Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1989, Síða 27

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1989, Síða 27
Höfundur Vigdís Þjóðbiarnardóttir: VÖGGUVÍSUR FOSSINN MINN Úti myrkrið andar milt og hljótt yfir líður koldimm vetramótt. Engin stjama í hæðum uppi hlær himinn jörð með tárum sínum þvær. Farðu að sofa litla ljúfan mín liggðu kyrr og byrgðu augun þín undurfagra engla sérðu þá yfir svífa hvítum vængjum á. Hlustaðu, þú heyrir ljúfan óm hjartans kær þér hvísla þýðum róm. Sofðu vært, þig vekur sól af blund varir myrkrið aðeins litla stund. Ég breiði um þig móðurfaðminn minn myrkrið láttu ei heyra grátinn þinn. í svefni gleymast sorgir dagsins skjótt sofðu bam mitt þessa löngu nótt. Aftur leggjast augun bláu þín yndisfagurt bros á vörum skín. Ég veit í draumi opnast útsýn þér til alls sem fagurt, gott og hugljúft er. Þig hefur vetur fært í fannaskrúða falið þig undir sínum hvíta hjúp. Ei laugast blóm í báru þinnar úða þau blunda rótt við algleymisins djúp. Frostrósir kaldar falla þér að hjarta flúin er gleði, bundinn strengur hver. Harpan er þögnuð, burtu er dísin bjarta sem brosti sæl við ástarljóð frá þér. Ég horfi löngum hrærð á fjötra þína mitt hjarta skilur kvöl sem líður þú. Því eitthvað bugar, bindur vængi mína mitt bros er hjúpað vetrarkulda nú. En foss minn kær þig vekur vor af blundi vermandi sól þér réttir milda hönd. Þá vökvarðu aftur blóm í ljúfum lundi og ljóðar sæll um frelsi og horfin bönd. Minn andi hljóður fagnar frelsi þínu og finnur gleði við þinn ljúfa nið. Og máske sól með lífsins ljósi sínu mig leysi úr viðjum, gefi um eilífð frið. Vigdís Þjóðbjarnardóttir. Legg ég þig í litla rúmið þitt. Ljóssins englum fel ég bamið mitt. Bið þá vaka vöggu þinni hjá vemda það sem dýrmætast ég á. Um höfundinn: Vigdís er nú á sjötugasta og níunda aldursári og býr nú í Reykjavík og hefur gert frá árinu 1956. Vinnu stundaði hún til 76 ára aldurs. Hún er frá Neðra-Skarði í Leirársveit í Borgarfirði. Bjó lengi á Vestfjörðum og kenndi sig og kennir enn við Grund í Reykhólasveit. Kvæði hennar sýna hvað ljóðlistin á víða listfenga unnendur og kann ég henni bestu þakkir fyrir. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 27

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.