Bændablaðið - 28.03.2019, Page 44

Bændablaðið - 28.03.2019, Page 44
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. mars 201944 LESENDABÁS Ríkisstjórnarflokkarnir VERÐA AÐ SVARA! Komin er upp sérkennileg staða á Íslandi varðandi framtíðarskipu­ lag orkubúskaparins. Af hálfu rík is stjórnar landsins stendur til að keyra í gegnum Alþingi nokkuð sem kallast orkupakki þrjú en hann er þriðja varðan á leið Evrópusambandsins til markaðsvæðingar orku auðlind­ arinnar. Orkupakki eitt var lögleiddur á Íslandi 2003 og orkupakki tvö árið 2007, í bæði skiptin gegn mótmælum og það sem meira er, síðar kom fram eftirsjá hjá ýmsum þeirra sem knúðu þetta í gegn, enda alltaf að koma betur og betur í ljós hvert þetta raunverulega leiðir: Orkan á leið í hendur fjárfesta á markaði. Varða fjögur hefur þegar verið hlaðin og á sá pakki eftir að koma inn á borð löggjafans fyrr en síðar ef þetta ferðalag verður ekki stöðvað. Í fjórða pakka er gert ráð fyrir að ekki verði lengur horft til þjóðríkisins heldur landafræðinnar, óháð ríkjaskipan, þegar hin nýja miðstýrða orkustofnun deilir niður áhrifasvæðum sínum. Ekkert annað en markaðsvæðing orkunnar Þegar hér verður komið sögu mun endanlega vera búið að klippa á naflastrenginn á milli markaðar og lýðræðis. Þegar eru menn komnir vel áleiðis í að sarga í þann streng sem kunnugt er, eins og iðnaðarráðherra áréttaði á aðalfundi Landsvirkjunar nýlega þegar hún sagði að orkupakkarnir væru að sjálfsögðu „ekkert annað en makaðspakkar og sá þriðji er það líka“. Það sem hér er átt við er það stefnumarkmið Evrópusambandsins frá því um miðjan tíunda áratuginn að gera orku að markaðsvöru sem heyrði undir samkeppnislög og þar sem lýðræðislegt inngrip væri ekki heimilað. Dæmi um þetta gæti verið niðurgreidd orka til innlendrar garðyrkju, sem þá yrði túlkað sem markaðsmismunun og brot á samkeppnislögum. Og hættið að tala um samfélag! Þórdís Kolbrún Gylfadóttir iðn­ að ar ráðherra gekk reyndar lengra í framangreindri ræðu sinni hjá Landsvirkjun. Hún notaði tækifærið til að tala niður til áhugamannahóps sem kennir sig við „Orkuna okkar“. Kvaðst hún túlka þá nafngift svo að hópurinn liti á orkuna sem sameign þjóðarinnar „af sama meiði og fiskinn í sjónum“. Það væri mikill misskilningur því að „vatnsafl og jarðvarmi og nýtingarréttur af þeirri auðlind“ heyrði undir einkaeignarrétt og væri því ekki í sameign þjóðarinnar. Þetta er vissulega rétt eins langt og það nær en jafnframt er þetta framtíðarsýn sem ríkisstjórnin verður að gera sér grein fyrir að er ekki í samræmi við almennan vilja í landinu. Sú krafa hefur ítrekað komið fram, meðal annars frá öðrum baráttuhópi, Seljum ekki Ísland, að íslensk lagaumgjörð verði bætt og löguð til að tryggja þjóðareign á orkunni til frambúðar. Annars verður framtíðarsýn ráðherrans vissulega að veruleika. Er þá komið að tilefni þessarar greinar En til hvers er ríkisstjórnin að innleiða þessa orkupakka? Hún hlýtur að verða að gera okkur grein fyrir því hver ávinningur okkar er af því að undirgangast þessa „markaðspakka“ sem ráðherra kallar réttilega svo. Athygli vekur að fram til þessa hafa meintir sigrar ríkisstjórnarinnar í þessu markaðs­ pakkamáli verið fólgnir í því að forða okkur – að hennar sögn – frá ýmsu því versta sem fylgt gætu þriðja pakkanum. Í því skyni hafi verið settir fyrirvarar og slegnir varnaglar. Það gerðu Norðmenn líka af sama tilefni en uppgötvuðu síðar að fyrirvararnir og varnaglarnir voru til lítils nýtir, fyrst og fremst til að sýnast, til að þykjast, rétt á meðan verið var að kaupa frið um málið. Ráðherrar Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og VG svari Sú sönnunarbyrði hlýtur að hvíla á ríkisstjórninni að sannfæra okkur um að þessi vegferð sé okkur yfirleitt til góðs. – Hvað segja ráðherrar Sjálfstæðis flokksins um það? – Hvað segja ráðherrar Framsóknar flokksins um það? – Hvað segja ráðherrar Vinstri­ hreyfingarinnar græns framboðs um það? Það dugar ekki að segja að tekist hafi að forða okkur frá allra verstu fylgikvillum pakkans, þið verðið að hugsa stærra fyrir okkar hönd. Sönnunarbyrðin hvílir á ykkur Hvers vegna eruð þið að þessu yfirhöfuð? Þessu verðið þið að svara! Spurningu minni beini ég til ráðherra ríkisstjórnarinnar og alþingismanna. Það er ekkert í EES­samningnum sem knýr ykkur til að gera þetta, ekkert! Þetta er því algjörlega á ykkar ábyrgð. Þess vegna verðið þið að sýna fram á að ákvarðanir ykkar séu til framfara og til góðs. Það er lágmarkskrafa að þið sýnið okkur fram á þetta með rökum! Það er of ódýrt að segja okkur að þetta hefði getað orðið enn verra! Ögmundur Jónasson Ögmundur Jónasson. Skaparans iðja, list og leikur, lætur undrin ske. Af fræjum smáum uxu eikur, yfrin skógartré. Hver stofn með greinum stendur keikur, storma og kulda hlé. Og hver sú gjörð er skógar skreyta skapar lífi mátt. Slíku má ei bylta og breyta á bervangstómið grátt. Enn er skógum lands að leita, líta í sólarátt. Auðkenni Inga Tryggvasonar var afburðafærnin hrein að samhæfa þætti vits og vonar og viðhorfin sönn og ein. Þótt ævinnar störf væru ýmiss konar ein var hans forláta grein. Ingvar Gíslason Minni Inga Tryggvasonar skógarbónda 1921–2018 HROSS&HESTAMENNSKA Sveinn Steinarsson, for­ maður Félags hrossa bænda og Þor valdur Krist jáns son hrossaræktar ráðu nautur fóru í funda ferð um landið nú nýverið en alls voru haldnir átta fundir; þrír á Norðurlandi, í Borgarnesi, Reykjavík, Höfn í Horna­ firði og Egilsstöðum en síðasti fundurinn var haldinn á Hellu. Á fundunum var farið yfir það helsta í málefnum hrossaræktar og hrossabúskapar. Fundirnir voru sérlega mikilvægir þar sem kynnt voru drög að nýjum ræktunarmarkmiðum, dómskala og vægisstuðlum eiginleika í kynbótadómum. Hugmyndir að breytingum voru kynntar núna og mun þetta ár nýtast til að betrumbæta tillögurnar, taka við góðum tillögum að breytingum og er stefnan að geta unnið eftir nýjum dómskala og breyttri framkvæmd dóma vorið 2020. Góð fundarsókn var á flestum fundunum og umræður góðar og verðmætar. Fagráð mun nú í framhaldinu funda og fjalla um þær umræður sem urðu á fundunum, en þær munu klárlega nýtast þeirri vinnu sem fram undan er við gerð endanlegra tillagna að ræktunarmarkmiðum, dómskala og vægistuðlum eiginleikanna. Einnig var farið yfir málefni Félags hrossabænda á fundunum en félagið er að vinna að mörgum hagsmunamálum hrossabænda og er sviðið vítt sem er undir. Má þar helst nefna markaðsmál en félagið hefur unnið ötullega að framgangi Horses of Iceland verkefnisins sem er að kynna og móta ímynd íslenska hestsins um heim allan. Þá hillir undir lokakafla sumarexems verkefnisins en næsta skref í því verðmæta verkefni er að flytja bólusett hross út á svæði í Evrópu sem hafa háa tíðni sumarexems og kanna hvort bóluefni sem hefur verið í þróun og skilar afar efnilegum niðurstöðum virki við raunaðstæður. Hefur Félag hrossabænda ákveðið að útvega hross í þennan fasa verkefnisins og mun leita til sinna félagsmanna á næstunni með þetta í huga. Meira að því síðar. Það eru því mörg skemmtileg og verðmæt verkefni sem eru á döfinni og ekkert annað hægt en að halda ótrauð áfram á þeirri ævintýravegferð sem er ræktun íslenska hestsins. Þökkum öllum þeim sem komu á fundina, Sveinn Steinarsson og Þorvaldur Kristjánsson Félag hrossabænda: Umræður um málefni hrossaræktar og hrossabúskapar á átta fundum Frá fundi Félags hrossabænda á Hellu. Frá fundinum á Sauðárkróki. Sveinn Steinarsson. Þorvaldur Kristjánsson. Hellisheiði. Mynd / HKr.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.