Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1989, Blaðsíða 13

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1989, Blaðsíða 13
Frá foreldri til foreldris • • Bréfkorn Onnu Maríu í þann mund sem Fréttabréfið síðasta var í prentun var haldið á Flótel Örk í Hveragerði námskeið fyrir for- eldraráðgjafa eða svo sem slíkt nám- skeið hefur oft verið kallað: Foreldri til foreldris. Aðstandendur námskeiðsins voru Landssamtökin Þroskahjálp og Ör- yrkjabandalag Islands og stjórnendur þau Halldóra Sigurgeirsdóttir og Andrés Ragnarsson. Þekktur fyrirles- ari frá Svíþjóð, Ia Leander fjallaði þar um meginefni námskeiðsins, en einnig fluttu Páll Skúlason prófessor, Jóhann Thoroddsen sálfræðingur, Nanna K. Sigurðardóttir félagsráðgjafi og Dóra S. Bjamason, lektor, erindi á nám- skeiðinu. Námskeiðið sóttu alls 11 foreldrar og athyglisvert var að allt voru það konur. Sú lengst aðkomna var Anna María Sveinsdóttir frá Stöðvarfirði, en hún hefur lengi verið áhugamanneskja mikil um þessi málefni og er nú í Svæðisstjórn um málefni fatlaðra á Austurlandi. Það var því vel við hæfi að spyrja hana annars vegar um námskeiðið og hins vegar um framhaldið, en megin takmark þessara námskeiða er að fá þau foreldri er þau sækja til þess að gera hvort tveggja, miðla af eigin reynslu og koma áfram til skila því sem námskeiðið færði þeim. Ég bað Önnu Maríu að senda mér örfáar línur og hún brást vel við. Hér kemur svo bréfkornið góða frá Önnu Maríu og er birt eins og það kom í hendur ritstjóra. Helgi minn, kæri vin! Þú baðst mig um nokkrar línur um námskeiðið, sem ég sótti og varhaldið á vegum Þroskahjálpar og Öryrkja- bandalags íslands - Frá foreldri til foreldris. Eins og fyrirsögnin ber með sér er þama um að ræða mikilvæga aðferð til hjálpar foreldrum fatlaðra bama - að miðla þekkingu og reynslu - og ræðast við. Við vitum að þegar fatlað bam fæðist eða fötlun greinist er það mikið Bréfritarinn - Anna María. áfall fyrir alla fjölskylduna og við upplifum það að finnast við vera ein og vita ekkert. Stuðningur er því mikilvægur og gott að geta leitað til einhvers, sem hefur svipaða reynslu, hefur upplifað það sama eða svipað og það er einmitt þetta sem um er að ræða. Við höfum engar „patent“-lausnir, en höfum gengið í gegnum allt þetta sama og þekkjum hin ýmsu viðbrögð í umhverfinu. Allt er þetta nefnilega mjög svipað. En þá beint að námskeiðinu sjálfu, en það var haldið dagana 9.-11. mars sl. Þar voru flutt hin merkustu erindi af margs konar toga. Aðalfyrirlesari var sænsk kona Ia Leander, sem kynnti uppbyggingu starfsins og sagði frá reynslu af því í sínu heimalandi og víðar. Hún gaf okkur mörg hollráð og góðar leiðbeiningar. Aðrir fyrirlesarar voru Páll Skúlason prófessor, Jóhann Thoroddsen sálfræðingur, Nanna Kr. Sigurðardóttir, félagsráðgjafi og Dóra S. Bjarnason, lektor. Erindi þeirra voru hvert öðru betra og vöktu til um- hugsunar um svo ótal margt og skýrðu viðfangsefnið enn betur. Það var greinilegt að allir höfðu lagt á sig mikla vinnu og vandað til verksins, þannig að efnið skilaði sér sem best beint til okkar. Öryrkjabandalagið og Þroskahjálp eiga þakkir skildar fyrir framtakið. Það hefur þegar sýnt sig að full þörf var á því að koma svona námskeiði á og vonandi verður á þvf farsælt framhald. Sjálf hefði ég svo sannarlega viljað eiga völ á stuðningi sem þessum þegar ég var með mitt fatlaða bam. Ég hefði viljað vita af manneskjú með svipaða reynslu, sem ég gæti leitað til og haft samband við m.ö.o. foreldri sem vissi hvernig það er að eiga fatlað barn, þekkti erfiðleikana af eigin raun, vissi um viðbrögðin víða úti í samfélaginu, gæti leiðbeint um það hvert ætti að leita o.s.frv. nú eða bara spjalla við einhvern í svipaðri aðstöðu um daginn og veginn. Kynning á þessum stuðningi fer fram í félögunum hér eystra, hjá Svæðisstjórn um málefni fatlaðra, í tímaritinu Þroskahjálp og núna í þessu Fréttabréfi Ö.B.Í. Nú, þú getur séð um frekari kynningu eftir því sem þér finnst ástæða til. Gefinn verður út bæklingur þar sem stuðningurinn verður kynntur betur svo og hverjir taka þar þátt. Ég vona svo bara að þessar línur mínar segi einhverjum eitthvað og megi vekja forvitni um frekari vitneskju. Kær kveðja, þín vinkona Anna María Sveinsdóttir. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 13

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.