Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1997, Qupperneq 25

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1997, Qupperneq 25
á fót stofnun jafnréttismála fatlaðra. I umræðu um tillöguna bentu jafnað- armenn á hve brýnt væri að tryggja réttindagæslu fatlaðra á landsvísu nú þegar fyrir dyrum stendur að sveitar- félög, misvel í stakk búin, taki yfir þessa mikilvægu þjónustu. Tillagan hefur ekki hlotið brautargengi á Alþingi en jafnaðarmenn munu end- urflytja hana og halda umræðunni vakandi til að tryggja réttindagæslu fatlaðra. Þróunin hjá okkur Hérlendis hefur þróunin verið svipuð og í nágrannalöndum okkar, þó hún sé skemmra á veg komin. Með lögunum sem tóku gildi 1992 var horfið frá stofnanauppbyggingu og áhersla lögð á stoðþjónustu. Frá því lögin voru sett hafa mörg sambýli verið opnuð. Fatlaðir hafa í gegnum félagslega húsnæðiskerfið í auknum mæli átt þess kost að búa í eigin íbúðum. Og með liðveislu hefur fötl- uðum verið opnuð leið til félagslegrar þátttöku og starfa í atvinnulífinu. Lög duga þó skammt ef framkvæmd þeirra er ábótavant og ef uppbygging stöðv- ast vegna takmarkaðra fjárveitinga hins opinbera. Þess vegna verða orð og athafnir að fara saman. Með breyttum áherslum eru lagðar ríkari kvaðir á þjónustustofnanir í okkar samfélagi um að þær séu ábyrgar fyrir þjónustu við alla þjóð- félagshópa. Þannig byggir nútíma félagsmálalöggjöf á þessari hug- myndafræði og með því að færa ýmis velferðarverkefni til sveitarfélaganna eru þau felld að almennri félags- þjónustu. Þá komum við að umræð- unni um “sektor ansvar”, þessari ábyrgð almennra þjónustuaðila á því að allir njóti jafnræðis í þjónustunni og enginn þjóðfélagshópur sé settur tilhliðar. Skólinnfyrirallalýtursömu hugsun, þ.e. að almenna skólakerfið verði öllum bömum aðgengilegt og opið, á öllum skólastigum. Það hefur verið nokkuð góð sátt um þá þróun sem orðið hefur hér á landi. Engu að síður hafa einnig heyrst áhyggjuraddir sem benda á að fara skuli varlega svo sértæk þjónusta og sérhæfð þekking glatist ekki í því ferli sem framundan er, að huga beri sér- staklega að réttindagæslu fatlaðra. Frá vígslu sundlaugar Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra á sl. vori. Aðgengi að þjóðfélaginu Þáttur í jafnrétti og virðingu gagn- vart þeim sem lifa við einhverja höml- un er að aðlaga og breyta því sem þarf til að gera samfélagið aðgengilegt öll- um. Hingað til hefur kastljósið beinst að aðgengi að byggingum, gangstétt- um og gatnaframkvæmdum, enda þurfa þeir þættir sem snúa að beinu aðgengi alls staðar að vera í lagi, en það eru þeir því miður ekki. Nægir að benda á Alþingi og Þjóðleikhúsið því til staðfestingar. En það þarf að huga að fleiru ef mæta á þörfum hins fjölbreytilega hóps fatlaðra með full- um skilningi. Sem dæmi má nefna að táknmál og túlkaþjónusta er aðgengi heyrnarlausra að samfélagi heyrandi. Það eru mannréttindi að geta skilið þær upplýsingar sem nútíma þjóð- félag byggir á. Að geta tileinkað sér almennan fróðleik til að geta brugðist við á réttan hátt og af öryggi við atburðum líðandi stundar. Það eru mannréttindi að geta sinnt borgara- legum skyldum sínum sem ábyrgur þegn í lýðræðisþjóðfélagi. Það er mikilvægt að setja efni, sem ætlað er þroskaheftum og fjölfötl- uðum, fram á auðlesinn og aðgengi- legan hátt. Aðrir sem hafa gagn af að lesmál sé sett fram á einfaldan og aðgengilegan hátt eru aldraðir sem farnir eru að eiga erfitt með þungan texta og heyrnarlausir sem oft hafa tileinkað sér knappan texta í tjá- skiptum. í framhaldi af úttekt á að- stæðum fatlaðra í Svíþjóð fyrir nokkr- um árum voru settar fram tillögur um úrbætur og meðal annars rætt hvort beita skuli áminningu eða refsingu vegna brota á ákvæðum um aðgengi að þjónustu líkt og gert er í Banda- ríkjunum. Það var í framhaldi af þess- ari úttekt sem embætti umboðsmanns fatlaðra var sett á stofn í Svíþjóð. Abyrgð fjölmiðla Ekki sér enn fyrir endann á baráttu heyrnarlausra, daufblindra og heyrn- arskertra um að táknmálið verði við- urkennt sem móðurmál þeirra, en það myndi sjálfkrafa færa þeim þann rétt að öll samskipti þeirra í þjóðfélaginu færu fram á þeirra forsendum. Að upplýsingaskylda opinberra stofnana, svo sem Ríkisútvarps og Sjónvarps, yrði einnig virk gagnvart þeim. Með hugtakinu “ábyrgð almennra þjón- ustuaðila og fyrirtækja” eða “sektoransvar” er fjölmiðlum, bæði ríkisfjölmiðlum og hinum svokölluðu frjálsu fjölmiðlum, gert að taka tillit til þarfa fatlaðra. Þá kröfu á að gera til þessara þjónustustofnana ef þær vilja rísa undir nafni og heita fjöl- miðlar fyrir alla landsmenn. Nýleg umræða hér á landi um breytingar sem urðu á framkvæmd laga um almannatryggingar, þegar elli- og örorkulífeyrisþegum var gert að greiða afnotagjald af útvarpi og sjónvarpi, kallar á ítarlega umfjöllun um ábyrgðina gagnvart neytendum. Miðað við breytta hugmyndafræði varðandi málefni fatlaðra má alveg Sjá næstu síðu FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 25

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.