Bændablaðið - 28.03.2019, Page 22

Bændablaðið - 28.03.2019, Page 22
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. mars 201922 TÆKNI&VÍSINDI Hyundai leggur aukna áherslu á vetnisknúin efnarafal: Nýr Nexo vetnis-sportjeppi kemst 600 km á einni fyllingu – Skilar engri kolefnismengun og aðeins vatni við efnahvörf á vetni Meðan flestir bílafram leið endur virðast leggja höfuð áherslu á að bjóða upp á rafbíla með endur­ hlaðanlegum lithiumion rafhlöðum sem valkost við bensín­ og dísilbíla, þá leggur Hyundai nú aukna áherslu á vetnisknúna rafbíla. Hefur þýski bíla framleiðandinn Audi einnig tekið upp samvinnu við Hyundai um vetnisbíla væðinguna. Nýr vetnisknúinn Hyundai Nexo sportjeppi er sagður komast 611 km eða 380 mílur á einni 6,3 kg samanþjappaðri vetnishleðslu. Í raun er um rafbíl að ræða sem fær raforkuna frá efnarafal í stað þess að nota rafgeyma. Við það vinnst tvennt. Annars vegar þarf ekki að bíða í langan tíma eftir að bíllinn hlaði inn á sig rafmagni því það er framleitt með vetni sem er fljótlegt að dæla á tanka bílsins. Þá er auðveldara að útbúa bílinn til langrar keyrslu en rafmagnsbíl sem þarf stærri og mun þyngri rafhlöður til að komast langt. Bíll sem drykkjufélagi Engin mengun fylgir bruna á vetni, því það breytist einfaldlega í vatn eins og það sem vetnið var upphaflega unnið úr. Einn dyggur lesandi B æ n d a b l a ð s i n s sagðist binda miklar vonir við þróun vetnisbílanna og hlakkaði til að geta nýtt sér slík farartæki í framtíðinni. Þá gæti hann loks eignast bíl sem hann gæti drukkið með. Ekki sakaði að auðvelt væri að framleiða vetni hvar sem er, með afgangsraforku, vindmyllum, jarðgufu eða vatnsfallsorku. Mikil drægni Til að geyma vetnið í Nexo jeppanum eru þrír tankar. Drægni hans er rúmlega 600 km sem er mun meiri en forvera hans Hyundai Tucson sem hefur m.a. verið á markaði í Suður-Kaliforníu. Þá er drægnin líka aðeins meiri en á Honda Clarity vetnisbílnum sem kemst 366 mílur, eða um 589 km á hleðslunni, og Toyota Mirai, sem kemst 312 mílur, eða 502 km á einni tankfyllingu. Tesla hefur heldur ekki tekist að slá Nexo út, en Tesla Model S 100D vetnisbíllinn kemst „ekki nema“ 335 mílur, eða 539 km á tankhleðslunni. Betri nýting á eldsneyti Hyundai hefur tekist að ná talsvert betri nýtingu með nýjum efnarafal sem umbreytir vetninu í raforku. Hefur nýtingarstuðullinn á vetnisorkunni hækkað úr 55% í 60% sem samt vart er þó hægt að hrópa húrra fyrir. Hyundai hefur unnið að smíði vetnisorkukerfis síðan 1998, en fyrsta prufugerðin af slíkum bíl kom á götuna í Tucson bíl árið 2000. Nýja útgáfan af efnarafalnum er mun öflugri en fyrirrennarinn, auk þess að vera minni, léttari og með betri orkunýtni. Þá getur hann unnið á mun víðara hitasviði sem talið er gefa honum betri endingu. Þá er hægt að kaldstarta nýja vetnisbílnum í frosti allt niður í -22 gráðum, en kuldi hefur einmitt verið einn helsti Akkilesarhæll vetnisbíla en samt ekki eins mikill og rafhlöðuknúinna rafbíla. Snerpan þolanleg Efnarafallinn gefur 100 kílówött en vetnisbíllinn er þó ekki eins snarpur og hreinn rafbíll eins og Kona sportjeppinn sem kemst þó ekki „nema“ 415 km á einni raffyllingu. Þannig er Nexo vetnisjeppinn 9,2 sekúndur að komast úr 0 í 60 mílna hraða (96,6 km) á meðan Hyundai Kona rafbíllinn er 7,6 sekúndur að ná sama hraða. /HKr. Geislar sólarinnar virkjaðir til eldunar Bandaríski frumkvöðullinn Patrick Sherwin á og rekur fyrirtækið GoSun í kringum vörur sem hann hefur hannað og þróað sem nota eingöngu geisla frá sólu til ýmist að kæla niður matvæli nú og eða elda á sérstöku sólargrilli. Patrick, sem er sérfræðingur í sólarorku, byrjaði vöruþróun í bílskúrnum heima hjá sér því hann hafði það markmið að hanna vörur þar sem fólk gæti eldað matinn sinn á umhverfisvænan hátt. Fyrirtækið óx hratt og í dag hefur Patrick meðal annars fengið til liðs við sig unga hönnuði, verkfræðinga og hugmyndasmiði sem trúa á hugmyndafræði hans. Patrick segir að í dag eldi um þrír milljarðar manna með óhreinum orkugjöfum eins og eldivið, mykju eða kolum og afleiðingar af því sé hátt hlutfall af öndunarfærasjúkdómum hjá fólki. Þar að auki leiði skortur til dæmis á eldivið oft til þess að fjölskyldur í sumum heimshlutum þurfa að eyða mörgum klukkustundum í að verða sér úti um og flytja hann á sínar heimaslóðir í vistkerfum sem séu nú þegar í hættu. Þurfi þessir sömu íbúar hins vegar að kaupa eldiviðinn þá er það ansi hátt hlutfall af heildarinnkomu fjölskyldunnar. Margir kostir sólargrillsins „Ég var búinn að eiga í basli með að taka í sundur vatnshitaratæki sem hitað er af sólinni þegar ég uppgötvaði að sennilega gæti ég upphitað hádegismatinn minn með vakúmrörinu sem lá við hliðina á mér. Þegar maturinn kom heitur og grillaður út úr rörinu þá varð það opinberun fyrir mér,“ segir Patrick, sem hafði í mörg ár unnið í þróunarlöndum við að aðstoða fólk að fá orku til sín á sem ódýrastan og einfaldastan hátt. Einnig starfaði hann sem sjálfboðaliði til að koma í veg fyrir orkufátækt á Haítí og í Suður-Ameríku. Hugmynd Patricks er að með sólargrillinu geti fólk eldað matinn sinn án nokkurs jarðefnaeldsneytis, kola eða eldiviðar og að enginn skað legur reykur myndist við eldun með sólargrillinu en Alþjóða heil- brigðis málastofnunin áætlar að um 4 milljónir manna deyi á hverju ári vegna öndunarfærasjúkdóma sem eru afleiðing af eldun með föstu eldsneyti. Sé grillið notað daglega getur það sparað um tvö tonn af losun gróðurhúsalofttegunda á ári hverju á hverja fjölskyldu. /ehg Bandaríski frumkvöðullinn Patrick Sherwin, sem á og rekur fyrirtækið GoSun, ferðaðist um Bandaríkin í 40 daga í mars þar sem hann neytti eingöngu matar sem eldaður var með sólargeislum. Á hverjum degi elda um 40 prósent jarðarbúa við opinn eld og ganga þar með á skóga heimsins en með GoSun-grillinu þarf einungis geisla sólar til að elda matinn. Spegill beinir sólarljósinu að sívalningi sem hitar matinn sem í honum er. Hyundai bindur miklar vonir við nýja Nexo-vetnissport- jeppann. Mynd / HyundaiÓMISSANDI Í SAUÐBURÐINN LAMBBOOST OG FLORYBOOST eru fæðubótarefni sem verka styrkjandi og efla ónæmiskerfi unglamba. 100% náttúrulegar vörur sem löngu hafa sannað sig. Auðvelt í notkun, þarf ekki að blanda og kemur með íslenskum leiðbeiningum. Nánari upplýsingar hjá dýralæknum og umboðsaðila www.dyraheilsa.is Lambboost er fæðubótarefni sem er auðugt af broddmjólk og næringarefnum og er sérstaklega hannað með þarfir lítilla og léttra lamba í huga. Heilbrigð þarmaflóra – Mjólkursýrugerlar Eflir ónæmiskerfið – Broddur Örvandi – Jurtakraftur (kóla, gúarana) Eykur líkamlegan styrk – Flókin samsetning vítamína og járns Eykur orku – Nauðsynlegar fitusýrur, glúkósi, þríglyseríðar LAMBBOOST FLORYBOOST Floryboost stuðlar að jafnvægi þarmaflórunnar og saltbúskap líkamans þegar meltingartruflanir gera vart við sig. Verndar þarmana – Viðarkol og leir sem draga í sig eiturefni Kemur jafnvægi á saltbúskap líkamans – Natríumklóríð, magnesíumklóríð, kalíumklóríð og fosföt Eykur orku – Dextrósi Styrkir erta slímhúð – Nauðsynlegar olíur unnar m.a. úr rósmaríni, cajeput, timótei og thymol

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.