Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1997, Page 6

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1997, Page 6
Guðmundur og Rannveig úti í vorinu í Vífilsstaðahrauni. systrum, alltaf með fullt af fólki í kringum sig. “Eg ólst upp í 60 fermetra húsi. Við systurnar sváfum tværeðafjórarsamanírúmi. Égsvaf ekki ein í rúmi fyrr en ég kom á Vífilsstaði. Aldrei ein í herbergi. Samt vissi ég ekki hvað þrengsli voru. Nú finnst mér erfitt að sætta mig við þá staðreynd, að ég er ekki bara ein í rúmi, heldur ein í herbergi og ein í húsi.” Rannveigu líður best að hafa fólk í kringum sig. “Ef ég er veik, batnar mér ef einhver kemur, og helst vil ég fá að mata gesti mína,” segir hún kímin. Nýbakað brauð með geitaosti smakkast vel. Rannveig hefur verið ekkja í 19 ár. “Guðmundur var aðeins 59 ára, þegar hann dó.” Hvernig kynnust þið? “I Kennaraskólanum. Guðmundur kom í höfuðstaðinn frá Isafirði og fór í læri hjá venslamanni, sem var sútari. A vinnustaðnum var blautt og kalt, og þar var maður sem hóstaði og spýtti á gólfið. Þarna tók Guðmundur bakt- eríuna. Þetta var árið 1936. Bróðir hans Leó smitaðist líka á sínum vinnu- stað. Hann dó 17 ára. Guðmundur var bara 17 ára fyrsta árið sitt á Reykjahæli. Unglingur sem trúað var fyrir leiðsögn barna á staðn- um. Læknirinn sem fylgdist með, sagði við hann: “Þú verður að fara í skóla til að afla þér starfsmenntunar!” Berklasjúklingur mátti ekki vinna erfiðisvinnu. Guðmundur sótti því Kennaraskólann á veturna, en var á hælinu á sumrin. Það var hægt vegna þess að hann var ekki með smitandi berkla. Að námi loknu kenndi hann í Aust- urbæjarskóla. Það fannst ekkert að honum í skoðun, þótt hann væri sífellt með hósta og kvef.” Rannveig tekur fyrir augun og spyr: “Af hverju sjá ekki allir, hvað lífið er stutt? Við fengum rétt tíma til að gifta okkur, bjuggum í pínulítilli íbúð, nálægt hvort öðru, hamingjusöm að eiga von á barni. Mamma og pabbi bjuggu í Réttarholti í Sogamýri sem var sveit þá. Skyndi- lega, rétt fyrir jólin, veikjast allar litlu systurnar mínar. Heimilislæknir skoðar börnin, en finnur ekki neitt. Kristbjöm Tryggvason barnalæknir, þá nýkominn úr námi, var líka kall- aður til. Hann sagði: “Fyrst ekkert kemur í ljós, setjum við berklaprufur á þær.” Hver einasta stelpa reyndist smituð. “Nú verðið þið að finna smit- berann,” sögðu læknarnir. “Við umgöngumst ekkert berkla- veikt fólk,” sagði mamma. “Hvað með mig?” spurði Guð- mundur, þegar við komum í heim- sókn. “Það getur ekki verið,” segir mamma, “nýbúið að skoða þig og leyfa þér að kenna.” En Guðmundur fór beint niður í “Líkn” og var lagður inn á Vífilsstaði. Dóttir okkar fæddist í janúar. Ég leitaði ráða hjá lækni í Líkn, áður en ég hætti mér að heimsækja Guðmund. “Þig þarf ekki að athuga. Þú hefur sofið hjá manni með bullandi smit og hlýtur að vera búin að taka bakteríuna. Þér er óhætt að heimsækja Guð- mund.” Þessi fullyrðing stóðst ekki. s Eg fór í heimsókn upp að Víf- ilsstöðum. í stofu með Guð- mundi lágu fjórir ungir menn, allir með bullandi smit. Þarna sat ég drjúga stund. Meðgöngutími berkla eru sex vikur. Að sex vikum liðnum, upp á dag veikist ég. Fékk ofsahita og brjósthimnubólgu, og var lögð inn á Vífilsstaði. Reynt var að tappa vatni úr brjóst- holinu með því að stinga stórri sprautu á milli rifja og fylla holið lofti. En aðgerðin tókst ekki. Það leið alltaf yfir mig.” Dóttir þeirra hjóna fæddist 9. janúar. Rannveig var lögð inn á Vífilsstaði 19. mars. “Ég var með hana á brjósti og man enn sársaukann, þegar hún var tekin frá mér. Ég hugsaði um ekkert nema þetta litla barn. Auðvitað tók mamma hana til sín, um annað var ekki að ræða, engir sjúkradagpeningar, engar bætur. Ef maður átti engan að, mátti maður deyja drottni sínum.” Um vorið fékk Rannveig sendar myndir af dóttur sinni. “Ég starði á hana og ímyndaði mér að hún væri sorgbitin vegna mömmu sinnar. Og ég gekk um stofuna með myndirnar, talaði um söknuð minn, þar til ein konan hrópaði: “Hættu! Þú ert ekki eina manneskjan sem hefur þurft að skilja eftir lítið barn.” Eftir það passaði ég mig. Sjúklingar á Vífils- staðahæli veltu sér ekki upp úr sorg- um sínum.” Vorið, vonin og vináttan Ungu hjónin lágu saman í þrjú ár á Vífilsstöðum. “Ég hef oft hugsað um, hvernig samband okkar hefði þróast, hefði ég verið ein í bænum, hann einn á hælinu,” segir Rannveig. “Þótt ég hafi verið mjög reið yfir að smitast svona, held ég að þetta hafi verið gæfa okkar.” Rannveig lá í stofu á efstu hæð, Guðmundur á miðhæð. “Þetta var til- hugalíf sem þróaði djúpa vináttu. A 6

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.