Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1989, Qupperneq 12

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1989, Qupperneq 12
Gísli Helgason forstöðumaður: Blindur er ekki bóklaus maður Til er málsháttur sem segir að „blindur sé bóklaus maður". Þessi málsháttur er sennilega kominn frá þeim tímum er blint fólk átti þess ekki kost að lesa bók. Þess vegna hafa þeir sem ekki höfðu aðgang að bókum verið hálfblindir að mati bóka- ormanna. Nú er það staðreynd aðblintfólkgeturlesiðnærri því hvaða prentaðabók sem er, hafi það viðeigandi hjálpartæki ásamt réttum hugbúnaði við hendina. Þettaerótrúlegtensatt og verður í þessari grein reynt að gera grein fyrir þeim helstu hjálpartækjum sem blindu og sjónskertu fólki standa til boða til lestrar og ritvinnslu. Þegar blindraletrið var fund- ið upp árið 1825 opnuðust blindu fólki áður óþekktar leiðir til bóklestrar. Blindraletrið er sett saman úr 6 punktum, en helsti ókosturinn við það er hversu fyrirferðarmikið það er. Menn reyndu að búa til bækur með venjulegum upphleyptum stöfum, en þær urðu ekki síður fyrirferðarmiklar og fólki reynd- ist erfiðara að finna lögun upp- hleyptra bókstafa, nema blindraletrið. Það er skiljanlegt vegna þess að blindraletrið er byggt upp á sex punktum, en lögun hinna ýmsu bókstafa er mismunandi og því eru slíkir upphleyptir stafir ærið sein- lesnir. Þrátt fyrir að blindra- letrið sé til, hafa vísindamenn unnið sleitulaust að rannsókn- um á hentugri leiðum fráþví fyrir stríð. Árangur hefur orðið hreint ótrúlegur, en samt er blindra- letrið ómissandi þáttur í þessum nýjutækjum. Gamli blindrakennarinn Gísli Helgason minn, Einar Halldórsson, hafði mikinn áhuga á slíkri tækni og fylgdist mjög vel með á því sviði. Hann sagði mér einhvern tíma frá tæki sem leit út eins og blý- antur eða penni. Þegar þvi var rennt eftir blaði sem skrifað var á, gaf það frá sér hljóðmerki, mismunandi mörg eftir því hvaða staf eða tákn var um að ræða. Þetta tæki sem mig minn- ir að kallað hafi verið optafón, var óþj ált í notkun vegna þess að menn þurftu að læra stafina upp á nýtt, eins og þeir sem áhuga hafa á morsi verða að læra allt morsstafrófið til þess að geta notað það. Þessi blýantur var ekki lengi í notkun, en hann mun hafa verið fundinn upp rétt fyrir beimsstyrjöldina fyrri. Næsta skrefið var svo að reyna að þróa tæki sem gæti birt upphleypta mynd af bókstöf- um. Slíkt tæki kom á mark- aðinn fyrir tæpum tveimur ára- tugum og hingað til landsins kom slíkt tæki árið 1973, en Lionsklúbburinn Freyr gaf Blindrafélagi íslands slíkt tæki. Þetta tæki kallast optacon. Það er á stærð við venjulegt lítið kassettutæki og er frekar létt í meðförum. Við þetta tæki er tengd sérstök linsa sem tekur mynd af bókstafnum og birtir hana upphleypta á litlum fleti sem vísifingri vinstri handar er stutt á. Örlitlir punktar hreyf- ast mjög hratt þegar myndin af stafnum birtist og kemur upphleypta myndin fram sem titringur í fingurinn. Það kostar mikla þjálfun að nota opta- coninn eða ritsjána og eru frem- ur fáir sem hafa náð leikni í notkun hans. Þó er leshraðinn ekki mikill, þeir sem eru mjög færir ná tæplega sjötíu orðum á mínútu. Optaconinn er algengt hjálpartæki á meðal sjón- skertra víða erlendis t.d. í Svi- þjóð, en þar fá flest allir sjón- skertir sem fara í endurhæf- ingu kennslu í meðferð opta- consins. Þettatæki hefurvaldið byltingu fyrir marga blinda og sjónskerta. Þannig hafa þeir getað kynnt sér og jafnvel lesið vélritaðan eða prentaðan bók- artexta. Hér á landi eru nokkrir aðilar sem hafa notað optacon sér tilhjálpar. Það var svo nokkru seinna sem menn fóru að þróa sérstök lessjónvarpstæki. Þau eru þannig úr garði gerð að bók eða blaði er stungið undir myndavél sem tengd er við sjónvarpsskjá. Vélin birtir mynd af textanum á sj ónvarpsskj ánum og hægt er að stækka venjulegan lestexta allt að sextán sinnum. Á þennan hátt hefur sjónskertu fólki reynst kleift að gjörnýta þá litlu sjón sem það hefur til lestrar. Augnlæknar og sérfræðingar í 12

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.