Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1989, Blaðsíða 32
Blindrafélagið 1939-
19. ágúst- 1989
Á þessu ári er fimmtugasta
starfsár Blindrafélagsins og hefur
Blindrafélagiö því starfað í hálfa
öld. í tilefni af þessu þótti okkur rétt
aö láta vita hvaö viö erum aö gera
og aö hverju við stefnum. Á af-
mælisdaginn, laugardaginn 19.
ágúst, verður opið hús í Hamrahlíð
17 og hátíöahöld í garðinum og
almenningi gefinn kostur á aö
kynnast allri þeirri starfsemi sem
fram fer í húsi Blindrafélagsins. Um
kvöldiö verður haldin veisla meö
tilheyrandi ræöuhöldum og af-
hendingu heiöursviöurkenninga.
í tilefni afmælisársins hefur
veriö stofnsett Hljóðbókagerð
Blindrafélagsins en henni er ætlað
aö framleiöa hljóöbækur sem
blindir og sjónskertir geta keypt, og
hljóðbókaframleiðslu fyrir al-
mennan markað. Þessu hefur
heppnast aö hrinda í framkvæmd
meö aðstoð ýmissa góðra vina, þar
á meðal Öryrkjabandalags íslands.
Þá hefur verið gefinn út upp-
lýsingabæklingur um alla þá starf-
semi sem fram fer í húsinu aö
Hamrahlíð 17. Útgáfa þessa upp-
lýsingabæklings hefur veriö unnin í
samstarfi viö Blindrabókasafniö og
Sjónstöö íslands.
Unniö er aö stofnun sérdeilda
Blindrafélagsins á landsbyggöinni,
og hafa verið tilnefndir sérstakir
tengiliðir á hverjum staö til aö vinna
aö þessum málum meö stjórn
Blindrafélagsins. Slíkri starfsemi
hefur þegar verið hrundiö af staö
meö mjög góöum árangri, fyrir
Akureyri og norðausturhornið.
Félagiö bindur miklar vonir viö
þessa nýju starfsemi.
Stööugt er unnið aö vel-
ferðarmálum blindra og sjón-
skertra, en þó má segja aö þrjú
verkefni beri hæst. Brýn þörf er á aö
koma upp sambýli fyrir blind og
fjölfötluð ungmenni og er unniö að
þessu verkefni í samvinnu við For-
eldra og styrktarfélag blindra og
sjónskertra. Mikil nauösyn er á aö
bæta hag og aöstööu eldri félaga. í
samstarfi viö Blindravinafélag
íslands hefur verið athugaö um
byggingu elli- og hjúkrunarheimilis,
meö hliösjón af slíkri starfsemi í
Danmörku. Þaö má segja aö tölu-
veröur skriður sé kominn á þetta
mál. Fyrir nokkru var Blindrafélagiö
arfleitt aö jöröinni Kjarlaksstaöir á
Fellsströnd. Þar er fyrirhugaö aö
koma á fót sumarbúðum og þjálf-
unaraðstöðu fyrir blinda og sjón-
skerta. Umhverfi jaröarinnar er
mjög fagurt og landiö hentugt til
slíkrar starfsemi.
í tilefni fimmtíu ára afmælisins
hefur félagiö látið hanna mjög
fallega boröklukku sem hentar jafnt
sjáandi og blindum. Klukkuskífan
er prýdd merki félagsins. Þeir sem
vilja styrkja félagiö geta aflað sér
slíkrar klukku á skrifstofu félagsins
aö Hamrahlíö 17. Réttþykiraögeta
þess að forseti íslands frú Vigdís
Finnbogadóttir sýndi blindum þá
vinsemd aö þiggja til eignar fyrstu
klukkuna sem látin var af hendi.
Einnig hafa verið hannaöar
lyklakippur með merki Blindra-
félagsins, annars vegar meö áletr-
un á venjulegu letri og hins vegar á
blindraletri.
Loks þykir rétt aö geta þess aö
á aðalfundi Blindrafélagsins sem
haldinn var á þriöjudaginn 9. maí sl.
voru eftirtaldir félagar kosnir í
aöalstjórn, Ágústa Eir Gunn-
arsdóttir, Gísli Helgason, Gréta
Haraldsdóttir, Ragnar R. Magn-
ússon og Sverrir Karlsson.
Á sama fundi voru eftirtaldir
félagar kosnir sem aöalfulltrúar hjá
Öryrkjabandalagi íslands, Arnþór
Helgason, Halldór S. Rafnar og
Sverrir Karlsson.
Blindir og sjónskertir á íslandi
vænta sér mikils af framtíöinni og
óska öörum öryrkjum velfarnaöar á
komandi árum.
Reykjavík á lokadaginn 11. maí
1989,
Halldór S. Rafnar,
framkvæmdastjóri.
Halldór S. Rafnar færir forseta íslands fyrstu klukkuna.
32