Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1989, Side 24

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1989, Side 24
Orskotsstans í Alandinu MS-félagar heimsóttir John Benedikz læknir og Gyða J. Ólafsdóttir form. MS-félagsins. Anýju ári líta M.S. félagar til liðna ársins og „rifja upp og reyna að muna" eins og gengur, en ekki er síður litið fram á við og leitað fangs við þau verkefni, sem efst eru og verða á baugi. S.l. árvar afmælisár, sérstök athygli vakin á M.S. af ágætum sjálfboðaliðum, félagsleg átök voru gerð og fleira ánægjulegt gerðist, m.a. á fjárhagssviðinu, sem er heldur ótítt um þessar mundir mitt í öllu svartagalls- rausinu. Eins og jafnan, eru viðtökur þeirra í Álandinu með miklum höfðingsskap og eftir að hafa heilsað upp á þá, sem þar njóta dagvistar og hressingar á sál og líkama sest undirritaður niður inn á skrifstofu M.S.-félagsins þar sem þau Gyða J. Ólafsdóttir formaður félagsins og John Benedikz læknir heimilisins og hollvættur fara yfir fáeina þætti sem þau vilja mega koma á framfæri við okkur öll. Ég spyr fyrst hvað sé þeim minnisstæðast frá liðnu ári og hvað hafi hæst borið? Auðvitað sjálft afmælið - 20 árin - og allt það sem því tengd- ist. Við höfðum opið hús á afmælisdaginn og okkur heim- sóttu fjölmargir, bæði félagar og góðir gestir. Yfir öllu sveif hinn góði andi. Það var verulega ánægjuleg stund. Þá sáum við í fyrsta sinn um norrænt M.S.- þing hér á landi. Það sóttu 9 fulltrúar frá Norðurlöndunum og félagar héðan. Virkilega vel heppnað þing, þar sem fjallað var af hispursleysi og hrein- skilni um hagsmunamál M.S.- sjúklinga. Þá gerðumst við aðilar að stofnun Evrópu- samtaka M.S. Það gleðilega við þátttöku okkar þar er m.a. það, að ísland er þar fullgildur aðili, þó við séum ekki í EBE og EBE styrkir okkar fulltrúa fjárhags- lega til þátttöku í starfinu, svo við getum verið með. Okkur finnst það mikilvæg viðurkenn- ing á tilveru okkar. Nú afmælisritið var virkilega vel úr garði gert að okkar dómi og raunar einnig annarra. Þar er á einum stað samankomin mikil sérfræðileg þekking, auk þess sem viðhorfi og reynslu M.S.-sjúklinga eru gerð góð skil. Þá er skemmtunin á Hótel íslandi okkur ógleymanleg sak- ir þeirrar hfyju og velvildar er þar mætti okkur. Það voru hár- greiðslumeistarar og íslands- meistarar í dansi, sem stóðu fyrir þessari fjölbreyttu sam- komu. Gáfu allt, svo og þeir ágætu skemmtikraftar sem þar komu fram. Nú Hótel ísland fengum við endurgjaldslaust og öll vinna starfsfólks þar var gefin. Þetta var höfðinglegt af allra hálfu er nærri komu ogverður seint full- þakkað. Fréttir af þessari sam- komu urðu með öðru, til þess að mikill fróðleikur um M.S.-fé- lagið og sjúkdóminn komst bet- ur til skila til landsmanna en oftast áður. Hvað er að segja um fjármálin? Við erum ævinlega sjálf með nokkra fjáröflun, kökusölu, jólakort, seldir munir úr fönd- urvinnu þeirra, sem hér eru o.s.frv. Þetta gefur okkur nokk- uð. Við fáum margháttaðan stuðning frá fjölmörgum fé- lagasamtökum t.d. Oddfell- owreglunni, Vinahjálp, Lions- hreyfingunni, Rauða krossi ís- lands og svo koma einstakl- ingar oft og gefa gjafir - oft þær dýrmætustu í raun. Á sl. ári var stofnaður sjóður út frá höfðinglegri gjöf Áma Gestssonar, eins konar vís- inda- og fræðslusjóður. Fyrir er svo sjóður til að styrkja M.S.- sjúklinga til meðferðar og hressingar erlendis. Nú við fáum nokkum fastan styrk á fjárlögum. 1987 var þetta framlag fryst vegna ein- hverrar vangár en eftir mikið stapp og margar beiðnir höfum við nú um áramótin fengið þetta framlagmeð aukafjárveitingu og 24

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.