Bændablaðið - 28.03.2019, Blaðsíða 29
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. mars 2019 29
Lely Center Ísland
Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is
Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600
HAUGHRÆRUR
- Vörubílar
- Rútur
- Vinnuvélar
Vantar þig veggi?
Stilltu þeim upp eftir eigin höfði
með vegghleðslusteinum
Hafðu samband!
Sölumenn okkar aðstoða með ánægju
í síma 412 5050 eða á sala@bmvalla.is
bmvalla.is
80/
160
cm
8
0
c
m
80cm
Fáanlegur í
tveim stærðum
Vegghleðslusteinar frá BM Vallá eru sterkir og
stöðugir og bjóða upp á ölbreytta notkun.
Þeir eru fljótlegir í uppsetningu, hægt er að
raða þeim upp að vild og þú losnar við
uppslátt og steypu.
Steinarnir henta vel einir og sér, eða með öðrum
byggingarefnum, til dæmis í skjólveggi, skilrúm
ýmiskonar eða geymslu fyrir vélar, hey, jarðveg
og margt fleira.
KY
NN
INGARVER
Ð
25.000KR. STK.Ó
H
ÁÐ STÆR
Ð
vinsælasta prjónagarnið sé ódýrast
í verslunum.
Gríðarlegu magni
hliðarafurða hent
Hulda segir að í nóvember
síðastliðnum hafi Icelandic lamb
veitt þeim viðurkenningu fyrir
framúrskarandi verkefni á sviði
ullarvinnslu og handverks,
en mánuði síðar hafi sú deild
innan Icelandic lamb verið lögð
niður – sem væri slæmt fyrir
þessa grein. Hulda sagði að
hliðarafurðir geti vel skilað sínu
inn í sauðfjárbúskapinn og nefndi
starfsemina í kringum Uppspuna
sem dæmi um það – hún ætti að
geta veitt innblástur til betri verka.
Icelandic lamb hafi skilað öflugu
starfi til að efla kjötsölu í landinu;
kynningarstarf til útlendinga
hafi skilað heilmiklu og neysla
innanlands hafi staðið í stað. Það
væri góður árangur samanborið við
útlönd, þar sem kindakjötsneysla
hafi víðast hvar dregist saman.
Icelandic lamb hafi líka skilað
góðu starfi varðandi handverk og
ull og þess vegna harmi hún að sá
hluti verkefnisins hafi verið lagður
niður. Á þeim tímum þar sem allt
snýst um umhverfisvernd og það
að minnka sóun, sé hér á Íslandi
stunduð kjötframleiðsla þar sem
gríðarlegu magni hliðarafurða
sé sóað. Markaðir fyrir innmat
og gærur hafi þrengst og lokast
með þeim afleiðingum að beinum,
gærum og innmat sé hent. Það
sé heilmikil þyngd í þessu sem
þarf að fara með á haugana
með tilheyrandi kostnaði fyrir
afurðastöðvarnar sem legðist síðan
ofan á sláturkostnað bænda.
Milliliðalaus viðskipti
framleiðenda og neytenda
Oddný Anna Björnsdóttir, verktaki
hjá Matarauði Íslands, var síðust
á mælendaskrá ráðstefnunnar
og kynnti fyrirbærið REKO sem
rekið er í gegnum Facebook-síður.
REKO er sænsk skammstöfun
og stendur fyrir sjálfbæra og
heiðarlega viðskiptahætti en
hugmyndafræðin er finnsk og
er notuð á Norðurlöndunum,
Ítalíu og í Suður-Afríku.
Bændur, heimavinnsluaðilar
og smáframleiðendur tengjast
neytendum og veitingamönnum í
gegnum tilteknar Facebook-síður,
sem eru flokkaðar svæðisbundið.
Í aðalatriðum virkar REKO
þannig, samkvæmt Oddnýju,
að framleiðendur stofna hóp á
Facebook og bjóða neytendum
og veitingamönnum í hópinn.
Stjórnendur hvers hóps búa til
viðburð fyrir hverja afhendingu á
vörum og þeir framleiðendur sem
vilja taka þátt í þeim viðburði setja
inn færslu í viðburðinn þar sem
þeir tiltaka hvaða vörur þeir hafi
að bjóða og hvað þær kosti. Síðan
bjóða þeir á viðburðinn og honum
er deilt á milli fólks til auglýsa
hann upp.
Kaupendur panta svo með
því að skrifa athugasemdir
undir viðeigandi færslu inni í
viðburðinum. Framleiðendurnir
senda þeim sem panta hjá þeim
greiðsluupplýsingar og hvað
pöntunin kostar og kaupendur
greiða rafrænt fyrir pöntunina fyrir
afhendinguna.
Á afhendingardeginum mæta
framleiðendur með vörurnar á
afhendingarstaðinn á tilgreindum
tíma og afhenda kaupendum.
REKO-hópar eru nú reknir
í tengslum við sjö landsvæði;
Reykjavík/höfuðborgarsvæðið,
Vesturland, sunnanverða Vestfirði,
norðanverða Vestfirði, Norðurland,
Austurland og Suðurland og
hafa afhendingar átt sér stað í
öllum þessum hópum nema á
norðanverðum Vestfjörðum.
Hagkvæm og skilvirk viðskipti
Að sögn Oddnýjar eru markmið
REKO að gera viðskipti með matvæli
úr héraði, sem ekki eru í almennri
dreifingu í matvöruverslunum,
hagkvæm og skilvirk – og efla
nærsamfélagsneyslu. Markmiðin
eru einnig að gera matarhandverki
og heimavinnslu hærra undir höfði,
stuðla að aukinni nýsköpun á
sviði matvæla um land allt, auka
framlegð í gegnum milliliðalaus
viðskipti, draga úr matarsóun með
leiðum til að selja útlitsgallaðar
vörur, gefa neytendum tækifæri
til að þekkja sinn bónda og
sinn mat og styrkja tengslanet
bænda, heimavinnsluaðila og
smáframleiðenda. /smh
Ráðstefnugestir á Hótel Örk. Myndir / HKr.
Oddný Anna Björnsdóttir, útskýrði
fyrirbærið REKO.