Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1989, Blaðsíða 30

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1989, Blaðsíða 30
Helgi Seljan: í BRENNIDEPLI Gnótt viðfangsefna vítt um þjóð- félagið einkennir allt starf Öryrkja- bandalagsins í dag, og þó er okkur sem þar störfum fullljóst, að ekki náum við svo sem við ætlum og ættum einmitt þangað sem þörfin er mest. Einstök tilfelli birtast í erli daganna er sýna ótrúlega erfiðar aðstæður fólks alltof víða. Þar koma fyrst og síðast til hin beinu kjaramál fólksins, þess sem við tæpar trygg- ingabætur einar þarf að una, hús- næðis vandinn, sem vitanlega er beintengdur hin- um eiginlegu kjör- um, kemur svo efst einstakra mála og alvegljóstaðalltof víða er um neyðar- tilvik að ræða, hvað sem þeir segja, erekki þykj- ast vita betur. Dæmi öryrkj- ans, sem hefur í tryggingabætur nokkuð innan við 40 þúsund, en leigir á 30 þúsund á mán- uði, segir allt sem segja þarf. Og þann- ig eru einmitt dæmin. Sumir eru á götunni í eiginlegri merkingu. Það er að vonum að þessu fólki þyki hart að einmitt Öryrkjabandalag Islands, sem er að byggja og kaupa hús fyrir lottó- ágóðann, skuli ekki umsvifalaust leysa vanda þess. En málið er því miður allt- of einfalt, biðlistinn lengist stöðugt, þrátt fyrir ágæta úrlausn til ærið margra og hvergi nærri er unnt að hafa undan, þó allur vilji og velvild sé til staðar. I öllum umræðunum um félags- legar lausnir húsnæðismála hjá því opinbera hefur farið undrahljótt um stórátak í þágu fatlaðra. Það læðist að manni sá lúmski en ljóti grunur, að stjórnvöld haldi að lottóféð hafi í eitt skipti fyrir öll leyst allan húsnæðis- vanda fatlaðra og það næstum að segja fyrirfram. Þegar athygli er vakin á alvarlegu ástandi mála þá rjúka ýmsir aðilar sem ættu að vita betur upp til handa og fóta og koma af reginfjöllum. Húsnæðis- vandi - neyðartilvik - brýn þörf ótal- inna aðila - hvað er það nú fyrir nokk- uð? Erum við ekki alltaf að veita fé til þessara framkvæmda? Fenguð þið ekki lottógróðann, sem er svo mikill að okkur datt sísvona í hug á haustdögum að skattleggja hann, svo ekki flyti útaf? Máske er ekki spurt nákvæmlega svona, en það er ljóst að mörgum, alltof mörgum, finnst bara allt í stakasta lagi - og leiðindi að þessu naggi og nöldri, sem hagsmunasam- tökin eru að viðhafa sýknt og heilagt. Ekki skal öðru trúað en einhverjir taki við sér og haldi merki félagslegra lausna í húsnæðismálum fatlaðra á lofti og komi þar í kring einhverri lausn, sem fatlaðir megi ráða við. Það þarf og á a.m.k. að vera morgunljóst hverjum sem sjá vill að þó lottóið leysi margra vanda, þá bíða enn fleiri fyrir utan án lausna - án vonar. Og enn og aftur til sanninda um þetta, að ekki er út í bláinn blaðrað, skal þeim sem með löggjafarvald fara og fjárveitingavald um leið boðið að skoða biðlistana hjá Öryrkjabandalaginu um húsnæði og í leiðinni mætti þá líta á biðlista svæðis- stjórnanna um heimili, svona til að sannfærast enn frekar. Mismunun - allt um of einkennir þetta þjóðfélag okkar, sem raunar ber í mennta- og heilbrigðismálum svo og ýmsu öðru hin ágætustu einkenni velferðar og jafnaðar. Mismunun - misjöfn kjör og mis- jöfn aðstaða fólks til að lifa lífinu eðli- lega og áfallalaust - einkenna þetta þjóðfélag í alltof ríkum mæli. Þetta er og hefur lengi verið viður- kennt, en viðurkenning vandans fleytir því fólki, sem verst verður úti ekki yfir sín vandamál. Fjöldamargt kemurtilaðhinn fatlaði á erfiðari leik en ýmsir aðrirfullfærirþó aðdáunarverð- ur sé sá dugnað- ur og mikil og undraverð sú harka er margir fatlaðir sýna í lífsbaráttunni. En að öðru jöfnu gefur auga leið hversu miklu verrbúinn á margan hátt hinn fatlaði er til að takast á við lífsbaráttuna - nema og það er meginmálið - þjóðfélagið skapi hon- um skilyrði til þess, svo jafnfætis megi standa. Ekki síst gildir þetta í dag í hinu tryllta kapphlaupi um lífsgæðin - meira og minna tilbúin að vísu - og skal þar ekki ýmsu bót mælt, en einnig þar þarf jafnræði og svipuð aðstaða að gilda og lög segja hátíðlega til um að svo skuli vera. Lög segja líka til um sömu laun fyrir sömu vinnu, hvort sem er karl eða kona, og lög segja líka að allir skuli menntunar njóta og mega starfa að hugðarefnum sínum svo sem framast er kostur. Lög eru eitt - fram- kvæmd annað og raunveruleikinn lítur oft heldur betur öðruvísi út. Svo eru það þessi undarlegu lögmál, sem hvergi eru rituð, hvergi skráð, en eru bara staðreynd, sem allir virðast verða að lúta og enginn virðist fá rönd við reist. Eitt þessara lögmála er það að á heildina litið skuli það eðlilegt og sjálfsagt að öryrkjar, sem eiga Ágústa Þorvalds og Helgi Páls halda höfundi félagsskap. 30

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.