Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1989, Qupperneq 20

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1989, Qupperneq 20
Carl Brand fulltrúi Samstarfsnefndar um ferlimál fatlaðra: Ráðstefna í Helsinki og ályktanir hennar Dagana 18.-20. maí s.l. sat ég ráðstefnu í Helsinki í Finn- landi. Yfirskrift ráðstefnunnar var „Borgin og hinn fatlaði“. Samtök borga í Finnlandi „Helsinkiborg“ Samband fatlaðra íFinnlandi stóðu að þessari ráðstefnu. Við opnun ráðstefnunnar voru fluttar tvær ræður. Þær voru fluttar af Raimo Ilaskivi borgarstjóra og Heikki S. Von Hertzen aðstoðarborgarstjóra. Minnt var á að Sameinuðu þj óð- imar hefðu gert áratuginn frá 1983-1992 að „áratug fatl- aðra“. Reynt skyldi að breyta viðhorfi almennings til fatlaðra og bæta hag þeirra innan þjóð- félagsins. Bent var á að í dag væm um- ferðarslys og önnur áföll, svo sem veikindi, aðalorsakir fötl- unar. Samkvæmt lögum sem ný- lega vom samþykkt í Finnlandi, er skylt að veita fötluðum op- inbera þjónustu. Skipuð hefur verið nefnd, borginni til að- stoðar og eiga fatlaðir sína full- trúa í henni. Samkvæmt gildandi lögum um málefni fatlaðra, stendur þeim fjárstyrkur til boða, til endurbóta á íbúðarhúsnæði sínu. Mál er varða fatlaða og aldr- aða, hafa verið tekin inn í skipu- lag borganna. í Finnlandi em aldraðir 14,4% af þjóðinni. Umræður snemst síðan um sjö þætti sem hér verða gerð lausleg skil, en mismikil þó: 1. Borgin og lífsgæðin. Dr. John Doling frá Birmingham í Englandi sagði að vandamál fatlaðra væm áberandi mest í borgunum. Leysa verður þau á Carl Brand. félagslegan, hagfræðilegan og pólitískan hátt. Borgimar hafa völdin en oftast væm borgimar of litlar til að leysa stóm málin eða of stórar til að leysa litlu málin. Með bættum samgöngum og tölvuvæðingu hefðu borgir landsins og þar með þjóðir heimsins, orðið háðar alþjóða peninga- og markaðskerfum. Við það hafa þjóðimar minna vald á eigin málum og þar með minni stjóm á hagfræðilegum og pólitískum málum. Ræðu- maður nefndi fólksflóttann til borganna sem hófst upp úr 1945, og átti þar við allan hinn vestræna heim. Nú væri svo komið að í sumum löndum að- greina menn ekki borgir og sveitir heldur tala um bæi og borgir og þar verða vandamál framtíðarinnar leyst. Hvaða lífsgæða vilja menn njóta í framtíðinni? Meiri pen- inga, fleiri bíla, sjónvörp, betri heilsugæslu eða húsnæði. Benti ræðumaðurinn á að ekki væm öll lífsgæði efnisleg og að andleg vellíðan skipti einnig miklu máli. Einnig lagði hann mikla áherslu á að öllum væri þörf á að hafa atvinnu sem gæfi viðkomandi sjálfsvirðingu og tilgang í lífinu. Hlutverk borg- arinnar væri að stunda ráðgjöf og veita stuðning, frekar en að ákveða hvað sé gott fyrir al- menning og láta hann fjalla um hvað sé gott eða slæmt. Fyrirmyndarhandrið, upp og niður fyrir tröppur. 20

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.