Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1989, Blaðsíða 28

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1989, Blaðsíða 28
Ný stjórn Sjálfsbjargar Nýtt félagsheimili Sjálfsbjargar, félags fatlaðra í Reykjavík og nágrenni A fjölmennum aðalfundi Sjálfs- bjargar, félags fatlaðra í Reykjavík og nágrenni þann 3o. mars, urðu nokkur umskipti í stjórn félagsins. Hana skipa nú: Ragnar Gunnar Þórhallsson form., Sigurður Björnsson varaform., Jón H. Sigurðsson gjaldkeri, Ruth Pálsdóttir ritari og Hildur Jónsdóttir vararitari. Til stendur að félagið flytji í nýtt húsnæði, sem nú er í byggingu að Há- túni 12, Reykjavík. Þar verður hin besta aðstaða fyrir skrifstofur og glæsilegur samkomusalur, hvoru tveggja sérstaklega byggt með að- gengi fatlaðra í huga. Sjálfsbjörg treystir á góðar undirtektir almennings við fjáraflanir félagsins á árinu eins og svo oft áður. Allir þurfa þak yfir höfuðið Stjóm Sjálfsbjargar fagnar góðum árangri Lionshreyfngarinnar í lands- söfnuninni „Léttum þeim lífið“ með sölu á rauðu fjöðrinni. Rétt fjölfatlaðra einstaklinga til að búa á eigin heimili með þeirri þjónustu sem nauðsynleg er teljum við ótvíræðan. Við lýsum ánægju okkar með byggingu vistheim- ilis fyrir fjölfatlaða að Reykjalundi. Stjórnin nýja: Fremri röð talið frá vinstri: Jón H. Sigurðsson, Sigurður Björnsson. Aftri röð talið frá vinstri: Ruth Pálsdóttir, Ragnar Gunnar Þórhallsson, Hildur Jónsdóttir. Kynning á afleiðingum umferðarslysa. Færri slys Þá lýsir stjóm félagsins yfir stuðn- ingi sínum við samstarf og fyrirhugað átak S.E.M., Samtaka endurhæfðra mænuskaddaðra og Ahugahóps um bætta umferðarmenningu. Kynning á afleiðingum umferðarslysa og viðhorfum þeirra, sem hafa fatlast af völdum slysa, teljum við mikilvægan þátt í því að bæta umferðarmenningu og breyta hugarfari og hugmyndum almennings þannig að fatlað fólk verði metið til jafns á við aðra þegna þjóðfélagsins. Ragnar Gunnar Þórhallsson form. Sjálfsbjargar, félags fatlaðra í Reykjavík og nágrenni. Um leið og ljúft er að birta þessa fréttatilkynningu og meðfylgjandi mynd vill Fréttabréfið árnanýrri stjórn allra heilla og giftu til góðra starfa. LÁTUM í OKKUR HEYRA! Pistilinn skrifar Ragnar Gunnar. Það var um það leyti, þegar núverandi ritstjóri Fréttabréfs Ö.B.I. Helgi Seljan tók til starfa, að ég lýsti þeirri skoðun minni hvort ekki væri rétt að færa efnistök og útlit Frétta- bréfsins til þess horfs að það líktist meira þeim tímarítum sem mest eru lesin í landinu. Þar átti ég ekki við að birt verði ítarleg viðtöl við frægðarfólk um ævi þess og ástir, heldur aðeins að blaðið verði meiri vettvangur skoð- anaskipta einstaklinga um málefni fatlaðra. Sérstaklega vildi maður sjá dregin fram í dagsljósið ólík viðhorf þeirra, sem veita fötluðum þjónustu annars vegar og þeirra sent njóta þjón- ustunnar hins vegar. Nú er það svo, að Fréttabréfið hefur að mati greinar- höfundar tekið örum breytingum til batnaðar með hverju tölublaði, sem út hefur komið. Vil ég þar nefna greinar í síðasta tölublaði eins og „Við komum hvert öðru við“ eftir Magnús Þor- grímsson, „I brennidepli“ eftir Helga Seljan og „Æðri og óæðri íþróttir“ eftir Stefán Ingólfsson. Þó sakna ég þess hversu fáir félagsmenn í aðildarfé- lögum Ö.B.Í. sjáástæðu til að tjá skoð- anir sínar í blaðinu. Er hér um að kenna kjarkleysi til að lýsa skoðunum sínum eða er hér um getuleysi í ritun blaða- greina að ræða? Ég þykist vita að erfið- lega hafi gengið að fá fólk til að skrifa. Spurning: Gæti það komið til greina að Ö.B.Í. stæði fyrir sérstöku námskeiði fyrir félaga í aðildarfélögum Ö.B.I. í ritun blaðagreina? Það leikur enginn vafi á því að það er þungt lóð á vogarskálir hagsmuna- baráttu fatlaðra og þeim til framdráttar að þeir segi skoðanir sínar á málefnum sínum á opinberum vettvangi. Því segi ég: Félagar, látum í okkur heyra! 28

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.