Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1989, Blaðsíða 8

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1989, Blaðsíða 8
Unnið af einbeitni. kona að tala táknmál svo að krakkamir í Heymleysingjaskólanum gætu skilið hvað var verið að segja. Síðan varfarið í tónstofuna þar sem öll hljóðfærin vom geymd. Síðan lauk ferðinni og við fórum upp í Melaskóla. Steingrímur Helgason 4. C. 1) Þekkirðu til fatlaðra og hvemig er sú fötlun? Dæmi um já-svör: Já. Stúlku sem er hreyfihömluð. Hún er 21 eða 22 ára. - Já, hann er þroskaheftur. Svo á ég annan frænda, sem er spastískur. - Já, það er eitthvað að í höfðinu. - Já, stelpa, sem ég þekki er blind og tvíburasystir hennar er mjög nærsýn. 2) a) Hvemig heldur þú að það sé að vera blindur? Dæmi um svör: Það hlýtur að vera leiðinlegt. Mað- ur sér ekkert af því sem hægt er að sjá. En sem betur fer heyra þeir. - Það er örugglega hörmulegt því þá getur maður ekki skynjað umhverfi sitt í ljósi. - Það þarf að nota hin skynfærin betur. - Það er margt fallegt sem blindir geta ekki séð. b) Hvemig heldur þú að það sé að vera heymarlaus? Dæmi um svör: Ég held að það sé örugglega ekki erfiðara en að vera blindur. Maður getur ekki talað við fólk. - Það er alveg hljótt. - Mjög óþægilegt. - Hræðilegt. - Geta ekki talað við einhverja um vandamál því sumir myndu kannski ekki skilja fingramál eða táknmál. c) Hvemig heldur þú að það sé að vera hreyfihamlaður? Dæmi um svör: Ég mundi ekki vilja vera hreyfihömluð þá væri svo erfitt að koma sér áfram. - Erfitt. Það er örugglega leiðinlegt að geta ekki leikið sér. Og svo er margt annað. - Þeir eru oft í hjólastól og þá kemst maður ekki leiðar sinnar eins og venjulegur maður. - Hræðilegt, maður getur ekki neitt. d) Hvemig heldur þú að það sé að vera þroskaheftur (vangefinn)? Dæmi um svör: Ef maður væri eitthvað öðruvísi þá gæti það komið fyrir að maður væri skilinn útundan. - Mjög slæmt vegna þess að þá er maður oft ekki tekinn í umhverfi sitt. - Hræðilegt. - Þegar þú reynir að tala, koma kannski ekki orð út heldur aðeins hljóð og fólk forðast oft fatlað fólk. 3) Þekkir þú fleiri fatlanir? Hverjar? Dæmi um svör: Spastískur. - Nei, ég þekki engar aðrar fatlanir. - Heilaskertur. - Nei. 4) Hvaða hjálpartæki veist þú um, sem fatlaðir einstaklingar geta notað til að auðvelda sér daglegt líf? Dæmi um svör: Blindrastaf, gleraugu, heymar- tæki, hjólastól, hækjur. - Nei engin. - Blindir geta notað hvíta stafinn og sér- þjálfaða hunda, sjónskertir nota gler- augu, heymarskertir nota heymartæki, fótlama nota hjólastól, sumir þurfa göngugrind og svo margt fleira. ✓ 5) A hvem hátt getum við í samfélaginu bætt sam- skipti okkar við fatlaða? Dæmi um svör: Með því að hjálpa þeim og taka mark á þeim og vera svoleiðis vinir Táknmálið er ekki auðvelt. 8

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.