Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1989, Blaðsíða 6
• • /
lóna Sveinsdóttir ritari O.B.I.:
„ÞEMAVIKA“ í MELASKOLA
Dagana 6.-10. mars sl var höfð
„þemavika“ í Melaskóla í Reykjavík
og var aðalverkefnið Samskipti. Öll
vinna nemenda var tengd þessu verk-
efni og var hefðbundin bekkjar-
kennsla felld niður þessa daga en
bekkjunum skipt upp og aldursflokk-
um blandað saman allt frá 6-12 ára, en
það eru þeir aldurshópar, sem eru í
Melaskóla. Nemendunum var skipt
niður á 3 svið þ.e. myndlist, leiklist og
ritlist og fengu þeir að velja á hvaða
sviði þeir vildu helst vinna til að nálg-
ast verkefnið „Samskipti". Ritlistar-
hópnum var síðan skipt niður og voru
7 verkefni sem unnið var að fyrstu 3
dagana og 5 verkefni seinni 2 dagana.
í þessum 7 verkefnum sem unnið
var að fyrstu 3 dagana var eitt verk-
efnið „Samskipti við fatlaða" og mun
ég segja lítillega frá því, hvemig sú
vinna fór fram.
Asamt undirritaðri unnu kennar-
amir Guðríður Þórhallsdóttir og Dag-
ný G. Albertsson að verkefninu.
Fyrsta daginn byrjuðum við á
myndasýningu á 2. þætti (skólaþætt-
inum) myndarinnar „Haltur ríður
hrossi" og strax á eftir voru umræður
um myndina. Seinna var svo lagður
fram spumingalisti með 6 spumingum
sem bömin svöruðu, en spumingamar
og sýnishom af svörunum birtast hér
með þessari grein.
Næsta dag hófum við einnig með
myndasýningu úr „Haltur ríður hrossi"
Jóna Sveinsdóttir.
og nú 1. þáttinn um viðhorf til fatlaðra.
A eftir voru svo umræður um myndina
og voru þær mjög gagnlegar. Eftir
þetta skrifuðu bömin hugleiðingu frá
eigin brjósti um „Samskipti við fatl-
aða“ með yfirskriftinni „Fatlaðir og
við“ og birtast fáeinar hugleiðingar hér
í blaðinu.
Þá var komið að heimsókn Hauks
Gunnarssonar gullverðlaunahafa frá
Olympíuleikum fatlaðra, en bömin
höfðu óskað eftir að fá hann í heim-
sókn. Haukur sat fyrir svörum hjá
hópnum og spurðu þau um margt sem
hann upplýsti þau ljúflega um. Síðan
höfðu tvær telpur við hann viðtal, sem
þær höfðu undirbúið, en það á að birt-
ast í skólablaðinu.
Þriðji og síðasti dagurinn hófst
með vettvangsferð, en það var heim-
Haukur situr fyrir svörum.
sókn í Heymleysingjaskólann. Þar var
tekið á móti okkur með miklum mynd-
arbrag og fengu nemendur okkar
trúlega sína fyrstu kennslu í táknmáli
þama, en bömin í Heymleysingja-
skólanum kenndu þeim ásamt kenn-
urum sínum nokkur tákn og síðan vora
fyrirspumir bæði frá fötluðum og
ófötluðum nemendum og var leyst úr
þeim eftir bestu getu.
Þegar við komum aftur í Melaskól-
ann skrifuðu bömin frásögn um heim-
sóknina. Frásögn af þessari heimsókn
fylgir hér með blaðinu og einnig
myndir.
Þá voru þessir 3 dagar á enda og er
óhætt að segja að þeir vora lær-
dómsríkir bæði fyrir nemendur og
kennara og efldu öragglega skilning
bamanna á högum fatlaðra.
Jóna Sveinsdóttir.
Fatlaðir og við
Eg valdi þetta verkefni vegna þess
að mig langaði til að kynnast fötluðum
í daglegu lífi.
Islendingar ættu að vera hreyknir
af árangri íslenska liðsins á 01-
ympíuleikum fatlaðra. Það voru 14
manns sem fóra að keppa frá Islandi og
unnu 2 gull, 3 silfur og 7 brons.
Haukur Gunnarsson var einn af
keppendunum og vann hann gull og
hann var kosinn maður ársins af les-
endum DV og útvarpshlustendum.
Fatlaðir era oft útilokaðir frá
venjulegu samfélagi. Fólk virðist oft
ekki taka fatlaða alvarlega nema ef til
vill fjölskyldur þeirra. Við eram oft að
reyna að tala við þau og reyna að skilja
þau en samt era fáir sem reyna það.
Með því að blanda saman ófötl-
uðum og fötluðum er hægt að laga
útilokunarkenndina. Eftir þennan frá-
bæra árangur hjá 14 manna hópnum
sem keppti á Olympíuleikunum gætu ^
allir verið ánægðir.
Andrea Þórey 5.F..
Fatlaðir og við
Mér finnst að við ættum að hugsa
um fatlaða jafnmikið og um mig og
6