Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1997, Side 43

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1997, Side 43
Milli manns og hests og hunds hangir leyniþráður. (Sjá bls. 12). legri starfsemi félagsins sýndi og sannaði að félagið veitti þjónustu langt umfram það sem stjórnvöld vildu viðurkenna. Formaður er áfram Hafliði Hjartarson, en úr stjóm gekk Magnús Lárusson eftir mikið og gott starf en Friðrik Alexandersson kom í hans stað. Foreldrar segja frá meðferð í heimahúsi fyrir 11 ára gamlan son, Stíg að nafni, sem er þroskaheftur og einhverfur. Er af þessu merkileg saga og árangur ótvíræður, en þetta er tilraunaverkefni. Tómas Sturlaugsson segir frá fundi félagsins þar sem aðalumræðuefnið var framhalds- menntun og fullorðinsfræðsla fyrir fatlaða. Þar kom fram í máli skóla- meistara Borgarholtsskóla að þar væri fyrirhugað nám þroskaheftra (árs- byrjun 97) og mun það hafa vel gefist þennan vetrarpart. Kristín Guð- mundsdóttir - fertugur Reykvíkingur, segir frá reynslu sinni af sjálfstæðri búsetu með ákveðinni aðstoð, sem hún er afar ánægð með, en hún býr í einni af mörgum íbúðum Hússjóðs Öryrkjabandalagsins. Fleiri þurfa að komast í vinnu, segja þau Arni Már og Þórhildur í Bjarkarási, en raunar er alltaf nóg að gera í Bjarkarási að þeirra sögn. Þau vilja hins vegar að Styrktarfélagið ráði til sín atvinnu- leitarfulltrúa til að koma fólki meir út á vinnumarkaðinn eftir hæfingu þar. Erna Einarsdóttir og Sigríður Pétursdóttir greina frá norrænu samstarfi sem fjallar um eldri þroska- hefta og Styrktarfélag vangefinna á aðild að. Væri öllum hollt að kynnast því hvað verið væri að gera á hinum Norðurlöndunum. Formannsspjall við Hafliða ber heitið: Svigrúm er lít- ið en alltaf má gera betur. Hann víkur þar eðlilega að hinum endalausa sam- drætti, sem standi í vegi fyrir og hamli svo mörgu sem gera þurfi. Hann telur að eftir yfirtöku sveitarfélaga á mál- efnum fatlaðra sé réttast að félagið haldi áfram með alla sína starfsemi, en geri þjónustusamning við borgina. María Jónsdóttir félagsráðgjafi segir frá könnun sinni á reynslu fjölskyldna þeirra, 42ja að tölu sem nýta sér skammtímavist að Víðihlíð 9 og var þetta liður í starfsþjálfun hennar. Allir voru foreldramir er svör- uðu á einu máli um að þjónusta þessi skipti þá miklu máli og niðurstaðan sú að þörf væri fyrir eitt til tvö rými í skammtímavist til viðbótar. Kristján Sigurmundsson segir frá Iðjubergi- samvinnu ólíkra aðila og straumum að utan. Annars vegar er vinnustofa einhverfra þar sem 14 vinna og hins vegar er svo dagvist fyr- ir fatlaða þar sem 22 einstaklingar eru í hálfsdagsvist. Hugrún Jóhannes- dóttir er forstöðumaður. Samstarf allt er hið besta. Að lokum er svo spjallað við Auði Einarsdóttur sem segir: Eg verð að hafa liðsmann, en Auður hefur haft liðsmann í mörg ár. “Hann á stundum að hringja í mig og ég á líka stundum að hringja í hann”, segir Auður þegar hún segir til um hvernig góður liðsmaður á að vera. Til gam- ans má svo geta þess í lokin að þarna íþessu myndarlegafréttablaði Styrkt- Eygló Ebba Hreinsdóttir: Ein lítil ferðasaga: Stiklað á stóru Það var gott veður hér þegar við lögðum af stað austur á Stöðvarfjörð. Þar átti að halda ættarmót í minningu langömmu minnar og langafa, Ragnheiðar Þorgrímsdóttur og Vilbergs Magnússonar, sem bjuggu á Hvalnesi við Stöðvarfjörð. Allir voru í besta skapi og nutu veðursins. Fyrst var stoppað í Vík, en síðan var ekið sem leið lá að Kirkjubæjarklaustri, þaðan að jökullóninu á Breiðamerkursandi, og svo á Höfn í Hornafirði. Þaðan var svo ekið án viðkomu beint á Stöðvarfjörð. Þegar þangað var komið biðu eftir okkur þessar fínu fiskibollur og margt fleira góðgæti. Síðan var nú haldið í háttinn eftir langa ferð. Daginn eftir var svo haldin mikil grillveisla og skemmtu allir sér vel. Á laugardaginn var farið í sjóferð til veiða og veiddum við alls 10 væna þorska. Eftir hádegi var svo haldið í kirkjugarðinn og sett blóm á leiði þar, en eftir þá athöfn fóru allir út að Hvalnesi. Þar talaði pabbi minn, hann stiklaði á stóru og sagði frá því þegar amma hans og afi bjuggu þar og lífinu í þá daga en síðar tók frænka mín við í frásögninni af hinum gamla tíma. Þegar þessu lauk var haldið til Stöðvarfjarðar á ný og allir hvíldu sig vel fyrir kvöldið. En um kvöldið var svo farið á Hótel Bláfell og dansað þar fram eftir nóttu. Þið megið trúa því að það var ánægður hópur sem hélt svo af stað heimleiðis, hver til sín, eftir vel heppnað ættarmót. Eygló Ebba Hreinsdóttir FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 43

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.