Bændablaðið - 28.03.2019, Síða 16

Bændablaðið - 28.03.2019, Síða 16
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. mars 201916 Hrognkelsið er sérkennilegur fiskur, bæði í útliti og lífsháttum. Hængurinn, þ.e. rauðmaginn, hefur óvenjulegu hlutverki að gegna miðað við kynbræður sína meðal annarra fisktegunda. Margt er á huldu um lífshætti hrognkelsa. Þau koma upp að ströndum landsins um hrygningar­ tímann en utan hans rekast fiskiskip stundum á þau miðsævis langt úti á hafi. Hrygning fer fram hér við land á grýttum og þanggrónum botni á mjög litlu dýpi. Hún hefst venjulega í febrúar/mars víðast hvar en stendur alveg fram í ágúst í Breiðafirði. Rauðmaginn kemur á undan kellu sinni, grásleppunni, upp að landinu og er sagður velja stað til hrygningar. Hann er aðeins minni en grásleppan og hefur fagurrauðan blett á maganum eins og segir í vísunni: Fagur fiskur í sjó, brettist upp á halanum með rauða kúlu á maganum. Grásleppan syndir sinn sjó að hrygningu lokinni en skilur rauðmagann eftir til að gæta frjóvgaðra eggjanna þar til þau klekjast út. Hann hlúir vel að þeim og ver þau fyrir óvinum. Klakið tekur yfirleitt um 2 til 3 vikur. Leitun er að hængum annarra fisktegunda sem gæta hrogna af slíkri kostgæfni en þó er það ekki óþekkt. Hængur steinbítsins sýnir þó slíka umhyggju og ekki síðri fyrir væntanlegum afkomendum. Tvö stjórnkerfi Fátítt er og nánast óþekkt meðal fiska að bæði kynin hafi sitt sérstaka nafn eins og tíðkast með hrognkelsin. Þau eru einnig sérstök að því leyti að tvö stjórnkerfi ríkja um veiðar þeirra eftir kyni og er aflatölum kynjanna haldið aðgreindum í skráningu Fiskistofu. Nýting hrognkelsanna miðast nær eingöngu að veiðum á grásleppu vegna hrognanna sem eru mjög verðmæt sem kunnugt er. Rauðmaginn er einnig veiddur sérstaklega en í mjög litlum mæli og þá eingöngu fyrir innanlandsneyslu. Þess má geta að frá áramótum og fram til 20. mars hafa veiðst 8,5 tonn af rauðmaga. Á síðasta ári veiddust hins vegar um 4.500 tonn af grásleppu. Merkar athuganir Erlendur Bogason, kafari á Akureyri, hefur um árabil rannsakað lífríkið í sjónum hér við land, einkum í Eyjafirði, og skráð sögu og lífsferil ýmissa tegunda í máli og myndum. Fyrir nokkrum árum gerði hann merkar athuganir á hrognkelsum, einkum á rauðmögum, við Arnarnesstrýturnar, sem eru neðansjávarstrýtur í Eyjafirði. Fjallað var um málið í Fiskifréttum á sínum tíma en vert er að rifja það upp hér. Erlendur gjörþekkir sjávarlífið við strýturnar. Hann rekur köfunarþjónustu fyrir ferðamenn og fer með hópa niður að strýtunum. Suðræn stemning Virkar hverastrýtur fundust fyrst neðansjávar í Eyjafirði árið 1997 í vísindaleiðangri. Erlendur Bogason kafaði niður á þær sama ár og fann einnig nokkrar strýtur til viðbótar sem ekki var áður vitað um. Hann hefur fylgst með strýtunum árlega síðan. Heitur sjór streymir upp strýturnar og segja má að þar ríki suðræn stemning í sjávargróðri og dýralífi. Sumarið 2005 tók Erlendur eftir því að grásleppa hafði hrygnt við strýturnar í ágústmánuði sem er að sjálfsögðu nokkuð utan hefðbundins hrygningartíma hennar norðan lands. Allar götur síðan hafa hrognkelsi hrygnt á miðju sumri við strýturnar og eitt árið skráði Erlendur sérstaklega í máli og myndum hegðun eins rauðmaga sem hann fylgdist vel með í nokkra mánuði. Það vakti athygli hans að þessi tiltekni rauðmagi naut sérstakra vinsælda hins kynsins og má segja að hann hafi ekki verið við eina fjölina felldur. Þjónaði sex grásleppum Sumarið sem hér um ræðir kafaði Erlendur niður á Arnarnesstrýtuna í júnímánuði og þá sá hann rauðmaga gæta hrogna. Rauðmaginn var lengi vel einn á svæðinu og um miðjan júlí höfðu hrognin sem hann gætti klakist út. Um það leyti komu fleiri rauðmagar á fleiri strýtur þar sem aðrar grásleppur höfðu hrygnt. Næst kafaði Erlendur 22. júlí og þá sá hann að rauðmaginn sem hann hafði fylgst með sérstaklega og þekkti aftur hafði hitt aðra grásleppu og frjóvgað hrogn hennar og gætti þeirra á sama stað og áður. Næsta köfun var 8. ágúst og þá sást að hrognin sem rauðmaginn gætti frá grásleppu númer tvö voru rétt að klekjast út. Fleira markvert kom í ljós. Þriðja grásleppan hrygndi á sama svæði og rauðmaginn lét sér ekki muna um að gæta hrogna hennar. Auk þess voru hrogn frá þremur grásleppum á strýtu nokkrum metrum frá og rauðmaginn sinnti þeim líka. Þessi vinsæli rauðmagi, sem Erlendur fylgdist með þetta sumarið, hafði því þjónað sex grásleppum. Hann var upptekinn við þetta hlutverk frá júní og langt fram í september. Nýta sér hitann „Það sem mér finnst merkilegt við þetta er að engin grásleppa hrygnir í strýtunum á hefðbundnum hrygningartíma í maí. Ég verð var við að hún hrygnir alls staðar annars staðar í Eyjafirði á þeim tíma. Hrygningin á strýtunum byrjar oftast í júlí og stendur fram í ágúst og hrognin eru að klekjast út allt fram í september. Greinlegt er að hrognkelsin nýta sér hitann í strýtunum,“ sagði Erlendur Bogason er rætt var við hann í Fiskifréttum á sínum tíma um þessar merku athuganir hans. Þess má geta til viðbótar að á síðasta ári myndaði Erlendur þegar hrogkelsaseiði komu úr eggjum. Var þar um að ræða þrjá eggjaklasa sem gætt var af tveimur rauðmögum. Garðálfar verða algengari sjón með hverju árinu þar sem þeir skjóta upp kollinum inni á milli burknanna, í trjábeðinu, á milli sumarblómanna og á steinhleðslunni. Garðeigendur eru ófeimnir við að skreyta garðinn með alls kyns fígúrum, gervifuglum, plastblómum og síðast en ekki síst garðálfum, sem eru fáanlegir í margs konar útgáfum. Erlendis er það sem við köllum garðálfa í daglegu máli flokkað sem dvergar, enda fyrirbærið mun líkara klunnalegum dvergum en fínlegum álfum. Lítið er um dverga í íslenskri þjóðtrú og því eðlilegt að álfaheitið sé okkur tamt í munni. Tilfinning fólks til garðálfa er tvískipt, annaðhvort elskar fólk þá eða hatar. Sumum finnst þeir lífga upp á garðinn og þykir vinalegt að sjá þá á milli blómanna, en öðrum þykja þeir argasta smekkleysi, ódýr alþýðumenning og „kitsch“ í sinni verstu mynd. Í Evrópu hafa álfar þekkst í görðum í rúmar þrjár aldir og er uppruni þeirra rakinn til upphafs 18. aldar þegar þýskir og tékkneskir bændur settu litlar styttur af álfum út á akrana til að örva vöxt. Vinsældir garðálfa hafa verið mismiklar á ólíkum tímum og þeim hefur stundum verið ýtt út í horn þegar tískustraumar hafa verið þeim óhliðhollir. Úrval garðálfa hefur þó aldrei verið meira en nú og seljast þeir eins og heitar lummur. Um aldamótin 2000 var borgin Ústí nad Labem í Tékklandi opinberlega gerð að borg garðálfanna, enda borgin fræg fyrir framleiðslu á afar haglega smíðuðum garðálfum. Garðálfar geta vakið skrítnar kenndir hjá fólki og til eru hópar sem hafa það að markmiði að frelsa álfana úr görðum og koma þeim út í náttúruna. Í Devonskíri í Englandi er rekið munaðarleysingjahæli fyrir garðálfa sem hefur verið stolið úr görðum og yfirgefnir á víðavangi. Áður fyrr voru álfarnir brenndir úr leir og handmálaðir og eru margir þeirra orðnir safngripir. Núna eru flestir garðálfar steyptir úr plasti eða trefjum og eiga að þola hvaða veður sem er án þess að missa lit. Framboðið af garðálfum er ótrúlegt og hægt er að fá þá í mörgum stærðum og gerðum, til dæmis álfa sem klifra í trjám, liggja í leti, keyra um á mótorhjóli, álfa sem sitja í stólum, standa með veiðistöng, raka gras, moka snjó og fljúga. Virðulegur fyrrverandi grunnskólaskólastjóri utan af landi færði mér meira að segja að gjöf garðálf sem líkist flassara með fráhnepptan frakkann. Úrvalið er ótakmarkað. Veljið álfunum fallegan stað inni á milli blóma og trjáa í garðinum eða á sumarhúsalóðinni. Verið óhrædd við að tala við álfana. Sýnið þeim trúnað, þeir segja engum frá. Ef gefa á álfunum nafn er gott að hafa Snorra­Eddu við höndina, en það má líka notast við símaskrána. Leitið til heimilislæknisins ef þið farið að halda að garðálfarnir séu lifandi. Takið álfana inn ef farið er burt í langan tíma. Þeim gæti leiðst einveran og geta farið á flakk. Látið þá fá nokkra matlauka til að passa á meðan, þeir elska að hugsa um laukana og tala við þá og gleyma um leið einverunni. /VH STEKKUR NYTJAR HAFSINS Fagur fiskur í sjó Kjartan Stefánsson kjartanst@simnet.is Steinbíturinn er heldur ófrýnilegur á svipinn að sumra dómi og verður kannski seint sagt að hann sé fagur fiskur í sjó. Hængur steinbíts á þó eitt sameiginlegt með rauðmaganum eins og áður er getið að hann annast hrognin eða eggin þar til þau klekjast út. Steinbíturinn hrygnir hér við land á haustin og snemma vetrar. Aðalhrygningarstöðvarnar eru undan Vesturlandi og Vestfjörðum en hann hrygnir einnig víðar við landið, meðal annars í Eyjafirði. Erlendur Bogason hefur tekið skemmtilegar ljósmyndir af steinbítnum í köfunarferðum sínum. Erlendur hefur fylgst með þegar hængur steinbítsins finnur holur á sjávarbotni og laðar síðan til sín hrygnu. Eftir að hrygning og frjóvgun hefur farið fram eru hrognin mótuð í kúlu eða kökk sem festur er við botninn. Hængurinn gætir hrognanna í nokkra mánuði þar til eggin klekjast út. Hann hringar sig utan um hrognakúluna, hreyfir sig ekki frá henni og borðar ekkert á þessum tíma. Steinbíturinn við Arnarnesstrýturnar í Eyjafirði hrygnir um mánaðamótin ágúst/september og hængurinn annast eggin fram í miðjan febrúar, að sögn Erlendar. Það fer þó eftir hitastigi sjávar hve lengi hann þarf að gæta þeirra og hvenær þau klekjast út. Verndar eggin mánuðum saman Steinbítshængur hringar sig utan um egg í holu sinni. Myndin er tekin í nóvember og þá var hængurinn búinn að gæta eggjanna í um tvo mánuði. Mynd / Erlendur Bogason Hrognkelsi haga sér óvenjulega við neðansjávarstrýturnar í Eyjafirði. Erlendur Bogason kafari hefur fylgst með atferli rauðmaga sem gætir hrogna þar frá fleiri en einni grásleppu. Mynd / Erlendur Bogason Rauðmagi hugar að hrognum á neðansjávarstrýtu. Mynd / Erlendur Bogason Innrás andskotans garðálfanna

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.