Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1989, Blaðsíða 16
Afmæliskveðja:
Oddur Ólafsson
fv. alþingismaður
Kveðja frá Öryrkjabandalagi
Islands
Oddur Ólafsson, fyrrum alþing-
ismaður og yfirlæknir á Reykjalundi,
heiðursformaður Öryrkjabandalags
Islands,eráttræðurídag26. apríl. Fatl-
aðir Islendingar líta til þess aldna heið-
ursmanns með virðingu og þakklæti og
árna honum heilla á þessum tímamót-
um.
Þegar maður, sem er rúmlega
helmingi yngri en Oddur, sest niður og
ætlar að rita til hans stutta afmælis-
kveðju er nokkur vandi á höndum, því
að hvar á að bera niður? Yfirleitt er
hægt að rekja í stórum dráttum æviferil
aldinna afmælisbarna og fara fjálgum
orðum um það sem þau hafa afrekað og
óska þeim notalegs ævikvölds, en
Oddi er hins vegar þannig farið að ekki
er hægt að rita um hann slíka minn-
ingargrein því að maðurinn er frjór í
hugsun, ötull í starfi og frumkvöðull
hvers kyns málefna sem til heilla mega
horfa fyrir íslenskt samfélag.
Oddur Ólafsson er þekktastur fyrir
störf sín í þágu fatlaðra á undanförnum
áratugum. Ungur að árum varð hann
fyrir þeirri reynslu að veikjast af
berklum. En hann lét ekki bugast held-
ur hófst handa ásamt öðrum berkla-
sjúklingum og stofnaði Samband ís-
lenskra berklasjúklinga, SIBS, sem
var fyrsta öryrkjafélag sem stofnað var
á íslandi. Var það vissulega tíma-
mótaskref sem Oddur og félagar hans
stigu árið 1938 því að á þeim árum
voru helst stofnuð líknar- og styrkt-
arfélög sem vissulega komu ýmsum
þörfum málum áleiðis. En Oddur
skildi og hefur ætíð haldið því fram, að
sigur vinnist aldrei í nokkru máli taki
þeir, sem hagsmuna eiga að gæta, ekki
höndum saman um að leysa vandamál
sín.
Það er ánægjulegt til þess að hugsa
að Oddur og samherjar hans skyldu
hafa þá víðsýni til að bera að breyta
samtökum sínum þegar sigur hafði
unnist á berklaveikinni hérlendis,
þannig að nú starfa innan vébanda
SIBS sjúklingar, sem búa við hvers
kyns mein í brjóstholi. Þannig eru ein-
kenni félaga sem eru í framsókn en
ekki hafa staðnað í starfi.
Ef telja ætti upp öll þau mál sem
Oddur hefur komið nálægt og snerta
hag fatlaðra á íslandi yrði ærið langur
listi. Hér skal minnt á uppbyggingu
Reykjalundar, sem er ein virtasta end-
urhæfingarstofnun á Norðurlöndum,
kannanir sem stjómvöld létu gera á
högum öryrkj a á 6. áratug þessarar ald-
ar, stofnun Öryrkjabandalags Islands
1961 og stofnun Hússjóðs Öryrkja-
bandalags Islands árið 1966. Oddur
varð reyndar fyrsti formaður Öryrkja-
bandalags Islands við stofnun þess og
gegndi því embætti í 6 ár. Arið 1983
varð hann varaformaður þess, en
ákvað að gefa ekki kost á sér til endur-
kjörs 1985. Árið 1986, þegar Öryrkja-
bandalag Islands varð 25 ára sagði
Oddur sæti sínu í stjórn þess lausu. En
aðalfundur bandalagsins kaus hann þá
einróma heiðursformann þess og situr
því Oddur enn fundi stjórnar banda-
lagsins og hefur áhrif á málefni þau er
hann telur nokkru skipta.
Oddur hefur verið formaður stjórn-
ar Hússjóðs Öryrkjabandalags íslands
frá stofnun hans árið 1966 og barist
manna harðast fyrir því að leysa brýn-
an húsnæðisvanda öryrkja. I könnun
sem gerð hafði verið á högum fatlaðra
í Reykjavík kom fram að þeir bjuggu
yfirleitt í húsnæði sem almennt var tal-
ið óíbúðarhæft. Oddur áleit því að eitt
brýnasta hagmunamál þessa hóps væri
að koma upp sómasamlegum íbúðum
handa því. Var fengin lóð við Hátún í
Reykjavík þar sem síðar risu um 200
fbúðir. Síðarvarbyggtfjölbýlishús við
Fannborg í Kópavogi.
Rekstur Öryrkjabandalags Islands
og Hússjóðs Öryrkjabandalagsins var
ætíð mjög erfiður. Þótt hússjóður nyti
mikillar velvildar stjómvalda var þó
fátt um opinbera styrki. Árið 1984 kom
þáverandi formaður Öryrkjabanda-
lagsins, Vilhjálmur Vilhjálmsson,
fram með hugmynd að tekjuöflun fyrir
bandalagið, en hann hafði haft einhver
kynni af lottótekjum íBandaríkjunum.
Þegar var hafist handa um við að afla
málinu fylgis á meðal þingmanna og
stóð mikil orrahríð á Alþingi um þetta
mál vorið 1985. Oddur var þá í þing-
húsinu hvenær sem hann gat því við
komið og það var ekki síst fyrir atfylgi
hans og virðingu þingmanna fyrir hon-
um að Islensk getspá varð að veruleika
og lottóinu var hleypt af stokkunum á
haustmánuðum 1986. Oddurhefurnú
séð þann draum sinn rætast að Öryrkja-
bandalagið og þar með hússjóður þess
fengi fastan tekjustofn sem verjamætti
til framkvæmda í þágu öryrkja.
Fleiri velferðarmál mætti nefna.
Oddur lagði talsvert á sig til þess að fá
inn í ný umferðarlög ákvæði sem
tryggja hag fatlaðra og beitti þar sam-
böndum sínum innan allra þingflokka.
Eitt af mestu framfaramálum sem
Öryrkjabandalag Islands hefur átt þátt
í á seinni árum er stofnun Starfsþjálf-
unar fatlaðra, en Rauði krossinn ásamt
fleiri samtökum átti þar mestan hlut að
máli árið 1983. Þegar Öryrkjabanda-
lagið og Rauði krossinn ákváðu að
leita samstarfs við félagsmálaráðu-
neytið um rekstur þessarar stofnunar
boðaði þáverandi félagsmálaráðherra,
Alexander Stefánsson til fundar með
embættismönum ráðuneytisins, full-
trúum Rauða krossins og Öryrkja-
bandalags íslands. Ráðherra tók þá
sérstaklega fram að hann vildi fá Odd
Ólafsson til skrafs og ráðagerða, því að
flestir vildu hlíta hans úrskurði.
Islendingar hafa löngum átt erfitt
með að fylkja sér að baki forystu-
manna sinna og flestir þeir sem komið
hafa einhverju áleiðis almenningi til
16