Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1989, Blaðsíða 18

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1989, Blaðsíða 18
Fundurinn á Selfossi 6. maí Enginn dregur í efa brýna nauðsyn góðra tengsla á milli stjóma samtaka fatlaðra og fulltrúa þeirra í svæðis- stjómum og stjómamefnd. Þau verða ekki með öðru betur efld en árlegum fundum, þar sem farið er yfir það sem efst er á baugi, bomar saman bækur og reynt að skyggnast lengra fram. Einnig er þetta kjörinn fræðsluvett- vangur. Að þessu sinni var þingað á Suð- urlandi - á Selfossi, enda samþykkt í fyrra að næsti fundur skyldi haldinn utan Stór-Reykjavíkursvæðisins. Auk fulltrúanna, sem samtökin eiga í svæðisstjómum og stjómamefnd, var öðmm fulltrúum stjómamefndarinnar boðið svo og framkvæmdastjórum svæðisstjóma. Alls mættu til þessa fundar 6. maí sl. nálægt 60 fulltrúar og gestir. Ekki er hér ætlan ritstjóra að rekja hin ágætu erindi er þama voru flutt né heldur að tíunda líflegar umræður um fatlaða almennt. Hins vegar verður hér á eftir getið þeirra sem framsögu höfðu, tæpt á helstu atriðum í máli þeirra og greint frá því að öðru leyti hversu deginum var eytt hjá þeim Sunnlendingum. Er þá máske fyrst að nefna af- bragðsheimsókn í sambýli þeirra og þjónustuíbúðir sem var ugglaust há- punktur dagsins, en áður hefur verið greint frá því ánægjulega samstarfi sem þar tókst á milli Svæðisstjómar Suðurlands og Öryrkjabandalags Islands. En sannkallaður sæmdarbrag- urer þamaáöllu. En aftur að fundinum sjálfum. Hann hófst kl. 9.20 árdegis og voru fundarstjórar Jón Sævar Alfonsson og Sigurfinnur Sigurðsson, en fundarrit- arar Ólöf Ríkarðsdóttir og Kristján Sigurmundsson. Náðu þau hvoru tveggja, því að hafa ágæta stjóm á öllu og halda til haga því sem kom fram. Það var svo Amþór Helgason, sem setti fundinn, bauð gesti velkomna, en þó sér í lagi heiðursformann Öryrkja- bandalagsins, sem varð áttræður fyrir skömmu. Fundarmenn risu á fætur að ósk formanns og hylltu Odd innilega. Oddur þakkaði sér sýndan varman vinarhug og kvaðst vonast til að mega enn um sinn starfa með okkur. Amþór minnti á það, að nú virtust ákveðin tímahvörf í íslensku sam- félagi, viss kreppueinkenni af manna- völdum, sem varast yrði að kæmi niður á málefnum fatlaðra, þar sem svo ótal margt væri óunnið og krefðist úrlausn- ar. Hann þakkaði framkvæmdastjóra Svæðisstjómar Suðurlands, Eggert Jóhannessyni fyrir ágætan undirbún- ing. Sigurfinnur Sigurðsson bauð fund- armenn velkomna sem heimamaður. Fyrsta málefnið sem fyrir var tekið var: Heimaþjónusta og hjálparhellur og höfðu þau Jóhann Pétur Sveinsson og Ásta B. Þorsteinsdóttir þar fram- sögu, Jóhann Pétur ræddi sér í lagi ástand mála í dag í þessum efnum. Verkefnið tvíþætt: Heimahjúkrun annars vegar frá heilsugæslustöðvum með reglugerðarstoð í heilsugæslu- lögum og hins vegar heimilishjálp af hálfu einstakra sveitarfélaga. Veik stoð og ófullkomin í lögum og reglugerðum. Reynslan mjög misjöfn einkanlega eftir því hvar er á landinu. Brýnna úrbóta er þörf sem tryggir bet- ur réttarstöðu einstaklingsins og meira jafnræði eftir því hvar hver býr. Ein- ungis með nýjum lagagrundvelli yrði hægt að þróa þessi mál eðlilega. Rakti síðan raunverulega stöðu í Reykjavík - sína eigin sögu um leið. Benti síðast á þá þjóðhagslegu hagkvæmni sem fæl- ist í því að fólk búi sjálfstætt með ákveðinni aðstoð í stað dýrrar stofn- unarvistunar. Ásta B. Þorsteinsdóttir reifaði nýja möguleika. Áhersla nú um sinn á sambýli, heimili - en þróunin héldi áfram. Rakti löggjöf Svía og Dana varðandi aðstoð við fatlaða. Megin- áhersla á sjálfstæði hins fatlaða við að fá eðlilega aðstoð og fá hana greidda - fá eigin „hjálparhellur“. Hún greindi nánar frá fyrirkomulagi þessa í Danmörku og Svíþjóð. Nær í raun til allra þarfa hins fatlaða. Starf hjálp- arhellu er krefjandi og erfitt en gefandi um leið. Sýndi skemmtilegar glærur til skýr- ingar. Kvaðst fullviss þess, að þegar allt er skoðað þá er hjálparhellulausnin síður en svo dýr kostur. Dró niðurstöð- ur sínar saman á mjög skýran og skemmtilegan hátt. Þá flutti Margrét Margeirsdóttir deildarstjóri framsögu um málið: Sambýli á Islandi. Af máli hennar varð fyrst og fremst dagljóst hversu ör og dýrmæt þróunin hefur orðið á undraskömmum tíma, þó oft finnist okkur ekki nægilega hratt og vel ganga. En það sem byggt er upp í dag kann að þykja úrelt á morgun. Saga sambýlanna hefst 1976 og Styrktar- félag vangefinna ruddi þá brautina. Viðhorfsbreytingin nú frá því 1976 er því gífurleg í raun. Lagaþróunin einn- ig. Sambýlin eru nú alls 37 og eru í öllum landshlutum. Auk þess eru svo önnur heimili, sem mjög eru í ætt við Frá fundarstjóraborði. Margrét Margeirsdóttir í ræðustól. 18

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.