Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1989, Blaðsíða 12
Kristín Jónsdóttir þroskaþiálfi:
Foreldrafélag stofnað
við Greiningarstöðina
Þann 5. apríl sl. hittist fjölmennur
hópur fólks í nýju húsnæði Greining-
arstöðvarinnar að Digranesvegi 5 í
Kópavogi.
Tildrögin voru þau að undanfarnar
vikur hefur hópur foreldra af síðasta
foreldranámskeiði Greiningarstöðv-
arinnar hitst með fulltrúum stöðv-
arinnar til að ræða stofnun félags
foreldra, starfsfólks og velunnara sem
tengjast Greiningarstöðinni.
I þessum umræðum kom fram
greinileg þörf fyrir stofnun slíks fé-
lags, sem hefði það að markmiði að
efla þjónustu við fötluð börn og for-
eldra þeirra, efla fræðslu um málefni
fatlaðra barna og að styðja við starf-
semi og uppbyggingu Greiningar-
stöðvarinnar. Stofnfundurinn var sem
sagt haldinn þann 5. apríl og heitir
félagið Foreldra- og styrktarfélag
Greiningarstöðvar.
Eftirtaldir eru í stjórn: Jóhann Ingi
Gunnarsson form., Edda Asrún Guð-
mundsdóttir varaform., Asta Friðjóns-
dóttir ritari, Jón Kr. Jensson gjaldk.,
Guðný Stefánsdóttir fulltrúi Gr.st..
Sigríður Pétursdóttir Gr.st.
Rétt til aðildar að félaginu hafafor-
eldrar fatlaðra bama, starfsfólk Grein-
ingarstöðvar og annað áhugafólk um
málefni fatlaðra barna.
Kristín Jónsdóttir.
Markmið félagsins eru þessi:
I. Efla þjónustu við fötluð börn og
foreldra þeirra.
1. Stuðla að bættri þjónustu í dag-
vistarmálum fatlaðra barna.
2. Stuðla að aukinni félagslegri
þjónustu við fjölskyldur fatlaðra
barna, svo sem skammtímavistanir,
stuðningsfjölskyldur og ýmiss konar
heimaþjónustu.
3. Skapa samkennd meðal fjöl-
skyldna fatlaðra barna.
4. Fylgjast með þróun og fram-
kvæmdum innan málaflokksins og
styðja umbætur.
II. Efla fræðslu um málefni
fatlaðra barna.
1. Auka fræðslu til foreldra/að-
standenda, starfshópa og áhugafólks.
2. Kynning á mikilvægi þjónustu
við ung börn gagnvart öðrum hags-
munaaðilum og stjómvöldum.
3. Að foreldrum séu veittar upp-
lýsingar um þjónustu og réttindi við
uppgötvun fötlunar.
III. Að styðja við starfsemi og
uppbyggingu
Greiningarstöðvarinnar.
1. Að vinna að bættum aðstæðum,
bæði í tækjabúnaði og þjálfun.
2. Stuðla að góðri samvinnu milli
velunnara Grein.st. og foreldrafélags,
varðandi fjárhagslegan stuðning.
3. Stuðla að eflingu Greiningar-
stöðvar og annarrar greiningarþjón-
ustu til að stytta biðtíma eftir að grunur
um fötlun vaknar.
Að lokum vil ég óska félaginu alls
velfarnaðar í framtíðinni því að
markmiðin eru góð. Verkefnin eru
mörg því að enn vantar mikið á að
fatlaðir sitj i við sama borð og ófatlaðir.
Annars væri sennilega ekki þörf fyrir
félag sem þetta.
Kristín Jónsdóttir.
Ný samtök boðin velkomin og sitthvað fleira
Parkinsonsamtökin á Islandi sóttu
um aðild að Öryrkjabandalagi Islands
fyrir skömmu og á stjórnarfundi
bandalagsins hinn 9. maí sl. var ein-
róma samþykkt aðild þeirra að banda-
laginu.
FULLTRÚARÁÐ STAÐFESTIR
SVO AÐILDINA Á AÐALFUNDI
Eru þau hér nteð hjartanlega vel-
komin til samstarfs og sameiginlegra
átaka.
Enn frfkkar því hinn fríði hópur, því
nú eru félögin orðin 16, en eins og áður
hefur verið frá greint kom Félag
aðstandenda alzheimersjúklinga inn á
síðasta ári. Rétt er þá um leið að geta
þess að í stjórn Öryrkjabandalagsins
frá Félagi aðstandenda alzheimer er
Helga Einarsdóttir viðskiptafræðing-
ur. Þá hefur Páll Svavarsson tekið við
sem aðalstjórnarmaður Styrktarfélags
lamaðra og fatlaðra, en Vigfús Gunn-
arsson er varamaður.
Sigurjón Grétarsson hefur látið af
stjórnarstörfum fyrir LAUF en sæti
hans tekið Þórey Ólafsdóttir félags-
ráðgjafi, en til vara er formaður þess
félags, Þorlákur Hermannsson.
En aftur til Parkinsonsamtakanna,
sem nú munu fá áheymarfulltrúa á
stjórnarfundum Öryrkjabandalagsins.
Félagsmenn munu vera um 165 þar
af 25 í deild samtakanna á Akureyri.
Samtökin voru stofnuð í desember
1983 og hafa starfað mjög vel síðan.
Formaður samtakanna er Áslaug
Sigurbjörnsdóttir.
Nánar verður svo greint frá þessum
samtökum, höfuðtilgangi, starfi og
baráttumálum efst á baugi í Frétta-
bréfum þessa árs.
H.S.
12