Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1989, Síða 3

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1989, Síða 3
Við komum hvert öðru við í samskiptum manna á milli opnast okkur möguleikar, til að við getum notið okkar og öðlast lífsfyllingu. Þar birtumst við sjálf, sem persónur frammi fyrir hvert öðru. Við sýnum ákveðnar hliðar af okkur og yfirleitt vonumst við til að okkur takist þokkalega upp. í þeim tilgangi rcynum við oft að fela aðrar hliðar, sem við viljum ekki sýna á þeirri stundu. Stundum er fólk svo hrættvið að sýna sig, að það setur upp ákveðnagrímu, semþaðfelursig ábakvið. Sumireruþaðhræddir að þeir einangra sig. Óttinn við aðra og einangrunin getur verið það alvarleg, að það trufli verulega líf þeirra. Þegar fólk ræður ekki við tilfinningalegt álag, tölum við um geðrænt vandamál. Heimurinn er ekki svartur og hvítur, það sama gildir um okkur mannskepnumar. Allt litrófið nægir ekki til að lýsa manninum. Við emm tilfinn- ingaverur og öll verðum við ein- hvern tímann hrædd. Öll höf- um við okkar takmarkanir og enginn er það fullkominn að ráða við alla hluti. Þegar við skynjum og skilj- um að fólk er margbreytilegt, þá emm við fær um að setja okkur i spor annarra. í framhaldi af því tökum við afstöðu til þeirra sem verða á vegi okkar. Við höfum möguleika á að taka þá afstöðu að aðrir komi okkur við og að við getum lagt okkar að mörkum, öðmm til velfamaðar. (Palli var jú ekki einn í heiminum). Slík afstaða getur gefið okkur sjálfum lífsfyllingu. Að einangra sig frá öðrum, eða að vera í vöm gagnvart þeim, er í andstöðu við þá möguleika, sem opnast við gagnkvæm samskipti. An þess að um sé að ræðabeingeðrænvandamál, þá tíðkast það ansi oft að fólk gefur ekki kost á gagnkvæmum samskiptum. Oft er það vegna þess að þeim finnst það eiga nóg með sig og það hefur ekki orku til að gefa sig að öðrum. Með gengdarlausri vinnu og álagi er það stundum raunin. En j afnframt gerir sá hinn sami sér ekki grein fyrir að samskipti geta gefið t.d. heilmikla gleði. Maður er manns gaman. Þá komum við að þeirri hindrun sem við helst í hefð og vana, þarsemviðsetjumlífokk- ar í ákveðnar skorður og þær skorður veita okkur öryggi. Við Magnús Þorgrímsson vitumaðhverjuviðgöngum. Ert þú tilbúinn til að brjóta út frá þeim vana og horfa í kringum þig? Öryrkjabandalag íslands eru heildarsamtökfatlaðra. Við sem erum félagar í aðildarfé- lögum bandalagsins, komum hvert öðru við og getum gert heilmikið til að bæta hag hvers annars. Tilgangurinn með veru í heildarsamtökum er að vinna að sameiginlegum hagsmun- umogstyðjahvertannað. Éghef fundið vissar efasemdir um að hagsmunir okkar séu sameig- inlegir og þá sérstaklega gegn því að við eigum félagslega sam- leið. Það sem erverst við slíkar efasemdir er að þær koma sjaldnast fram á yfirborðið, þannig að hægt sé að ræða alvarlega um þær. Það hendir stundum fatlaða og aðstandendur þeirra, eins og marga aðra í þjóðfélaginu, að sýn þeirra í málefnum annarra, einskorðast við þröngan sjón- deildarhring. Við getum tekið sem dæmi foreldra fatlaðs barns, finna til samstöðu með þeim for- eldrum sem eiga barn sem er eins fatlað. Það getur verið ansi stórt skref, að finna til samstöðu með foreldrum bama sem eru „öðru- vísi fötluð". Sem betur fer tekst mörgum að stíga það skref, en oft þarf mjög ákveðið átak til að það sé gert af fullri sannfæringu. Það sama gildir um fatlaða sjálfa, það er oft mikill léttir og stuðningur að finna samstöðu meðþeimsemeru fatlaðir á sama hátt og viðkomandi. Með samstöðu finnum við að við eigum sem manneskjur meira sameiginlegt en það sem aðskilur okkur. Við getum deilt persónulegri lífsreynslu með öðrum. Við getum létt af hjarta okkar og notið gleði með öðrum. Allt þetta veitir okkur lífsfyll- ingu. Við finnum til samstöðu með þeim sem hafa gengið í gegnum svipaða hluti og við sjálf. Það skiptir miklu máli að afmarka þann hóp ekki um of. Við viljum berjast á móti for- dómum og niðurlægingu, sem margir hafa þurft og þurfa í dag að líða fyrir. Við viljum opna fötl- uðum allar leiðir í samfélaginu. Samhliða þeirri baráttu verðum við að vera vakandi gagnvart þeim fordómum sem við höfum gagnvart hvert öðru. Það er reyndar ekki nóg að viðurkenna fordómana. Forsenda sameig- inlegrarbaráttu er aðtakastávið þá og opna sameiginlega leið. Þannig verður styrkur samtaka okkar hverri hindrun yfir- sterkari. Öryrkjabandalagið og Landssamtökin Þroskahjálp vinna í samvinnu að félagslegri FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 3

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.