Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1989, Blaðsíða 20

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1989, Blaðsíða 20
Formennirnir þrír í fremstu röð. stólinn en hann vann með Ágústu að framsögu hennar um tómstundamál. Hann ítrekaði kröfuna um eigin fé- lagsmiðstöð og öruggan samastað fyr- ir þá sem þangað vildu koma og þar una. Magnús Þorgrímsson gerði athuga- semdir við ályktun um húsnæðismál fatlaðra. Ábiðlistum svæðisstjómaum húsnæði væru ekki nærri allir þeir fatl- aðir, sem í brýnni þörf væm. Minnti á sérstarfsemi ýmissa hópa fatlaðra varðandi tómstundatilboð. Síðan voru afgreiddar ályktanir fundarins, sem hér eru birtar. Ásta B. Þorsteinsdóttir sleit svo fundi með þeim orðum að takmark þessara funda væri að stilla saman strengi. Samstillt skilaboð eiga að gilda til opinberra aðila ekki hvoru tveggja í senn: samskipan og sérúr- ræði. Þakkaði heimafólki fyrir góðar mót- tökur, starfsfólki fundarins, færði hún bestu þakkir. Fundinum lauk laust fyr- irkl. 17. ÁLYKTANIR FUNDARINS 1. Ályktun um húsnæðismál fatlaðra. Fulltrúafundur Landssamtakanna Þroskahjálpar og Öryrkjabandalags íslands, haldinn á Selfossi 6. maí 1989, skorar á ríkisstjómina að gera nú þegar ráðstaf- anir til þess að leysa þann brýna vanda sem ríkir í húsnæðismálum fatlaðra. Samtök fatlaðra hafa aflað upp- lýsinga frá öllum svæðisstjómum mál- efna fatlaðra sem staðfesta svo að ekki verður dregið í efa að a.m.k. hundrað mikið fatlaðir einstaklingar eru nú í brýnni þörf fyrir þjónustuíbúðir. Fjöldi þeirra býr við alls ófullnægjandi aðstæður og þrátt fyrir þau sambýli sem reist hafa verið á undanfömum árum hrannast upp biðlistar hjá svæð- isstjómum, sveitarfélögum og Hús- sjóði Öryrkjabandalags Islands. SumSj staðar ráða fjölskyldur ekki við að veita fjölfötluðum einstaklingum nauðsynlega aðhlynningu og því hefur skapast neyðarástand á mörgum heim- ilum. Fundurinn skorar einnig á stjóm- völd að vinda að því bráðan bug að stórefla heimaþjónustu við fatlaða og gera þeim þannig kleift að lifa sjálf- stæðu lífi á eigin heimili. Fundurinn telur mjög brýnt að lagalegur réttur fatlaðra til heimaþjónustu sé tryggður og að nauðsynlegu fjármagni sé veitt til þjónustunnar um allt land. Fundurinn bendir á, að fatlaðir einstaklingar eiga rétt á mannsæmandi húsnæði sem miðast við nútíma kröfur og telur sinnuleysi stjómvalda í þess- um efnum ámælisvert. Fundurinn beinir því til stjómvalda að þau beiti sér nú þegar fyrir gerð neyðaráætlunar í samráði við samtök fatlaðra með það markmið í huga að útrýma þeim neyðarlistum sem nú eru fyrir hendi hjá svæðisstjórnum. Full- nægjandi húsnæði er meðal frumþarfa hvers einstaklings og einungis með því að leysa þessar brýnustu frumþarfir, verður hægt að vinna markvisst að heildaráætlun um framkvæmdir í þágu fatlaðra. 2. Um tryggingamál. Fulltrúafundur Landssamtakanna Þroskahjálpar og Öryrkjabandalags Islands haldinn 6. maí á Selfossi beinir þeirri eindregnu áskomn til heilbrigð- is- og tryggingaráðherra að snúa sér nú þegar af fullri alvöru að endurskoðun tryggingalöggjafarinnar. Þetta er forgangsverkefni í ráðu- neyti heilbrigðis- og tryggingamála og fjöldamörg leiðréttingarefni krefjast tafarlausra úrbóta. 3. Um sparnað í opinberum rekstri Landssamtökin Þroskahjálp og Ör- yrkjabandalag Islands lýsa þungum áhyggjum vegna ákvörðunar ríkis- stjómarinnar um 4% spamað á launa- liðum á sviði heilbrigðis-, félags- og menntamála. Það eröllum ljóst, sem til þekkja að afleiðingar slíkrar ákvörð- unar bitna með mestum þunga á þeim sem síst skyldi. Á það skal bent að fjölmargir fatl- aðir eiga heimili sín á sjúkrastofnunum alla ævi og erfitt er að sjá, hvemig hægt er að þrengja frekar en orðið er að heimilum þessa fólks. Þegar al- mennum meðferðar- og sjúkra- stofnunum er gert að spara 4% í rekstri, er hætt við að þeim einstaklingum, sem mest em fatlaðir verði fyrst synjað um þjónustu slíkra stofnana. Fundur Þroskahjálpar og Öryrkja- bandalagsins með fulltrúum sam- takanna í stjómamefnd og svæðis- stjómum beinir þeim eindregnu til- mælum til ríkisstjómar að hún end- urskoði þessa ákvörðun sína og und- anskilji menntastofnanir, heimili, meðferðarstofnanir og aðrar stofnanir fyrir fatlað fólk þessum kröfum um spamað. AUGLÝSING FRÁ STARFSÞJÁLFUN FATLAÐRA Móttaka umsókna fyrir haustönn 1989 er hafin. Umsóknarfrestur er til 10. júní. Forstöðumaður veitir nónari upplýsingar og tekur ó móti umsóknum í síma 29380 milli klukkan 10 og 12 virka daga. Skriflegar umsóknir sendist: Starfsþjólfun fatlaöra Hátúni lOa, 105 Reykjavík. 20

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.