Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1997, Qupperneq 27

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1997, Qupperneq 27
Ingólfur Örn Birgisson ritstj.: Þarfir og möguleikar á samruna ungs fatlaðs fólks í ungliðastarfi (haldið í Þýskalandi 10. -14. september 1997) s g og aðstoðarmaður minn, Karl Sæberg Júlísson, höfð- um komið deginum áður svo við vorum úthvfldir og í fínu formi þegar ráðstefnan byrjaði klukkan sjö síðdegis, mið- vikudaginn 10. september. Þau sem sáu um þessa ráðstefnu, voru Gerd Meister, Susan O'Flaherty og Pat McKeever sem erfráírlandi. Hann flutti ræðu Birgisson. um samtökin sem —hann vinnur hjá á Norður - írlandi, en þau heita Phab og voru stofnuð 1957. Við vorum tólf með leiðbeinendunum, og fyrsta kvöldið var okkur skipt í hópa, tvö og tvö saman og áttum að kynnast inn- byrðis. Ég lenti með einum Ungverja, en þeir voru fjórir. I hléinu á milli var okkur boðið upp á ávaxtasafa til að setja ráðstefnuna og bjóða okkur velkomin. Ég var dálítið undrandi fyrst þegar við mættum í matsalinn því borðin voru númeruð, en svo komst ég að því að það er til að hóparnir haldi meira saman. Morguninn eftir fórum við með rútu til Wolfenbuttel sem er bær þarna rétt hjá. Þangað fórum við með hópi sem var líka á ráðstefnu þarna á sama tíma og við og auðvitað var bara töluð enska. Þama var rætt um ungliðastarf í bænum og þar voru nokkrir sem fluttu ræður og auðvitað var allt sem sagt var þýtt yfir á ensku. Nú var komið að löndunum þremur að kynnna sig og sína starfsemi. Ung- verjaland átti að byrja, svo Island og þá Finnland, en Ungverjarnir voru ekki alveg tilbúnir svo ísland átti að byrja. Ég byrjaði á því að dreifa gögnum um allt sem ég vildi segja svo ég gæti farið hratt yfir. Ég byrjaði á því að segja frá Öryrkjabandalagi íslands og að þau væru með 24 félög innan sinna vébanda. I staðinn fyrir að lesa um hvert einasta félag innan þeirra samtaka las ég bara um mitt félag, sem er Sjálfsbjörg, landssam- band fatlaðra og markmið þess og stefnu. Svo sagði ég frá Ný-ung, ung- liðahreyfingu Sjálfsbjargar, las um átaksdaga þeirra, markmið og tilgang og stofnun þess og kom með nokkur dæmi um átaksdagana. Svo var komið að Finnlandi að lesa upp sína skýrslu, þær létu bara gögnin liggja frammi þar sem allir gátu náð sér í eintak. Hún sagði að samtökin sem hún kæmi frá, hétu Landssamband fatlaðra í Finn- landi og í þeim væru 152 félög í öllu Finnlandi. Landssambandið hefði verið stofnað 1938 og væri með 40.000 félagsmenn; 30 fundarstaði og skrifstofur og þúsund starfsmenn. Svo sagði hún að kröfumar sem landssam- bandið gerði innanlands væru m.a. réttur fyrir fatlað fólk að vinna og að þjónustan sem landssambandið veitti sínum félagsmönnum væri ráðgjöf og upplýsingar varðandi félagatalið og aðra útgáfustarfsemi. Eftir hádegið fórum við í St. Andreasberg að skoða og for- vitnast dálítið um sögu bæjarins. Svo eftir kvöldmatinn var komið að Ung- verjalandi að flytja sitt mál. Sú sem las upp fyrir Ungverjaland sagði að Ungverjaland hefði fyrst verið kynnt fyrir landssambandi fatlaðra í Buda- pest þegar félagið fékk inngöngu í landssambandið fyrir milligöngu Mobility Intemational árið 1990. Síð- an 1991 hefði það starfað sem stofn- un. Það tók mjög stuttan tíma og eftir það var bara skrifstofuvinna með flug- miðana og því um líkt. Daginn eftir var svo hópvinna um hvernig ætti að örva ungt fatlað fólk til samstarfs á sveitarfélags-, þjóðar- og Evrópuvett- vangi. Okkur var skipt í þrjá hópa og áttum síðan að lesa útkomuna fyrir hin. Um kvöldið var svo samkoma í kjallaranum þar sem allir hittust, líka af hinni ráðstefnunni og þar var skemmt sér fram eftir nóttu. Ingólfur Örn Birgisson ritstjóri Klifurs. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 27

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.