Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1989, Blaðsíða 3
Hrafn Sæmundsson
Hugleiðing 1. maí
Ennþá ríkir mikið neyðarástand í
málum fatlaðra. Ennþá er stór hluti
fatlaðra sem ekki getur með eðlilegum
hætti fullnægt frumþörfum sínum. Að
fatlast í dag þýðir ekki eingöngu að
ganga þurfi í gegnum allt það sem
fylgir fötluninni, heldur hefur „vel-
ferðarþjóðfélagið“ ekki viðurkennt
fötlun sem veruleika nema að hluta til.
Þess vegna þarf fatlað fólk sem
lendir í slysum að hlíta því að mega oft
þakka fyrir einhverja „geymslu“ ein-
hvers staðar þegar endurhæfingu lýk-
ur.
Þess vegna eiga fjölfötluð böm að
hluta ekki vissan samastað.
Þess vegna getur ungt fatlað fólk
ekki flutt að heiman á eðlilegan hátt
eins og annað ungt fólk.
Þess vegna getur fullorðið fatlað
fólk sem býr í heimahúsum ekki fengið
húsaskjól eða umönnun og aðstoð,
þegar aldur eða sjúkdómar sækja
aðstandendur heim.
Þess vegna búa fatlaðir oftar en hitt
við öryggisleysi á vinnumarkaði.
Þess vegna búa fatlaðir við mikið
misrétti í skólakerfinu.
Og þess vegna eru lífskjör fatlaðra
almennt það léleg að engin leið er að
lifa mannsæmandi lífi af þeim.
Þetta allt og margt annað í
svipuðum dúr er ekki barlómur, heldur
sá nakti veruleiki sem blasir við
fötluðum sjálfum og þeim sem vinna á
einn eða annan hátt að málum þeirra.
En til hvers er verið að tíunda þetta
hér í blaði samtakanna? Það er til þess
að benda á að „velferðarþjóðfélagið“
viðurkennir ekki afleiðingar fötlunar
sem félagslegt verkefni nema að hluta
til. Það viðurkennir ekki heldur að
fötlun er oftar en hitt afleiðing „vel-
ferðarþjóðfélagsins" og þess vegna
eru þeir fjármunir sem fara til mála
fatlaðra „eðlilegur“ skattur fyrir það að
við búum í einu ríkasta landi heimsins.
Skattur fyrir að búa við eitt besta og
fullkomnasta heilsugæslukerfi í ver-
öldinni. Skattur fyrir að búa í einu
tæknivæddasta þjóðfélagi heims.
Skattur fyrir að búa - þrátt fyrir allt - við
almennari og betri lífskjör en flestar
Hrafn Sæmundsson.
þjóðir heims. Fingur annarrar handar
nægja margfalt til að telja þær þjóðir
sem búa við almennari og betri lífs-
kjör.
Er ekki full þörf á að vekja athygli
á þessu? Er ekki full þörf á að segja það
umbúðalaust að stjómendur þjóðar-
innar á hverjum tíma láta frekar undan
þrýstingi þeirra sem em sterkastir? Og
að almenningur er líka sljór fyrir þess-
um þætti „velferðarkerfisins" - fyrr en
hann brýtur á einstaklingunum sjálf-
um!
Almenningur virðist hafa gleymt í
neysluæði síðustu áratuga hvað orðið
siðmenning merkir. Þó undantekn-
ingar séu auðvitað á þessu þá er þetta
hluti af hinum nöturlega sannleika sem
það fólk upplifir, sem í sívaxandi mæli
hefur sett dauða hluti í stað þeirra
lífsgæða að vera virkur hluti af fé-
lagslegri heild sem vill bera sið-
ferðilega ábyrgð á samfélaginu.
Og ef einhver ætti að ganga fram
öðmm fremur til að benda á þetta og
berjast fyrir breyttu almeningsáliti og
breyttu gildismati, eru það þá ekki
samtök fatlaðra?
Þessi barátta þarf að vera markviss
og miklu markvissari, en hún er nú.
Það þarf að hafa meiri yfirsýn í styrj-
öldinni. En það þarf einnig að heyja
skæruhemað að baki víglínunnar.
Hvert félag, hver einstaklingur þarf að
leggja sitt af mörkum. Hver ein-
staklingur þarf fyrst og fremst að
hugleiða hvað hann getur lagt til
málanna.
Það þarf að skapa sterkt al-
menningsálit sem stjómvöld geta ekki
gengið framhjá. Þetta almenningsálit
geta og eiga samtök fatlaðra að hafa
forustu um að skapa í samvinnu við
marga aðila í þjóðfélaginu, svo sem
verkalýðshreyfinguna, ýmis önnur
samtök og almenning. Þetta á að vera
verkefni heildarsamtaka fatlaðra
númer eitt.
Skrifað 1. maí 1989.
Hrafn er óþarft að kynna. Hann er
sívökull í því að leita nýrra leiða og
kemur víða við í samtökum fatlaðra. Er
m.a. í samvinnunefnd samtakanna svo
og Svæðisstjóm Reykjaness. Hann
starfar hjá Félagsmálastofnun Kópa-
vogs.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
3