Bændablaðið - 28.03.2019, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 28.03.2019, Blaðsíða 6
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. mars 20196 Breytingar eru hluti af lífinu. Þær verða ýmist vegna einhvers sem við ákveðum sjálf að breyta eða einhverju sem breytist í umhverfi okkar og við höfum lítil áhrif á. Þær breytingar sem við ákveðum sjálf hafa eitthvert markmið – og við erum þá að stefna þangað. En hvert stefnir íslenskur landbúnaður? Öll viljum við framleiða góðar vörur á sem hagkvæmastan hátt og hafa af því sanngjarna afkomu. En hvað svo? Hver er framtíðarsýn okkar bænda varðandi landbúnaðinn sem við stundum? Hvernig mynduð þið, lesendur góðir, orða þá framtíðarsýn? Hugsið aðeins um það. Allur heimurinn er að tala um landbúnað. Allur heimurinn er að velta fyrir sér framtíðinni og fæðunni. Umræðan á Íslandi er hins vegar sett upp á svolítið öðrum forsendum eins og til dæmis orðræðan um innflutning á ófrystu kjöti sýnir. Er það svo að bændur deili þessari sýn? Nú er það alltaf svo að mál í umræðu dagsins geta stundum yfirskyggt stærri sýn á málið, en mig langar til að biðja ykkur að lyfta umræðunni aðeins yfir átakalínuna um innflutning á kjöti og horfa til lengri framtíðar. Framtíðarsýn Ég á mér skýra sýn um framtíð landbúnaðar á Íslandi og hvar hann verður staddur eftir einn til tvo áratugi. Við verðum nær sjálfbær og rekum öflug fjölskyldubú um allt land. Við framleiðum allt svínakjöt, kjúkling, egg, nautakjöt og lambakjöt sem neytt er í landinu. Grænmetisrækt er orðin meiri háttar atvinnugrein eftir að tekin var ákvörðun um að nýting orkuauðlindanna yrði frekar á sviði garðyrkju og ræktunar en stóriðju. Mjólkurframleiðslan er í blóma þar sem við gerum út á sérstöðu okkar og ferðaþjónustan treystir á að bændur byggi landið allt. Loðdýraræktin nær sér á strik, hrossaræktin ber hróður okkar um víða veröld og íslenska geitin hefur vart undan að framleiða mjólk í verðmæta geitaosta. Skógar landsins skapa bændum stöðugar tekjur og lífræn ræktun, sala beint frá býli og ýmis hlunnindanýting vex hratt. Sveitin er eftirsótt af ungu fólki sem skapar sér líf úti á landi því það er fullt af tækifærum bæði í hefðbundnum búskap, nýsköpun tengdri búskapnum eða annarri starfsemi. Innviðir sveitanna eru í góðu standi þar sem landið er orðið ljóstengt, þriggja fasa rafmagn komið á alla bæi og vegirnir hafa verið bættir og eru nú allir malbikaðir. Á Íslandi ríkir sátt um metnaðarfulla landbúnaðarstefnu. Bændur eru öflugir þátttakendur í að ná markmiðum Íslands í loftslagsmálum með uppgræðslu og skógrækt. Lögð er áhersla á að landbúnaðurinn sé eins vistvænn og hægt er. Þetta er mín framtíðarsýn, en saman verðum við íslenskir bændur að móta okkar. Við þurfum að velta fyrir okkur á breiðum grunni hvernig við viljum sjá þróunina í landbúnaðinum til frambúðar. Við eigum að setja okkur metnaðarfulla stefnu, þar sem bæði er tekið á því hvernig við viljum sjá landbúnaðinn þróast en ekki síður um þau skref sem við viljum taka til þess að framleiðslan sé í fullkominni sátt við umhverfið. Hvaða leiðir viljum við fara til að ná þessum markmiðum? Framtíðin er full af tækifærum Á næstu vikum hefst vinna Bændasamtaka Íslands við að rýna og móta betur stefnu íslenskra bænda. Að verkinu munu koma starfsmenn okkar og aðildarfélög. Þessi stefna á og þarf að verða lifandi plagg sem gefur glögga mynd af því hvert við viljum stefna. En til þess að þetta verði stefnan okkar þá viljum við fá sem flestar hugmyndir. Kæru bændur, skrifið niður ykkar sýn eða áherslur því nú köllum við eftir hugmyndum ykkar. Sendið á framtid@bondi.is ykkar sýn. Spennandi verður að heyra frá ykkur. Framtíðin er full af tækifærum og það er okkar val hvernig við nýtum þau tækifæri! Ég hlakka til hennar. Bændablaðið kemur út 24 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum á landinu og á öll lögbýli landsins. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu. Árgangurinn kostar þá kr. 10.900 með vsk. (innheimt í tvennu lagi). Ársáskrift fyrir eldri borgara kostar 5.450 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294–2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − SKOÐUN Íslenskur landbúnaður hefur tekið algjörum stakkaskiptum á síðustu 100 til 200 árum samhliða umbyltingu þjóðfélagsins. Í dag er íslenska þjóðin orðin ein sú ríkasta í heimi með full yfirráð yfir eigin auðlindum í sjó og á landi. Þar eru samt alvarlegar blikur á lofti hvað varðar mismunun í samkeppnisstöðu og ásælni erlendra ríkja í íslenska orku og aðrar auðlindir. Á ársfundi Bændasamtaka Íslands sem haldinn var þann 15. mars síðastliðinn voru flutt nokkur áhugaverð erindi um möguleika sem felast í íslenskum landbúnaði. Þar má nefna lífræna framleiðslu af öllu tagi sem er hér nánast óplægður akur, en er ört vaxandi í okkar nágrannaríkjum. Örn Karlsson, bóndi á Sandhóli í Meðallandi, sagði þar m.a. frá þeim góða árangri sem honum og hans fólki hefur tekist að ná við ræktun á höfrum og framleiðslu á alíslensku haframjöli. Benti hann einnig á þá mismunun sem íslenskum bændum er gert að búa við í kornrækt gagnvart kollegum á hinum Norðurlöndunum varðandi framfylgni við evrópskar aðbúnaðarreglugerðir. Þeir sem gerst þekkja til í þessum efnum segja þó að grunnreglurnar samkvæmt EES samningnum séu þær sömu. Hins vegar er framkvæmd eftirlits og eftirfylgni með framkvæmd reglugerða oft með gjörólíkum hætti. Eins og hvað varðar notkun alls konar hjálparefna í landbúnaði sem hér á landi eru lítið eða ekkert brúkuð. Í skýrslu Evrópusambandsins sem birt var 2017 um sjálfbæra notkun hjálparefna á borð við skordýraeitur og gróðureyðingarefni, kom í ljós að innan ESB-landanna er á þessu mikill misbrestur. Flest ESB-landanna hafa ekki fylgt eftir innleiðingu á reglugerðum um þessi mál og sum þeirra hafa ekki einu sinni markað sér stefnu á þeim vettvangi. Það á m.a. við um notkun á eiturefninu glyfosat sem rannsóknarstofnanir hafa staðfest að getur verið hættulegt mönnum. Í ræktun búfjár hafa kjötframleiðslu- greinar í Evrópu líka komist upp með að nota margháttuð sýklalyf sem vaxtarhvetjandi efni til að framleiða ódýrara kjöt. Það hefur leitt til vaxandi útbreiðslu á sýklalyfjaónæmum bakteríum sem er farið að skaða heilbrigðiskerfið og valda stórfelldu manntjóni. Slíkt er með öllu óheimilt á Íslandi og er ekki stundað. Það er reyndar líka sagt ólöglegt í ESB-ríkjunum, en hefur ekki verið fylgt eftir. Vegna þessa hafa íslenskir bændur því alls ekki staðið jafnfætis erlendum kollegum sínum við framleiðslu á nautakjöti, alifuglakjöti og svínakjöti. Stöðugt eru gerðar kröfur um aukið heilnæmi kjötafurða og annarrar matvöru. Slíkum kröfum ber að fagna. Það er því dapurlegt þegar hart er gengið fram í því að fullkomið frelsi verði gefið til að flytja inn hrátt kjöt frá erlendum bændum sem sniðganga allar reglur sem íslenskum bændum er gert að fara eftir. Hvernig er hægt að ætlast til að íslenskir bændur keppi við slíkan sóðaskap á jafnréttisgrunni? Enn skal höggvið í sama knérunn íslenskra bænda. Nú er það ásælni í okkar orkulindir sem er undir með innleiðingu á orkupakka 3 frá Evrópusambandinu. Samband garðyrjubænda hefur varað mjög sterklega við þeim áformum. Það myndi leiða til verulegra hækkana á orkuverði fyrir almenning og framleiðslufyrirtæki á Íslandi, þ.m.t. í garðyrkju. Slíkt myndi rýra lífskjör almennings og draga mjög úr samkeppnishæfni innlendrar framleiðslu. Mörg garðyrkjufyrirtæki legðu mögulega niður starfsemi auk ótalinna áhrifa á aðrar innlendar framleiðslugreinar. Svo ekki sé talað um aukið kolefnisspor vegna aukningar á matvælainnflutningi. – Er þetta virkilega það sem Íslendingar vilja? /HKr. Hvert ætlum við að stefna? Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 − Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is – Blaðamenn: Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is – Auglýsingastjóri: Guðrún Hulda Pálsdóttir ghp@bondi.is – Sími: 563 0303 – Netfang auglýsinga: augl@bondi.is − Vefur blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun: Anna Kristín Ólafsdóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621 ÍSLAND ER LAND ÞITT Guðrún S. Tryggvadóttir formaður Bændasamtaka Íslands gst@bondi.is Innri-Fagridalur á Skarðsströnd við innanverðan Breiðafjörð. Geitadalur til vinstri, en beint fram undan er Fagridalur. Hæst gnæfir Skeggöxl í 813 metra hæð. Mynd / HKr. Samkeppnismisvægi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.