Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1989, Blaðsíða 23

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1989, Blaðsíða 23
augljósri skyldu sinni. En vissulega reynum við að leysa vanda sem allra flestra. Nú við ruddum brautina í fleiru. 1969 var hafinn rekstur skóla fyrir fötluð böm, sem hvergi áttu þá aðgang að skólakerfinu - fyrst fyrir eiginn reikning og svo með framlagi á fjár- lögum, sem ótrúlega illa gekk að fá fram. En með harðfylgi brautryðjenda hafðist þetta. Þennan skóla rákum við í Reykjadal í fimm vetur. Auðvitað voru menn á því þá að aðskilnaður þessara einstaklinga frá hinu almenna kerfi væri ekki góður - öðru nær - en nauðsyn braut lög, því skólakerfið bauð ekki upp á annað. Nú en er þá ekki rétt að víkja nokk- uð að endurhæfingastöðinni á Háaleit- isbraut eins og hún er í dag. Starfsemin þar skiptist í fjóra meginþætti: Sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, sund- kennslu (samtengt þessu tvennu) og talkennslu. Á milli 3000 og 4000 manns - nær 4000 fara þama í gegn árlega og mig minnir meðferðarfjöldi á síðasta ári vera nær 29000. Þama vinna nú 34 starfsmenn að staðaldri. Nýja hjarta- og lungnastöðin - end- urhæfingardeildin nýja - fær þama að- stöðu eftir vinnutíma hjá okkur þ.e. eftir kl. 17. Það gladdi okkur að geta lagt þessu lið, því þama er um betri nýtingu húsnæðis og tækja að ræða og gott málefni fær greiðari framgang um leið. Nú okkar vandi eins og fleiri sem við svipaða starfsemi fást er fjárhags- vandinn. Með samningum við Trygg- ingastofnun ríkisins á síðasta ári varð veruleg breyting til batnaðar þar sem þátttaka T.r. jókst talsvert. Á ýmsu hefur gengið, en símahappdrættið okk- ar hefur í áranna rás dregið okkur að landi. Hitt er rétt að taka fram að veru- legur samdráttur varð í happdrættinu á síðasta ári og er það vandamál flestra félaga nú að ég hygg og fyrir okkur verulegt áhyggjuefni. Ég held að setja verði skýrari og betri reglur um útgáfu happdrættis- leyfa - láta ákveðin forgangsverkefni og virkileg líknarfélög sitja í fyrirrúmi, en ekki úthluta þessu svo rúmt, sem mér finnst stundum gert. Nú ætli ég ætti ekki að segja eitt- hvað í lokin, spá í framtíðina og alltaf kallar nóg að. Ég spyr mig stundum hvort blessuð læknavísindin séu í öllu á réttri braut, þegar ég sé það sem ég kalla hina lifandi dánu. En hvar yrðu svo mörkin - siðfræði - trúfræði og allt mögulegt gera okkur sennilega ókleift að rata réttan, gullinn veg. Mannsæmandi, eðlilegar aðstæð- ur, eðlilegur lífsmáti í sem flestu hljóta að þurfa að vera efst og æðst í þessari umræðu allri. Við erum að reyna að róa áfram á okkarlitlu kænu. Reykjadalsverkefnið er nú stærst og viðamest. Þörfin eykst og á okkur er kallað. Við reynum af veikum mætti, en góðum vilja að sinna því kalli, rækja þá félagslegu kvöð sem Ef til vill hugleiðir sá sem þarf á liðsmanni að halda til aðstoðar í daglegu lífi: Get ég fengið hjálp - hef ég efni á að greiða fyrir hana - get ég búið áfram á mínu eigin heimili, eða hef ég tök á að eignast heimili og dvelja þar - er e.t.v. nauðsyn að ég fari á stofnun og eyði lífdögunum innan hennar. Á svipaðan máta hugsa að- standendur fatlaðra og aldraðra. Það er að segja. Er til lausn? Á þingi Sjálfsbjargar, Landssam- bands fatlaðra 1988 var vakin athygli á því ófremdarástandi sem ríkir í heimilishjálpar- og heimahjúkrunar- málum fatlaðra víða um land. Nefnd tók til starfa um þetta mál- efni og fljótlega gerðust Landssam- tökin Þroskahjálp aðili að þessu verkefni. Nú er afráðið að halda ráðstefnu á vegum beggja samtakanna þann 2. júní n.k. Takmark ráðstefnunnar er að ná til stjómvalda og almennings með það að markmiði að leitast við að breyta sjón- armiðum fólks og að fá því framgengt að þjónusta verði efld við þá sem þurfa á henni að halda. Að þjónustan sé veitt þar sem not- andinn dvelur dags daglega - miðar að því að létta undir með honum í daglegu lífi hans - nær bæði til fullorðinna og bama, aldraðra sem fatlaðra - spannar reglulega þjónustu og bráðaþjónustu - við þykjumst hafa. Eitt er víst, áfram verður róið. Frekar um viðræðuaðilann. Páll Svavarsson er Reykvíkingur. Hann fékk lömunarveiki ungur dreng- ur og fatlaðist þá. Hann er nú fram- kvæmdastjóri Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra og stjómarmaður í Öryrkja- bandalagi Islands. Þess má geta að faðir hans Svavar Pálsson var aðalhvatamaður, fyrsti formaður og framkvæmdastjóri Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. H.S. Guðríður Ólafsdóttir. er persónuleg og miðast við þarfir not- andans eins og þær eru á hverjum tíma - er veitt jafnt að nóttu sem degi - er viðbót við almenna þjónustu, en kem- ur ekki í stað hennar, nema sérstakar ástæður mæli með því. Æviskeið mannsins er þó nokkuð langt og flestir þurfa á þjónustu að halda einhvem tíma um dagana, því er nauðsyn að hafa öfluga liðveislu sem getur oft komið í stað stofnana- þjónustu, en hún sviftir einstaklinginn efnahagslegu sjálfstæði og persónu- legu frelsi og er þess utan rándýr lausn á vandanum. Guðríður Ólafsdóttir. LIÐVEISLA - HEIMAÞJÓNUSTA FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 23

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.