Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1989, Blaðsíða 29

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1989, Blaðsíða 29
o o ftvirkveiftmgar OrYrkia “C7------------ bandalags fslaimds Eftir að Öryrkjabandalag ís- lands fékk lottóféð til umráða þ.e. þau 40% ágóðans sem lög mæla fyrir um, hefur vissulega orðið mikil breyting á högum bandalagsins. Eins og öllum á að vera kunnugt er skipting þess ijár, sem Ö.B.Í. fær úr lottóinu sú að Hússjóður Ö.B.Í. fær 80% og Ö.B.Í. til sinnar félagsstarfsemi og sinna félaga 20%. í desemberhefti Fréttabréfs- ins 1988 var glögglega gerð grein fyrir því, hversu fjármun- um Hússjóðs Ö.B.I. hefði þá verið varið í ítarlegu yfirliti Odd Ólafssonar formanns hús- stjórnar. Þar kom fram, svo ekki varð um villst, að vel hefði fénu verið varið og margur fengið lausn síns mikla vanda. Hinu má svo ekki gleyma hversu lengi hafði verið beðið byrjar, hversu bið- listar allir höfðu lengst á með- an, og eins því, hversu margir bætast á biðlista í mánuði hveijum. Það var því að vonum að spurt væri af framkvæmda- stjóra bandalagsins í þriðja tölublaði síðasta árs hvað væri til ráða og þar spurði Ásgerður Ingimarsdóttir beint og hrein- skilið, að því hvort loka skyldi biðlistum um hríð á meðan eitt- hvað mætti saxast á það sem fyrir er. Þetta er svona einskonar innskot, því ævinlega er hollt að hafa það í huga, hver skipting lottófjárins er og um leið hlýtur sjálf fjárhagsáætlun Öryrkja- bandalagsins að einkennast af því að þar er aðeins ráðstafað 1/5 ágóðahlutans úr lottóinu. Þessa er sér í lagi rétt að gæta grannt fyrir félög Öryrkja- bandalagsins, sem eðlilega sækja á um styrki til sinna ýmsu félagslegu verkefna, sem á þeim brenna og þau verða sem fyrst að fá úrlausn á. Á hitt ber þá líka að líta, að ef hvoru tveggja er tekið inn í myndina félagastyrkirnir og samstarfsverkefni Þroska- hjálpar og Öryrkjabandalags- ins svo og útgáfa Fréttabréfs, styrkur til Tölvumiðstöðvar fatlaðra og fleira sem á að koma félögunum beint og óbeint til fé- lagslegra nota s.s. erlend sam- skipti þá er þar vel yfir 60% af heildinni að ræða, enda tæp- lega unnt að tala um bruðl hjá Öiyrkjabandalaginu sjálfu með sína eðlilegu, ijölþættu starf- semi. Hér á eftir fer yfirlit yfir styrkveitingarnar í heild sinni eins og þær voru samþykktar á stjómarfundi 11. apríl 1989: Styrkir til félaga: Samband íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga v/könn- unar á félagslegum högum þeirra er nutu endurhæfingar á Reykjalundi 1987/88 kr. 300.000. Heyrnarhjálp v/norræns móts á íslandi sumarið 1989 kr. 250.000. Foreldra- og styrktarfélag heyrnardaufra til þess að tákn- málssetja myndbönd kr. 200.000. Blindrafélagið v/útgáfu á sögu blindra og sjónskertra á íslandi kr. 300.000. sama v/sumarbúða blindra og sjónskertra ungmenna á Norðurlöndunum kr. 200.000. Gigtarfélag íslands v/útgáfu á fræðsluritum um gigtar- sjúkdóma fyrir gigtsjúka kr. 800.000. Félag heyrnarlausra v/út- gáfu bókar um þróun heym- leysingjakennslu á íslandi kr. 300.000. sama v/eldhúss fyrir félags- heimili kr. 100.000. Styrktarfélag vangefinna v/ leikhópsins Perlunnar kr. 350.000. sama v/sumardvalarstarf- semi kr. 400.000. Lauf v/afmælisátaks kr. 400.000. Styrktarfélag vangefinna, Styrktarfclag lamaðra og fatl- aðra, Sjálfsbjörgog Þroskahjálp v/foreldranámskeiðs kr. 100.000. Geðhjálp - ferðakostnaður v/norræns samstarfs kr. 50.000. sama v/hópstarfs og nám- skeiðshalds 250.000, v/sum- arferðar á norrænt sumarmót kr. 190.000. sama til kynningarstarfa kr. 200.000. Sjálfsbjörg til aðlögunar- námskeiðs fyrir fatlaða kr. 280.000. sama v/ráðstefnu um heimaþjónustu kr. 250.000. Samav/félagsmála- ogfönd- umámsk. hjá Sjálfsbjörgu í Neskaupstað 80.000. Styrkir til annarra en aðildarfélaga: Sigrún Þórarinsdóttir, þroskaþjálfi v/náms og starfs- kynningar á vegum Twin Cities Intemational USA kr. 100.000. íþróttafélag fatlaðra v/sum- arnámskeiða að Laugarvatni kr. 150.000. TryggviSigurðsson, sálfræð- ingur, til rannsókna á sam- skiptum foreldra og fatlaðra barna á forskólaaldri með mis- munandi fatlanir kr. 150.000. Sævar Berg Guðbergsson. félagsráðgjafi, til að vinna að gerð könnunar/lýsingar á að- stæðum og þjónustu fyrir börn og ungmenni á Suðurlandi kr. 100.000. Elfa Bergsteinsdóttir til náms í táknmálstúlkun í Dan- mörkju. Styrkurinn er bundinn því skilyrði að hún starfi a.m.k. eitt ár að málefnum heyrnar- lausra á íslandi kr. 350.000. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 29

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.