Bændablaðið - 28.03.2019, Blaðsíða 32
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. mars 201932
MATVÆLI&MARKAÐSMÁL
Áhugi á pottaplöntum hefur
aukist mikið undanfarin misseri
eftir að hafa verið í lægð í nokkur
ár. Pottaplöntuframleiðendur
hér á landi fagna þessum aukna
áhuga enda galdur í græna
litnum.
Skömmu fyrir síðustu áramót
tóku íslenskir pottaplöntu
framleiðendur, kennarar og
nemendur Garðyrkju skólans og
Bændablaðið saman höndum
við að kynna pottaplöntur.
Niðurstaðan varð sú að nemendur
við Garðyrkjuskólann myndu
skrifa greinar um einstakar
pottaplöntur undir handleiðslu
kennara og greinarnar birtar
í Bændablaðinu. Afurðir
samstarfsins hafa birst á síðum
Bændablaðsins frá áramótum og
munu, ef allt verður eftir áætlun,
gera það að minnsta kosti út árið.
Átak í kynningu pottaplantna
Birgir S. Birgisson, garðyrkjubóndi
og pottaplöntuframleiðandi,
segir aðdraganda kynningar
átaksins hafa verið að potta
plöntuframleiðendur og Samband
garðyrkjubænda hafi fundað til
að velta fyrir sér hvað mætti
gera til að kynna íslenska
pottaplöntuframleiðslu betur.
„Í þeirri umræðu kom upp
sú hugmynd að vera með
pottaplöntu mánaðarins. Seinna
hitti ég Guðríði Helgadóttur hjá
Garðyrkjuskólanum og nefndi
hugmyndina við hana. Hún lagði
til að skólinn kæmi að verkefninu
á þann hátt að nemendur við
garðyrkjuframleiðslu undir stjórn
Ingólfs Guðnasonar skrifuðu
greinar um pottaplöntur sem
hluta af sínu námi. Katrín María
Andrésdóttir, framkvæmdastjóri
Sambands garðyrkjubænda, lagði
svo hugmyndina fyrir ritstjórn
Bændablaðsins og þar var vel
tekið undir að birta greinarnar.
Að mínu mati hafa nemendur
skólans staðið sig afskaplega vel
við skrifin og kynningarnar mjög
góðar og fólk tekur eftir þeim.
Greinarnar segja meðal annars
frá uppruna plantnanna, hvernig
á að hugsa um þær og ýmsum
sérkennum hverrar tegundar fyrir
sig og af hverju það er gott að hafa
pottaplöntur í kringum sig.“
Birgir segist auðvitað vona
að aukin þekking og áhugi á
pottaplöntum eigi eftir að auka
söluna á íslensku plöntunum
og um leið lyfta undir íslenska
garðyrkju. „Innflutningur á
pottaplöntum hefur aukist
gríðarlega undanfarið með
auknum áhuga fólks á ræktun.
Þessi áhugi sést ekki síst á fjölda
meðlima á Facebooksíðum eins
og Ræktaðu garðinn þinn og
Stofublóm inniblóm en þeir skipta
tugum þúsunda.“
Í dag eru þrír garðyrkjubændur á
Íslandi sem eingöngu eða aðallega
rækta pottaplöntur. Birgir segir að
áður fyrr hafi þeir verið mun fleiri.
„Eins og gefur að skilja eigum
við fullt í fangi með að keppa í
verði við innfluttar pottaplöntur.
Garðyrkjustöðvarnar í Evrópu
sem framleiða pottaplöntur eru
margar hverjar gríðarlega stórar
fabrikur sem framleiða plöntur
fyrir Evrópumarkað og geta því
boðið mjög lágt verð.
Til að halda verðinu niðri hef
ég stundum keypt hálfstálpaðar
pottaplöntur að utan til áfram
framleiðslu og merki því mína
framleiðslu ekki með fánaröndinni
en erfitt er að segja hvenær
pottaplöntur teljast íslenskar eða
ekki.“
Með puttann á
pottaplöntupúlsinum
Guðríður Helgadóttir, forstöðu
maður Garðyrkjuskólans að
Reykjum, segir að nemendur á
garðyrkjuframleiðslubrautum við
Landbúnaðarháskóla Íslands hafa
það sem af er árinu skrifað greinar
um pottaplöntur í Bændablaðið.
„Hugmyndin kom frá Birgi
í Bröttuhlíð og Sambandi
garðyrkjubænda og tók skólinn
strax vel í að vera með í þessu
samstarfsverkefni, sem stefnt er
á að standi til ársloka 2019. Við
lítum á það sem gullið tækifæri
fyrir nemendur að fá að spreyta
sig á greinaskrifum um ræktun
ákveðinna pottaplantna og
umhirðu þeirra í Bændablaðið.
Af sjónarhóli skólans hefur
svona samstarf margþættan
ávinning, nemendur fá tækifæri
til að koma sér aðeins á framfæri í
faginu, þurfa að kynna sér vel þær
plöntur sem þeir skrifa um og til
viðbótar metur skólinn þetta sem
verkefnavinnu í viðeigandi áfanga.
Ferillinn er þannig að nemandi
velur sér tegund til umfjöllunar
af lista sem garðyrkjubændur
hafa lagt fram og skrifar um
hana. Þegar greinin er tilbúin
fara kennarar skólans yfir skrifin
og lagfæra aðeins, ef þörf krefur.
Reyndar má alveg ljóstra því upp
að slíkar lagfæringar eru í algjöru
lágmarki hingað til, nemendur
okkar eru svo sannarlega með
puttann á pottaplöntupúlsinum.
Ekki spillir svo að fá að vera með
greinar í mest lesna blaði landsins.
Við verðum líka vör við jákvæð
viðbrögð við þessum greinum og
það hvetur aftur nemendur okkar
til enn frekari dáða.“ /VH
GARÐYRKJUSKÓLI LBHÍ REYKJUM
Átak í kynningu á pottaplöntum:
Það er galdur í
græna litnum
Birgir S. Birgisson garðyrkjubóndi.
Guðríður Helgadóttir, forstöðu
maður Garðyrkjuskólans að
Reykjum. Mynd / smh
Vöktun Matvælastofnunar
á sýklalyfjaónæmi í kjöti og
dýrum árið 2018 sýnir að
sýklalyfjaónæmi er til staðar í
íslensku búfé og að horfa þurfi
til fleiri þátta en innflutnings til
að sporna við frekari útbreiðslu.
Ónæmi fyrir sýklalyfjum í
íslensku búfé er minna en í
flestum Evrópulöndum, ónæmi
í íslenskum lömbum og innfluttu
svínakjöti vakti athygli.
Ekki fundust ónæmar
Staphylococcus aureus eða
MÓSAbakteríur við skimunina
í svínastofnum hér á landi en sú
baktería hefur breiðst út meðal
búfénaðar í Evrópu og víðar, einkum
í svínarækt. Aftur á móti vekur
athygli að í innfluttu svínakjöti
á markaði reyndust tveir stofnar
ónæmir og báðir fjölónæmir. Kjötið
var frá Spáni og því hafði fylgt
salmonelluvottorð við innflutning.
Vöktun á tæplega 900
bakteríustofnum
Á heimasíðu Matvælastofnunar
segir að vöktunin hafi náð til tæplega
900 bakteríustofna úr sýnatökum,
framleiðenda og heilbrigðiseftirlits
sveitarfélaga.
Sýni voru tekin úr svínum,
alifuglum og lömbum og innlendu
og erlendu svína og alifuglakjöti,
bæði á markaði og í afurðastöðvum.
Vöktuninni var skipt í tvennt,
skimun á sýklalyfjaónæmi í búfé og
búfjárafurðum og prófun á ónæmi í
sjúkdómsvaldandi örverum í búfé
og búfjárafurðum.
Skimun á sýklalyfjaónæmi
Til að meta umfang sýkla
lyfjaónæmis var skimað fyrir E. coli
bendibakteríur til að meta algengi
ónæmis í viðkomandi dýrategund
og ESBL/AmpC myndandi E. coli
bakteríur sem bera gen sem hafa
þann eiginleika að mynda ónæmi
gegn mikilvægum sýklalyfjum og
eru líklegri til að vera fjölónæmar.
E. coli bendibakteríur eru
útbreiddar í þörmum manna og
dýra og gefa vísbendingu um
ástand þarmaflórunnar. Fjórðungur
E. coli bendibaktería úr þörmum
kjúklinga sem voru prófaðar
fyrir sýklalyfjaónæmi reyndist
ónæmur fyrir einum eða fleiri
sýklalyfjaflokkum. Þetta er svipað
hlutfall og hefur greinst í alifuglum
og svínum hér á landi 2016 og
2017 og með því lægsta sem
greinst hefur í Evrópu undanfarin
ár. Ekki voru tekin sýni úr öðrum
búfjártegundum til greiningar á E.
coli bendibakteríum 2018.
ESBL/AmpC myndandi E. coli
bakteríur geta yfirfært ónæmisgen
og eiginleika þess í aðrar bakteríur,
þ.m.t. sjúkdómsvaldandi bakteríur,
og þannig náð mikilli útbreiðslu. Í
þessu samhengi skiptir miklu hvort
gen þessi eru litningaborin eða
plasmíðborin, en þau síðarnefndu
geta auðveldlega dreift ónæmi til
annarra baktería.
Sýni úr lömbum
Að þessu sinni voru í fyrsta sinn
tekin sýni úr íslenskum lömbum til
skimunar. ESBL/AmpC myndandi
E. coli greindist í þörmum um 4%
lamba. Það er álíka og í þörmum
íslenskra alifugla og svína
undanfarin ár.
Í skýrslu Mast segir að hvernig
ónæmar bakteríur bárust í lömbin
eða hvort ónæmið myndaðist í
lömbunum sé ekki vitað og ekki
heldur hvort um aukningu sé að
ræða. Líkt og í öðru búfé, eru íslensk
lömb ekki laus við bakteríur sem eru
ónæmar fyrir sýklalyfjum eða sem
geta þróað slíkt ónæmi og dreift í
aðrar bakteríur.
Hlutfallið á Íslandi í alifuglum
og svínum er svipað og á Norður
löndunum en er þó lægra en í öðrum
Evrópulöndum.
Ónæmi í örverum
Til að meta umfang sýklalyfjaónæmis
í sjúkdóms valdandi örverum eru
jákvæðar greiningar á salmonellu,
kampýlóbakter og Staphylococcus
aureus í búfé og búfjárafurðum úr
opinberu eftirliti og innra eftirliti
fyrirtækja sendar til prófunar á
sýklalyfjaónæmi.
Salmonellustofnar sem greindust
í alifuglarækt 2018 reyndust allir
næmir fyrir öllum sýklalyfjum. Hins
vegar reyndust tveir stofnar sem
greindust í svínarækt vera ónæmir,
þar af annar fjölónæmur.
Í svínakjöti á markaði reyndust
tveir stofnar ónæmir og báðir
fjölónæmir. Kjötið var frá Spáni og
því hafði fylgt salmonelluvottorð við
innflutning. Kjötið var innkallað.
Einn kampýlóbakterstofn í
alifuglarækt reyndist ónæmur og
aðeins fyrir einum sýklalyfjaflokki.
Skimað var fyrir MÓSA
(methicillin ónæmir Staphylococcus
aureus) í svínarækt hér á landi
2014/2015 og aftur 2018. Í hvorugri
skimuninni fannst MÓSA, en sú
baktería hefur breiðst út meðal
búfénaðar í Evrópu og víðar,
einkum í svínarækt. Fagnaðarefni
er að MÓSA hefur enn ekki greinst
í íslenskri svínarækt.
Í skýrslu Mast segir að
sýklalyfjaónæmi sé ein helsta ógn
við heilbrigði manna og dýra í dag.
Með aukinni áherslu stjórnvalda
á þennan málaflokk hefur
Matvælastofnun fengið fjárheimildir
til vöktunar sýklalyfjaónæmis í
matvælum og dýrum. Sýnatökur
hafa því aukist og munu einnig
gera það á þessu ári og ná meðal
annars til grænmetis. Niðurstöður
mælinga á sýklalyfjaónæmi í sýnum
sem tekin voru úr gæludýrum 2018
verða kynntar fljótlega.
Í bígerð er að halda málþing í
haust um sýklalyfjaónæmi á Íslandi
á vegum Matvælastofnunar og
samstarfsstofnana. /VH
Vöktun MAST á sýklalyfjaónæmi í kjöti og dýrum 2018:
Sýklalyfjaónæmi til staðar
í íslensku búfé
Sigurjón Bragi Geirsson
er Kokkur ársins 2019
Úrslitakeppnin Kokkur ársins
2019 var haldin í Hörpu
laugardaginn 23. mars. Sigurjón
Bragi Geirsson frá Garra bar
sigur úr býtum og fær þátttökurétt
fyrir Íslands hönd í keppninni
Matreiðslumaður Norðurlanda
sem haldin verður á næsta ári.
Athygli vakti að þrjár konur
voru í tíu manna hópi sem keppti
um þátttökurétt í fimm manna
úrslitahópi og komust þær allar
áfram. Það telst met í þessari keppni.
Haft er eftir Birni Braga
Bragasyni, forseta Klúbbs
matreiðslumeistara, að það sé mikið
fagnaðarefni að sjá aukningu skráðra
kvenna í keppninni.
„Það er okkur
metnaðarmál að
ná hlutfalli þeirra
til jafns við karla.
Ylfa Helgadóttir var
meðal annars þjálfari
Kokka landsliðsins
í Lúxemborg þar
sem liðið vann til
gullverðlauna sem ég
held að sé okkur góð
hvatning. Stéttin hefur
verið mjög karllæg og
öll skref í átt að meira jafnvægi eru
góð skref í átt að tryggja öfluga og
fjölbreytta stétt fagfólks.“
Í öðru sæti varð Rúnar Pierre
Heriveaux, frá Grillinu Hótel
Sögu, og í því þriðja Kolbrún Hólm
Þorleifsdóttir frá Deplar Farm.
Hinir tveir þátttakendurnir í
úrslitahópnum voru þær Iðunn
Sigurðardóttir, frá Íslenska
matarkjallaranum, og Snædís Xyza
Mae Jónsdóttir Ocampo frá Hótel
Sögu, Mími Restaurant. /smh
Kokkur ársins 2019 er Sigurjón Bragi Geirsson frá Garra. Myndir / Kokkur ársins
Iðunn, Snædís, Kolbrún, Sigurjón og Rúnar.