Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1989, Blaðsíða 31

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1989, Blaðsíða 31
bótagreiðslumar að bakhjarli skuli vera láglaunahópur, skuli vera á botn- inum - jákvæðasta viðmiðun þar eru lágmarkslaunin - strípuðu taxtamir margumtöluðu - og ef bætur em við þau mörk - sultarmörkin - þá er sem alltof mörgum þyki allt í lagi. Hagsmunabarátta fatlaðra snertir vissulega marga þætti mannlegs lífs: jafnan rétt til náms og starfa - aðgengi hvar sem er - hjálpartæki sem óhjá- kvæmileg eru - ákveðin sérhagsmuna- mál einstakra hópa sem sköpum skipta hjá þeim og svo mætti lengi áfram telja. Stundum finnst mér eins og sjálfar grunnþarfimar - lífskjaragrunn- urinn hafi nokkuð vikið til hliðar vegna ýmissa réttindaatriða annarra sem hvergi skulu vanmetin - og stolt flestra fatlaða er slíkt að ósjálfrátt verður kjarabaráttan sjálf útundan. Þó er þar grundvöllur þess að njóta og nýta sér þau réttindi sem lífið og þjóðfélagið á að bjóða þegnum sínum. Það fer heldur ekki milli mála hver er í raun gmnntónn þeirra erinda, sem hingað berast á borð, ónóg efni til þess einfaldlega að lifa mannsæmandi lífi. Sá sem situr hér og hlustar á erindi fólks, vandkvæði þess og vanmátt til alltof margra sjálfsagðra hluta, hann hlýtur æ og ævinlega að komast að sömu niðurstöðunni. Kjaragrunnur þessa fólks er einfaldlega alltof lágur. Og sá sem sannreynir þetta, hefur lif- andi dæmi þessa daglega fyrir augunum hann getur ekki þagað um þetta, þegar hann á að skrifa í Frétta- bréf Öryrkjabandalagsins, hvað sé í raun í brennidepli hjá félögunum, hin- um almenna félagsmanni einstakra fé- laga. Hagsmunasamtök fatlaðra eiga nefnilega ekkert brýnna erindi við stjómvöld í dag en að reisa þá kröfu af fullri einurð og sanngimi um leið, að fatlaðir megi lifa við mannsæmandi kjör - ekkert minna en það er unandi í okkar annars allsnægta þjóðfélagi. Nýir kraftar - ný andlit í fyrsta tölublaði Frétta- bréfsins 1988 var í pistli nokkrum greint frá því fólki, sem starfandi er hér hjá Öiyrkjabandalagi íslands. En umsvif aukast og einn kemur þá annar fer, eins og gengur. Því þykir rétt nú að rifja upp og reyna að bæta þar við, sem þörf er á. Eiginleg kynning er þetta ekki, en rétt er að félagar okkar um allt land viti hveijir hér eru í forsvari og séu á það minntir. Kvennaveldið er hér blessunar- lega, enn í algleymingi. Fram- kvæmdastjórinn hjá bandalag- inu er Ásgerður Ingimarsdóttir og framkvæmdastjóri Hússjóðs Ö.B.Í. er Anna Ingvarsdóttir. Daglegt amstur á skrifstof- unni er í höndum Guðríðar Gísladóttur og starfsmaður Hússjóðs og íbúanna hér um leið er Kristín Jónsdótir. Fyrir Örtæknivinnustof- unni fer svo Einar Aðalsteins- son. Og undirrritaður er svo hinn helmingur karlpeningsins hér. Nú áður hefur verið um það getið að hér eru tveir karlar í hlutastarfi, formaðurinn Ester Adolfsdóttir. Amþór Helgason er hér tvisvar í viku fast, og svo eftir því sem þörf krefur og Jóhann Pétur Sveinsson hdl. sinnir hér vikulega lögfræðiþjónustu. En þá er að breytingum komið: Á saumastofunni hafa orðið skipti á forstöðukonu, því Guðrún okkar Ólafsdóttir hefur ráðist í að fjölga mannkyninu. í hennar stað er ráðin hér Hafdís Hafdís Snót Yaldimarsdóttir. Snót Valdimarsdóttir og er hún boðin velkomin til starfa. Þá hefur Ester Adolfsdóttir verið ráðinn bókari hér og starfar raunar við hvaðeina einnig, sem að höndum ber. Henni fylgja velfamaðar óskir í starfi. Við kynnum þessi nýju andlit Öryrkjabandalagsins og fögnum liðsinni þeirra í fjölþættu starfi. „ „ FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 31

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.