Bændablaðið - 28.03.2019, Qupperneq 33

Bændablaðið - 28.03.2019, Qupperneq 33
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. mars 2019 33 Swaansbeton hefur í meira en hálfa öld verið leiðandi fyrirtæki í þróun, hönnun og framleiðslu gólfa í gripahús. Gólfin frá Swaansbeton eru framleidd í nútíma legum verksmiðjum í Heeze og Weert í Hollandi undir ströngu gæðaeftirliti og í samræmi við reglugerðir. Hönnun gólfanna tekur mið af miklu burðarþoli, stömu en slitsterku yfirborði og auðveldri losun mykju og hlands. Hafðu samband: bondi@byko.is byko.is GÓLF Í GRIPAHÚS 50 ÁRA REYNSLA NAUTGRIPIR, SVÍN OG SAUÐFÉ Landgræðslan óskar eftir að ráða héraðsfulltrúa með aðalstarfssvæði á Norðurlandi vestra. Starfsstöð er á héraðssetri Landgræðslunnar á Sauðárkróki. Héraðsfulltrúinn vinnur að jarðvegs- og gróðurvernd og uppbyggingu vistkerfa m.a. með því að stuðla að sjálfbærri nýtingu þeirra. Starfsmaðurinn þarf að vera tilbúinn til að taka þátt í þróun starfsins og breytingum sem kunna að verða á starfinu og vinnustaðnum. Landgræðslan er þekkingar- og þjónustustofnun. Markmið hennar eru verndun gróðurs og jarðvegs og bætt landgæði. Stofnunin starfar samkvæmt lögum um landgræðslu nr. 155/2018. Starfs- og ábyrgðarsvið • Öflun og skráning upplýsinga, ráðgjöf og eftirlit með verkefnum í Bændur græða landið, Landbótasjóði Landgræðslunnar og öðrum landgræðsluverkefnum • Áætlanagerð og umsjón landgræðsluverkefna á starfssvæðinu • Vinna við verkefni um endurheimt votlendis • Vöktun á ástandi gróðurs og jarðvegs og fylgjast með að lögum um landgræðslu sé framfylgt • Aðstoð við gerð beitar- og uppgræðsluáætlana fyrir einstakar bújarðir og stærri svæði • Skráning landgræðsluaðgerða og eftirlit með árangri þeirra • Fræðsla og ráðgjöf til sveitarstjórna, landnotenda, skóla og almennings Menntun og hæfni • Krafist er BSc-prófs í náttúruvísindum, t.d. landnýtingu, beitarfræðum eða umhverfisfræðum • Almenn þekking eða reynsla af landbúnaði og gott landlæsi er kostur • Skipulagshæfni, sjálfstæði, sveigjanleiki og góð samstarfshæfni • Góð kunnátta í notkun tölvu og upplýsingatækni • Gott vald á íslensku, talaðri og ritaðri • Þekking og reynsla af landgræðslustarfi er kostur • Þekking og reynsla af notkun landupplýsingakerfa er kostur Um er að ræða 100% stöðu. Megin starfssvæðið er Norðurland vestra og starfinu geta fylgt talsverð ferðalög. Starfið hentar bæði konum og körlum. Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf 1. júní. Laun eru skv. kjarasamningi ríkisins og Félags íslenskra náttúrufræðinga (FÍN). Nánari upplýsingar um starfið veita, Árni Bragason landgræðslustjóri arni.bragason@land.is, Gústav M. Ásbjörnsson sviðsstjóri gustav@land.is, Bjarni Maronsson héraðsfulltrúi bjarni@land.is og Sigurbjörg B. Ólafsdóttir starfsmannastjóri sigurbjorg@ land.is. Umsókn skal fylla út rafrænt á vef Starfatorgs eða vef Landgræðslunnar, land.is. Ferilskrá og afrit af prófskírteini skal fylgja. Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir. Umsóknarfrestur er til og með 3. apríl 2019. Starfsmaður á héraðssetrið á Sauðárkróki Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Næsta blað kemur út 11. apríl - - - - - - - - - - - - - - - - Grásleppa! Grásleppa! Kaupum grásleppu Hafið samband í síma 866-7970 fyrir frekari upplýsingar. Sverrir Björnsson ehf Siglufirði - - - - - - - - - - - - - - - - - -

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.