Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1989, Blaðsíða 31

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1989, Blaðsíða 31
Dapurleg niðurstaða þeirra stjómvalda sem heitið höfðu á haustdögum íjárhagslegri efli- ngu framkvæmdasjóðsins og muníminnihöfð, efekkertgerist á árinu sem gæti bætt fyrir. Þar hlýtur að vera efst á blaði sérstök ijárveiting til hjúkmnarheimilis fyrir heilaskaðaða, þegar sú þarfa bygging kemst á fram- kvæmdastig. Meðþvíaðleggjaþartilmynd- arlegt framlag - utan fjárlaga - með aukafj árveitingu hreiniega, gætu stjómvöid sýnt iit og það í þörfu máli, sem ég ætia að enginn myndi gagnrýna. Úthlutun úr framkvæmda- sjóði fatlaðra er erfið og vanda- söm og engin leið að gera svo öllumlíki. Fulltrúar samtakanna beggjaem eins ogáður hefurver- ið greint frá þau Hafdís Hann- esdóttir og Jón Sævar Alfonsson auk undirritaðs, en í stjómar- nefndinni sitja alls sjö fulltrúar. Vonandi verður unnt að birta úthlutun nú í Fréttabréfinu. En ósanngjamt væri að taka framkvæmdasjóð út úr. Varanleg raunaukning verð- ur á ári hveiju í málefnum fatl- aðra í heild og ef við tökum fjár- lagatölur félagsmálaráðuneyt- is þar sem meginhlutinn er - ekki skal öðrum gleymt t.d. hjá mennta- og heilbrigðsráðu- neytum - þá er heildartalan 7- 700málefni fatlaðra svo notað sé fjárlagamál um 980 miiijónir og við skuium vona að margt gott verk og farsælt sé unnið fyrir það fé og raunar vissa mín að svo sé. Skoðun mí n er bj argföst sú að við eigum eiginiega að gera hvort tveggja, horfa vonbjört á veg fram og sækja sífellt á um það sem óunnið er en einnig og ekki síður að viðurkenna og meta það semvei ergert. Ég þykist þekkja gang þjóð- mála og þá sem þar um véla það þokkalega að geta mælt með þessari leið sem hinni árangurs- ríkustu tii lengri tíma litið. Sókndirfska án sanngirni getur komið okkur í koll og aldrei má þann veg vinna, að stjóm- málamenn álíti það helst og fremst að einskis sé metið það sem þóergert. Ég ætti máske hér að víkja sérlega að samvinnunefnd sam- takamia beggja, Þroskahjálpar og Öryrkjabandalagsins og geta um það mikla og góða starf, sem þar er unnið og tengir krafta saman og gefur áherslum öllum og athöfnum aukið vægi. En framkvæmdastjóri okkar ætlar að gera í næsta Fréttabréfi góða úttekt á því öllu m.a. í ljósi ákveðinna breytinga, sem urðu um áramótin og lúta annars veg- ar að hlut samvinnunefndar, hins vegar að hlut ræðaranna. En sem áhorfandi þessa starfs sem þama er unnið, dreg ég enga dul á mikla þýðingu þess og alveg sér í lagi fyrir sam- eiginlega baráttu okkar fólks. Helgi Hróðmarsson hinn vökuli ogvel starfandi stýrimaður mun greina í þessu Fréttabréfi frá liðnu ári og líkum þess nýbyrjaða. Að lokum nú: Vandamál ein- staklinganna, persónubund- inn, viðkvæm og vandleyst koma hér inn á borð okkar starfsfólks oft á dag. Öllum er reynt úrlausn að færa á einhvem veg, en alltof oft tekst ekki svo vel til sem skyldi. Möguleikarnar eru einfaldlega ekki til. Þetta á við um húsnæðismálin helst og fremst, þrátt fyrir stórátak, sem miklu hafa mörgum skilað. Ég get ekki stillt mig um að lýsa aðdáun minni á þeim sam- starfskonum mínum hér hversu vel þær vinna, hverju kvabbi af hvers kyns tagi er sinnt af að- dáanlegri alúð. Það á nefnilega að geta þess sem gert er svo vel, nóg er af hnjóði og sleggjudómum í þessu þjóðfélagi sífelldra kvartana og kveinstafa út af engu. Helgi Seljan. Reigir sig í ræðustól rogginn með sig gjarna. En vantar bæði kall og kjól kyndugt er atarna. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 31

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.