Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1989, Page 15

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1989, Page 15
Wilhelm Norðfjörð sálfræðingur hiá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins Fyrsta alþjóðlega ráðstefnan um stuðn- ing við fjölskyldur tengdar fötlun Dagana 14.-18. ágúst sl. sótti sá er þetta ritar ráðstefnu er bar ofanritað heiti. Ráðstefnan var haldin í Stokkhólmi. Á þessari ráð- stefnu voru haldin hátt í 100 er- indi af sérfræðingum, foreldr- um fatlaðra og systkinum. Hér var því um mikla fjölbreytni að ræða með °sameiginlegan út- gangspunkt í fjölskyldu hins fatlaða. Heiti nokkurra erinda gefa lesanda gleggri mynd af innihaldi ráðstefnunnar t.d. „Hvað er stuðningur við fjöl- skyldu?“, „Félagslegur stuðn- ingur við fötluð börn og fjöl- skyldur þeirra", „Stuðningur við fullorðið fólk, sem er þroska- heft og foreldra þeirra, sem komin eru á efri ár“, „Fjöl- skyldumeðferð í þjónustu við foreldrafatlaðrabama", „Líkan af sálfræðilegum stuðningi til foreldra", „Samvinna foreldra og sérfræðinga" og „Samfélags- leg hugmyndafræði og ábyrgð foreldra". Nokkuð mörg erindi voru um þjónustu fyrir fatlaða í hinum ýmsu löndum - m.a. frá for- eldrum ýmissa þjóðlanda um reynslu sína af uppeldi fatlaðra þar. Einnig um hinar ýmsu teg- undir fötlunar og hvernig stuðningur henti þeim best, einstaklingum sem foreldmm (sjónskertir, einhverfir, down syndrome o.s.frv.). Sömuleiðis erindi um fræðslu til foreldra fatlaðra bama og gullasöfnin vom líka á sínum stað. Undirritaður hefur undan- farin ár ásamt Hugo Þórissyni sálfræðingi verið með fræðslu- námskeið um samskipti for- eldraog barna. Þegarég byrjaði svo að starfa í þágu fatlaðra fór ég að starfa með góðu fólki í því að koma upp fræðslunám- skeiðum fýrir foreldra fatlaðra Wilhelm NorðQörð bama. Öryrkjabandafag íslands hefur stutt þessa þjónustu til foreldra fatlaðra bama ásamt Styrktarfélagi vangefinna, Þroskahjálp, Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra og Sjálfs- björg landssambandi fatlaðra. Á ráðstefnunni vom þessum efnum gerð góð skil. Vil ég þar nefna erindi um Frambu - heilsumiðstöð í Noregi, þar sem haldin hafa verið námskeið foreldra fatlaðra bama undan- farin 12 ár. Núna em haldin þar nokkurra daga námskeið fýrir yfir 30 mismunandi hópa. (For- eldra, er eiga böm með svipaða eða sömu fötlun) foreldra fatl- aðra bama og þeirra fjölskyld- ur. Meðan foreldrar sitja nám- skeiðið sér starfsfólk um börn þeirra. í Agrensta - heilsumiðstöð í Svíþjóð er unnið við spennandi og skemmtilega hluti fýrir for- eldra fatlaðra bama. Foreldri sem eignast hefur fatlað bam gefst kostur á að fara til eyjar- innar og t.d. fá fræðslu um hvemig hægt er að útbúa heim- ilið sæmilega gagnvart fötlun bamsins - hitta aðra foreldra, sem eiga í svipuðum vanda - fá viðtöl við sérfræðinga o.s.frv. Á sumrin er boðið þar upp á sumarbúðir. Hugmyndin er að bjóða líka nemendum, sem t.d. eiga við lestrar- og/eða skrift- arerfiðleika að stríða að dvelja þarna í sérstakri meðferðar- áætlun í tengslum við leik í náttúrulegu umhverfi. í lokin vil ég aðeins minnast á fýrirlestur um fræðslu fýrir foreldra fatlaðra barna, sem boðið er upp á í Stokkhólmi. Tveir starfsmenn sjá um að skipuleggja um 70 námskeið árlega, þar á meðal em nám- skeið fýrir foreldra sem em þroskaheftir, foreldra þroska- heftra og foreldra barna með líkamlegar fatlanir. Hvert nám- skeið er aðlagað að þörfum sér- hvers hóps t.d. námskeið fýrir foreldra er eíga einstaklfng á sambýli. Á sum námskeið kem- ur öll fjölskyldan með og á önn- ur kemur sá starfsmaður með sem mest vinnur með fatlaða barnið. Þar sem mitt áhugasvið kristallast í eftirfarandi spurn- ingu: Hvernig getum við boðið foreldrum, fj'ölskyldum fatlaðra barna leiðsögn í formi fræðslu- námskeiða, þannig að þeim nýtist hún, og auðveldi þeim að takast á við þann vanda, sem fýlgir því að eiga fatlað bam? bar val mitt á fýrirlestrum ráðstefnunnar þess merki. Það er einmitt kostur yfirgripsmik- illar ráðstefnu sem þessarar að allir hafi möguleika á að velja sitt áhugasvið, en um leið fýlgir sá galli að dýpri nálgun við- fangsefnanna verður að bíða sérhæfðari ráðstefnu eða nám- skeiðs. í heild tókst ráðstefnan mjög vel og ekki sakaði hvað mér fannst Stokkhólmur þægi- leg og notaleg borg. Wilhelm Norðflörð 15

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.