Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1989, Blaðsíða 5

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1989, Blaðsíða 5
iðnaði, sem gerði úttekt á þáttum yfir- lýsingarinnar og hvílfk alvara þar væri á bak við m.a. það að vanefndar íbúðir og afgreiðslan nú þýddi að víða dytti heilt ár út. Hann fullyrti að ríkið yrði að hækka hlutfall sitt í verkamannabú- stöðunum, svo jafnrétti milli sveitar- félaga yrði í raun. Hann tók svo Reykjavík sem dæmi um aðgerðir eða aðgerðarleysi stjórn- valda síðustu ár og ört versnandi stöðu. Viðlíka sögu mætti eflaust rekja miklu víðar. Verkamannabústaðir í Reykjavik: Umsóknir Uthl. þ.afnýtt 1986 um 692 250 100 1987 um 760 260 100 1988 um 845 205 100 1989 um 1130 215 líkl. 100 Þessar tölur eru mjög sláandi og segja sitt. Hér fylgir yfirlýsing hópsins, annars vegar um ástand, hins vegar um tillögur til aðgerða. Undir þá yfirlýsingu rituðu allir fulltrúar hinna átta samtaka: YFIRLÝSING UM HÚSNÆÐISMÁL Þann 10. mars 1988 héldu sömu aðilar fund á þessum stað, þar sem mótmælt var niðurskurði og seina- gangi í húsnæðiskerfinu og þeirri van- rækslu sem félagslega húsnæðiskerfið bjó við. Nú rúmu ári síðar hefur engin breyting orðið á nema síður sé. Ástandið er í stuttu máli þannig: 1. Á árinu 1988 var gert ráð fyrir lánum úr Byggingarsjóði verkamanna að upphæð 2.338 milljónir. Útlán urðu hins vegar kr. 1.869 milljónir eða 469 millj. kr. minni en gert var ráð fyrir eða samdráttur um 20%. Fyrir þá upphæð hefði verið hægt að byggja 100 fbúðum meira. Áætluð lán úr Byggingarsjóði ríkisins voru kr. 5853 milljónir en út- lán reyndust kr. 5.858 eða aukning um 5 millj. kr. Áætlun og útlán stóðu því þar nánast á. 2. Ekki hafa enn verið afgreiddar umsóknir um lán til félagslegra íbúða af ýmsu tagi fyrir þetta ár - umsóknir sem lagðar voru inn fyrir 1. ágúst 1988 og venju samkvæmt hafa verið af- greiddar á haustmánuðum sama ár. 3. Útlit er fyrir stórfelldan niður- skurð á fjármagni til félagslega hús- næðiskerfisins á þessu ári. Áætlun um Ásgerður framkvæmdastjóri er hér máske að syngja: Allir þurfa þak yfir höfuðið fjármögnun hefur ekki enn verið gerð opinber þótt þriðjungur árs sé liðinn. 4. Upplýst er að engin fram- kvæmdalán verða að óbreyttu veitt fyrr en í haust sem þýðir að framkvæmdir hefjast ekki fyrr en á árinu 1990 að einhverju marki. 5. Ibúðabyggingar á landsbyggð- inni eru nánast lagðar af og miki II sam- dráttur og óvissa rfkir í bygginga- iðnaði, en núverandi ríkisstjórn boðaði í stjórnarsáttmála að stórefla félags- legar fbúðabyggingar utan Reykja- víkursvæðisins. 6. Aldrei hafa legið fleiri óaf- greiddar umsóknir um húsnæði en nú eða biðlistar verið lengri, hvort sem litið er til verkamannabústaða, sveitar- félaga, Búseta eða hjá samtökum ör- yrkja, námsmanna og aldraðra. 7. Þrátt fyrir gefin loforð er enn ekki farið að endurskoða félagslega húsnæðiskerfið, en stjórnvöld hafa marglýst því yfir sl. 5-6 ár að slfk endurskoðun stæði fyrir dyrum. 8. Ekki sér fyrir endann á erfið- leikum þess fólks sem fengið hefur greiðsluerfiðleikalán á undanförnum árum. Hjá mörgum virðist þeta von- laus barátta. 9. Endurteknar breytingar á hús- næðiskerfinu á undanförnum árum hafa leitt til vaxandi óstöðugleika og óvissu. Enn eru breytingar á döfinni með frumvarpi um húsbréf, en skiptar skoðanir eru um afleiðingar þess, verði það að lögum. TILLÖGUR UM AÐGERÐIR 1. Sjá þarf til þess að lánveitingar til félagslegra íbúðabygginga verði ekki minni í ár en sem nemur áætlun ársins 1988 og nýbyggingar dragist ekki saman frá því sem orðið er. Því er sérstaklega beint til stjórna lífeyris- sjóðanna að þriðjungur af framlagi sjóðanna til húsnæðiskerfisins renni til félagslegra íbúðabygginga. 2. Þá þarf að gera áætlun til a.m.k. 3ja næstu ára um tryggt fjármagn svo hægt verði að ljúka byggingu á 900- 1000 íbúðum á ári í félagslega hús- næðiskerfinu og bæta um leið fyrir ára- tuga vanrækslu. Það hefur verið mark- mið stjórnvalda síðan 1974 að þriðj- ungur alls nýs húsnæðis ætti að vera í félagslega kerfinu eða um 500-600 íbúðir á ári, en reyndin hefur verið sú að aðeins 13,5% eða um 230 nýjar íbúðir voru í því kerfi. 3. Skapa þarf víðtæka samstöðu um þetta átak, þar sem ríkisvald, sveit- arfélög, samtök launafólks, húsnæðis- samvinnufélög og önnur samtök, s.s. öryrkja, námsmannaog aldraðra leggj- ast á eitt til að komast út úr þeim ógöngum sem húsnæðiskerfið er nú í. 4. Endurskoðun félagslega hús- næðiskerfisins verði Hraðað, lög sam- ræmd og kerfið verði gert ntun skil- virkara en nú er. Haft verði sem nánast samráð við Húsnæðishópinn um þessa endurskoðun og tillögur liggi fyrir í haust. Þá sé þess vandlega gætt að allar breytingar sem ganga yfir í almenna húsnæðislánakerfinu bitni ekki á félagslega kerfinu. Við þessa ágætu yfirlýsingu er e.t.v. rétt að bæta því, nú þegar Frétta- bréfið er að fara í prentun að eitt þeirra samningsatriða, sem gengið var frá milli Alþýðusambands íslands og stjórnvalda nú 1. maí sl. vareinmitt um byggingu 200 félagslegra íbúða á þessu ári. Er þá að sjálfsögðu reiknað með því átaki umfram það, sem áður var gert ráð fyrir. Þetta vekur upp þá áleitnu spurn- ingu: Var þá ekki til einskis barist? og svarið hlýtur að vera hvatning til enn frekari baráttu fyrir félagslegum lausnum í íbúðamálum . FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 5

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.