Hún er nú komin í 19.220 kíló frá síðasta burði. Á sínu 5. mjólkurskeiði mjólkaði hún hins vegar 14.630 kíló. Þessar upplýsingar má finna á heimasíðu Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins. Fátítt er að kýr nái 14 vetra aldri en ekki síður er mjög sjaldgjæft að þær skili svo miklum afurðum sem raun ber vitni með Braut 112. Vissulega hefur tímans tönn sett sitt mark á kúna nú þegar hún er komin á sín efri ár. /MÞÞ Séð yfir bæinn Tjörn á Skaga. Á nýafstöðnum ársfundi Bænda­ samtakanna var samþykkt að hækka árleg félagsgjöld. Félagsgjaldið er nýtt til þess að gæta hagsmuna bænda og reka Bændasamtökin en félagsmenn þeirra eru rúmlega 3.140 talsins. Á ársfundinum kom fram að fjölga þyrfti félagsmönnum til þess að treysta betur rekstur samtakanna. Grunngjald fyrir A­aðild að samtökunum hækkar úr 47.000 krónum í 54.000 krónur. A­aðild fylgja full félagsleg réttindi fyrir tvo einstaklinga sem standa saman að búrekstri. Hækkunin nemur 14,8% en 2.000 krónur af gjaldinu renna í Velferðarsjóð BÍ. B­aðild, fyrir einstaklinga sem standa að búi umfram tvo, verður 15.000 kr. á ári. Félagsmenn með C­aðild, þ.e. þeir sem standa fyrir rekstri sem telst minni háttar og með veltu undir 1,5 milljónum á ári, greiða 17.000 krónur á ári. Þar af renna 2.000 krónur í Velferðarsjóð. Aukaaðild að BÍ, fyrir þá sem styðja markmið samtakanna, verður 15.000 krónur árið 2019. Margvísleg réttindi Með aðild njóta félagsmenn ýmissa réttinda, s.s. afslátta af tölvuforritum, leigu á orlofsíbúð, sérkjara á gistingu á Hótel Sögu, stuðnings Velferðarsjóðs og ráðgjafar um ýmis málefni sem snerta bændur. Þá er ótalið þeir hagsmunir sem felast í samtakamætti heildarinnar, s.s. við hagsmunagæslu og ímyndar­ og kynningarmál. Full aðild að BÍ veitir félagsmönnum rétt til að gegna trúnaðarstörfum og njóta kjörgengis til kosninga um þá samninga sem gerðir eru í nafni Bændasamtakanna þegar það á við. Einungis þeir sem greitt hafa félagsgjöld njóta réttinda sem félagsmenn í Bændasamtökum Íslands. Greiðsluseðlar fyrir félagsgjöldum eru sendir út í mars á hverju ári. Hægt er að gerast félagi í BÍ með því að skrá sig á vefsíðu samtakanna, bondi.is. /TB Breytingar á félagsgjöldum BÍ

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.