Bændablaðið - 28.03.2019, Qupperneq 36

Bændablaðið - 28.03.2019, Qupperneq 36
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. mars 201936 Ætiþistlar og grænmetið sem úr þeim er unnið, þistilhjörtu, eru upprunnir frá löndunum við Miðjarðarhaf. Æti hluti blómsins, sem flokkast sem grænmeti, er í raun óþroskað blóm og blómbotn sem kallast hjarta og nýtt áður en plantan blómgast. Samkvæmt reiknikúnstum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna var heimsframleiðsla á þistilhjörtum árið 2016 tæp 1,5 milljón tonn. Ítalía er stærsti framleiðandinn með tæplega 366 þúsund tonna ársframleiðslu. Egyptaland er í öðru sæti með framleiðslu á um 236 þúsund tonnum og Spánn í því þriðja með tæp 185 þúsund tonn. Þar á eftir er Perú með rúm 108 þúsund tonn og Argentína með rétt rúma 107 tonna ársframleiðslu. Í kjölfarið fylgja svo Alsír, Kína, Marokkó, Bandaríki Norður-Ameríku, Frakkland, Tyrkland og Túnis með ársframleiðslu sem er frá rúmum 97 þúsund tonnum og niður í um 26 þúsund tonn. Ítalir eru sú þjóð sem sagt er að borði mest af þistilhjörtum en neysla hjartanna hefur verið að aukast um allan heim undanfarna áratugi. Samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofu Íslands voru flutt inn rétt tæp 72 tonn af ferskum ætiþistlum árið 2018. Mestur er innflutningurinn frá Hollandi, rúm 53 tonn, og næstmestur frá Bretlandseyjum, 6,6 tonn, og síðan Frakklandi, 6,4 tonn. Þessar tölur segja samt ekkert um uppruna ætiþistlanna þar sem þeir eru hvorki ræktaðir í Hollandi né Danmörku og ræktun þeirra er takmörkuð í Frakklandi. Ekki fundust tölur um innflutningsmagn á niðursoðnum ætiþistlum né ætiþistlum í olíu. Ættkvíslin Cynara og tegundin cardunculus Tegundir innan ættkvíslarinnar Cynara eru ellefu. Þær eru allar fjölærar og líkjast þistlum, Cirsium sp., í útliti en tilheyra annarri ættkvísl plantna sem á íslensku hafa verið kallaðir ætiþistlar. Ættkvíslin Cynara er upprunninn í löndunum í kringum og við botn Miðjarðarhafsins, norðanverðri Afríku og á Kanaríeyjum. Sú tegund sem við þekkjum sem ætiþistil er ræktunarafbrigði sem ekki þekkist í náttúrunni og kallast á latínu C. cardunculus og stundum er bætt aftan við heitið var. scolymus til að tengja plöntuna við villta forfeður sína. Óþroskuð blóm plöntunnar, blómbotninn og efsti hluti stöngulsins eru hin einu sönnu þistilhjörtu. Ætiþistlar eru stórar og fyrirferðarmiklar plöntur með marggreinda forðarót og ná allt að tveggja metra hæð en eru yfirleitt um 1, 5 metrar að hæð. Blöðin gagnstæð, stór og gróskumikil, milli 50 og 90 sentímetrar að lengd og 8 til 30 að breidd, silfurgræn og með djúpum flipum. Blómin mörg saman og mynda þétta körfu sem er 8 til 15 sentímetrar að þvermáli, litablá á löngum og breiðum og hærðum stöngli. Blómhlífin samsett úr mörgum þykkum, oddhvössum og þríhyrningslaga reifablöðum. Æti hluti blómsins, sem flokkast sem grænmeti, er í raun óþroskað blóm og blómbotn sem kallast hjarta og nýtt áður en plantan blómgast. Eftir blómgun trénar blómbotninn hratt og verður óætur. Líkt og með aðrar plöntur sem lengi hafa verið í ræktun er til fjöldi ólíkra afbrigða og yrkja af ætiþistlum sem eru mismunandi að stærð, lit og bragði. Af þeim 140 yrkjum sem til eru á skrá eru um 40 þeirra talsvert mikið í ræktun. Ólíkum yrkjum er annaðhvort fjölgað með skiptingu eða fræjum. Af yrkjum sem gefa af sér stór græn þistilhjörtu og fjölgað er með skiptingu má nefna 'Vert de Laon', 'Camus de Bretagne' og 'Castel' sem koma frá Frakklandi og 'Green Globe', sem er mest ræktaður í Bandaríkjum Norður-Ameríku og Suður-Afríku. Yrkin 'Verde Palermo' frá Ítalíu, 'Blanca de Tudela' frá Spáni, 'Argentina' og 'Española' koma frá Síle, 'Blanc d'Oran' Alsíe en 'Sakiz', 'Bayrampasha' frá Tyrklandi eru öll miðlungsstór og græn. Frá Ítalíu koma líka stór og purpuralitu afbrigðin 'Romanesco' og 'C3'. Purpurarauð og miðlungsstór þistilhjörtu er 'Violet de Provence' frá Frakklandi, 'Brindisino', 'Catanese', 'Niscemese' sem mest eru ræktuð á HELSTU NYTJAJURTIR HEIMSINS Ætiþistlar og þistilhjörtu Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofu Íslands voru flutt inn rétt tæp 72 tonn af ferskum ætiþistlum árið 2018. Ætiþistill sem búið er að fjarlægja hjartað úr. Marilyn Monroe var kosinn þistilhjartadrottning Kaliforníuríkis árið 1949 og var það í fyrsta sinn sem sú merka fegurðarsamkeppni fór fram.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.