Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1989, Qupperneq 25

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1989, Qupperneq 25
Margrét Ólafsdóttir, ein startsstuika MS-félagsins stjórnar leikfimi. ber að þakka það. Þá fengum við á liðnu ári ágætan styrk frá Öryrkja- bandalagi íslands. Sá styrkur gerði útgáfu blaðsins okkar - afmælisritsins - mögulega og einnig fólst þar verulegur stuðningur við utanferð M.S.- félaga. Mikilvægi lottófjárins íyrir félögin í Ö.B.Í. er þvi hafið yfir allan efa í okkar huga. Hvernig gengur reksturinn hér? Megum við nokkuð segja frá því að dagvistin okkar gengur alltaf vel. Verða ekki allir að tapa nú til dags? Við erum sögð ein þriggja stofnana, sem rekin er hallalaus. En allt á sínar eðli- legu skýringar. Við reynum allt sem við getum til að reka þetta sem hagkvæmast. Hér er engin yfirbygging að við teljum. Hérer líka svo margt gefið m.a. inn í stofnbúnaðinn hér og minnkar það auðvitað viðhaldskostnað- inn. Og John bætir því við, að Gyða hafi öll einkenni hinnar hagsýnu húsmóður og heldur betur. Undir það tekur sá er þetta ritar og hefur af nokkur kynni. Hvað um tryggingamál M.S.- félaga og atvinnumál? Vandi M.S.-sjúklinga gagn- vart tryggingakerfinu er mikill, því heilsufar þeirra er svo sveiflukennt. Sjúklingur lítur eðlilega út og eins og full- hraustur, þó örstutt gönguferð geti haft þau áhrif, að allir kraft- ar þverri og þreytan í alvarleg- ustu merkingu taki öll völd. Ein einstök skoðun nægir því ekki. Ofan á það bætist oftrú margra sjúklinga á eigin getu - oftrú á hvað þeim sé fært. Svo kemur sveiflan yfir í þunglyndið - óvissan um framtíðina - óviss- an um lífsframfærsluna. Hvað varðar atvinnumál, þá sárvantar vinnuráðgjöf - leið- beiningar og aðstoð þeim til handa, sem fengið hafa M.S.- greiningu - að velja rétta leið - að öðlast á ný lífstrú og lífsvilja. Það er nefnilega talsverður vandi að finna atvinnutækifæri handa M.S.-fólki, þar sem hið mikla óöryggi er tekið inn í myndina. Nú hvað viljið þið helst sjá? Okkur dreymir um litla dval- arstofnun hér í grenndinni sumpart til lengri dvalar, sum- part til skammtímadvalar eða til rannsókna með þá tilheyr- andi lágmarksaðstöðu. Þama gæti fólk farið inn í einn - tvo mánuði, fólk utan af landi feng- ið aðstöðu þarna, þama gæti fólk verið með ákveðna um- mönnun og aðstoð, sem annars þyrfti að leggjast inn á sjúkra- hús með öllum þeim kostnaði er því fýlgir. Slíkt húsnæði og dval- arstofnun sem væri vel og af hagkvæmni rekin gæti sparað ótölulegar óþarfa innlagnir. Þar gæti fólk vissulega fengið ákveðna endurhæfingu, ákveðna hvatningu út í lífið, ákveðna lífsnæringu, ef svo mætti segja, deila reynsiu með öðmm, gefa og þiggja úr sam- eiginlegum reynslusjóði, bera saman bækur sínar um líf í nýju Ijósi. Og við víkjum taiinu að hversu slíkt mætti verða og vissulega væri ein ieiðin sú að Öiyrkjabandalag íslands eða hússjóður þess eignaðist slíka húseign og M.S.-félagið tæki svo þar við og bæri ábyrgð á öll- um rekstri. Ég kvaddi þau Gyðu og John með kærri þökk fýrir spjallið og ég fékk auðvitað ekki að fara fýrr en kræsingar höfðu komið á borð og ég gætt mér ríkulega á þeim. Á leiðinni út ienti ég svo í frekara spjalli við marga mæta kunningja um tryggingamál, bílakaupamái og þjóðmálin al- mennt, enda stóð „serían“ „Á rauðu ljósi“ sem hæst. H.S. Á góðri stundu úti í sólskininu. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 25

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.