Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1997, Qupperneq 34

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1997, Qupperneq 34
Friðrik Sigurðsson framkv.stj. Þroskahjálpar: AÐ GEFNU TILEFNI IFréttabréfi Öryrkjabandalagsins 1. tbl. 1997 er birt bókun svæðis- ráðs Reykjaness frá 10. desember 1996. Bókun þessi var skv. upplýs- ingum formanns ráðsins samþykkt af öllum fulltrúum ráðsins nema full- trúa Landssamtak- anna Þroskahjálp- ar, sem sat ekki umræddan fund. Fyrri hluti bók- unarinnar fjallar um tilflutning á þjónustu við fatl- aða frá ríki til sveitarfélaganna. Ráðsmenn eru afar uggandi um hag fatlaðra við þennan tilflutning og virð- ast óttast það að faglegum sjónarmið- um verði varpað fyrir róða og bein- hörð rekstrarleg sjónarmið nái yfir- höndinni, einangrunarstefna verði alls- ráðandi og svo djúpstæður er óttinn að ástæða þykir til að bóka að tryggja verði að með framfarir í endurhæfingu og læknisfræði verði ekki pukrast!!! “Heldur verði tryggt að allir fatlaðir fái þeirra notið”. Þessi fyrrihluti bókunar svæðisráðs er nokkuð merkilegur þar sem þrír af þeim sex fulltrúum sem samþykktu bókunina eru tilnefndir í svæðisráðið afþeimsömu sveitarfélögum og ráðið telur ekki traustverðug. Maður skyldi einnig ætla að núverandi ástand í mál- efnum fatlaðra undir áralangri yfir- stjóm ríkisins væri þá í sóma en síðari hluti bókunarinnar bendir þó til þess að svo sé ekki. Undirritaður telur að vanda beri mjög til yfirtöku sveitarfélaga á þess- um viðkvæma málaflokki og telur jafn- framt að nota eigi tækifærið við tilfutn- inginn til að skoða öll vinnubrögð og áherslur sem hingað til hafa verið við- höfð. Það að eitthvað breytist getur ekki verið fyrirkvíðanlegt í ástandi sem er jafn slæmt og seinni hluti bókunar svæðisráðs bendir til að ástandið á Reykjanesi sé. s Iseinni hluti bókunarinnar opinbera svæðisráðsmenn sína sýn á þeim vanda sem biðlistar eftir búsetu- þjónustu hér á suðvesturhluta lands- ins sýna. Leita orsaka og koma með tillögur að úrlausnum. Allur málatilbúnaður ráðsins er með þeim hætti að manni bregður óneitanlega í brún og veltir fyrir sér hver sé staðan í málefnum fatlaðra, fyrst þau sjónarmið sem hér eru kynnt eru ríkjandi hjá þeim mönn- um sem til þess hafa verið valdir að annast réttindagæslu fatlaðra. Undirritaður mun hér á eftir fjalla um nokkra þætti umræddrar bókunar: 1. Því er slegið föstu í bókuninni að fjármagn til málefna fatlaðra í nánustu framtíð muni á engan hátt nægja til að fullnægja þörf- um fatlaðra fyrir þjónustu. Reynslan ein mun svara þeirri spumingu, en eitt er víst, að leggi menn upp með því hugarfari að fjármagn fáist ekki, munu menn verða sannspáir. Spurningin um fjármagn snýst fyrst og fremst um forgangsröðun í opinberum útgjöldum. Heildarútgjöld félagsmálaráðuneytisins vegna málefna fatlaðra, reksturs og stofnkostnaðar eru á árinu 1997 í kring um 2.4 milljarða, til samanburðar ætlar Reykjavíkur- borg ein að nota um 1 milljarð á ári næstu árin bara til stofn- kostnaðar vegna einsetningar skóla. Þannig mun Reykjavíkur- borg ráðstafa álíka fjármagni til að einsetja grunnskóla borgar- innar og ríkissjóður áætlar að verja til uppbyggingar og þjón- ustu við fatlaða Reykvíkinga. Þegar talað er um fjármagn til málefna fatlaðra er nauðsynlegt skoða hlutina í samanburði við eitthvað annað. Svæðisráðs- menn ættu t.d. að spyrjast fyrir um hvert væri hlutfallið af þjóð- artekjum eða samneyslu sem ráðstafað er til málefna fatlaðra á íslandi í samanburði við önnur Norðurlönd. 2. Ráðið virðist hafa þungar áhyggj- ur af þeim miklu kröfum sem gerðar eru á ytri aðbúnaði fyrir fatlaða og telur jafnframt að það húsnæði sem byggt er fyrir fatlaða sé bæði dýrt og íburðarmikið. Þær spurningar sem svæðisráðið verður að svara til að hægt sé að ræða þess mál vitrænt eru: Hverjar eru þessar kröfur? Hver setur þær? Eftir hvaða mælikvarða finna ráðs- menn það út að kröfurnar séu miklar? Eru kröfumar meiri en gerðar eru almennt til húsnæðis? Er það skoðun ráðsmanna að kröfur fyrir húsnæði fatlaðra eigi að vera aðrar en almennt gerist í samfélaginu? Hvar eru þessi hús? Það er ekki sæmandi svæðisráði Reykjaness að dylgja með hluti svo svæðisráðið hlýtur að eiga svör við þessum spurningum. 3. Ráðsmönnum er hugleikið að finna sökudólginn fyrir því að flestir fatl- aðir “hírast á biðlistum” eftir búsetu “við oft á tíðum ömurlegar og mann- skemmandi aðstæður” eins og svæðisráðið kemst að orði. Þetta er sú lýsing sem svæðisráð gefur á ástandinu í búsetumálum fatl- aðra á Reykjanesi undir yfirstjórn rík- isins á þessum málaflokki. Og sökudólgarnir finnast, en það eru ekki stjórnvöld sem ekki hafa framfylgt lögum um málefni fatlaðra, ekki embættismenn sem hefur mistek- ist að sannfæra stjórnmálamennina, ekki hagsmunasamtök fyrir að hafa ekki barist af meiri festu fyrir úrlausn- um. Enginn af þessum aðilum virðist eiga sök í þessum málum. Nei, söku- dólgamir eru þeir fáu fötluðu sem hafa fengið þjónustu og eyða öllu þessu fé í “ytri aðbúnað”. Hvaða skilaboðum er svæðisráð að koma á framfæri? Að þeir fatlaðir sem njóta þjónustu séu ofaldir? Fá einhverjir fatlaðir á Reykjanesi þjónustu umfram það sem þeim ber ? Þetta er ekki boðlegur málflutningur Friðrik Sigurðsson. 34

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.