Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1997, Page 37

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1997, Page 37
Berglind Hanna Ólafsdóttir nemi: FRÁ SPÁNARFERÐ Eins og hendi væri veifað vissi ég ekki fyrr en ég var á leið til Sevilla á Spáni á ráðstefnu, staðráðin í að kynna mér hvað hægt er að gera fyrir fólk sem hlotið hefur heilaskaða og eins að kynna mér hvað gert er fyrir fólk í öðrum lönd- um sem hlotið hefur heilaskaða. Mér fannst ég sjálfkjörin, hafði sjálf farið í gegn- Berglind Hanna um þvílíkt, lifað Ólafsdóttir. það af og með nóg ““Vj|ja tj| aQ yjjja miðla fróðleik hér heima á Islandi. Ráðstefnan Second World Con- gress on Brain Injury var svo haldin 10.-14. maí sl. Hugurinn bar mig hálfa leið, var orðin dauðþreytt á að vera á eigin vegum eftir höfuðaðgerð mína. Stanslaust að sanna fyrir umhverfinu að heilsan væri ekki nógu góð. Svo nú kom stóra tækifærið, að fara á ráð- stefnu þar sem nóg var af fræðimönn- um, aðstandendum heilaskaðaðra og okkur hinum sem höfðum reynsluna. Það var nú eiginlega bekkjarsyst- kinum mínum og kennurum úr Hring- sjá, Starfsþjálfun fatlaðra að þakka að ég sló til í alvöru að fara. I þeim skóla hafði ég fengið sjálfsöryggið aftur eftir að hafa upplifað fyrir þá skóla- göngu að ég gæti aldrei lært eða unnið aftur. En fyrr má nú rota en dauðrota, sjálfsöryggið var sannarlega komið í gott lag. Aðeins þyrfti að dusta rykið af landsprófsenskunni minni, auk viðbótarkennslu í ensku í Hringsjá í 5 mánuði, og ég var tilbúin í slaginn að fara á ráðstefnu. ✓ Iraun bar þetta frekar fljótt að. María ensku- og stærðfræðikenn- ari minn í Hringsjá átti nú hugmynd- ina að skella sér, fannst ekki nógu sniðugt að fara ein svo ég bauðst til að fara með henni. Bara svona. Svo var allt sett af stað. Ferðin þarfnaðist “smá” undirbúnings. Og með hjálp góðra manna og kvenna hafðist þetta. Og meðan á undirbúningi stóð gafst okkur Maríu lítill tími til samræðna, báðar afar uppteknar konur. Það mál leystist í flugvélinni á leiðinni út til Sevilla. Við María urðum loks eins og partur af hvor annarri. Enda var það nauðsynlegt því þegar til Sevilla var komið var ljóst að ekki veitti af okkur tveimur frá okkar landi, því oftast voru fyrirlestrar í tveimur sölum í einu. Og þarna sátum við dag eftir dag, gleyptum í okkur fróðleik frá morgni til kvölds. Þarna var fólk samankomið frá yfir 50 löndum, margir með kynningarplaköt og bækl- inga um störf sín heimafyrir í þágu þessa málefnis og eins var kynning á ýmiss konar rannsóknum sem gerðar höfðu verið. Það nánast flæddi út um eyrun á mér um hádegisbil á hverjum degi af að hlusta stanslaust á enskar ræður um kannanir og rannsóknir. Svo ég sá mér leik á borði og ákvað að lesa brot af efninu í garðinum og sló þar með tvær flugur í einu höggi. María var óstöðvandi á milli hæða og á milli ræða í leit að fróðleik, taldi sér trú um að það væri frekar óhollt að vera í sólbaði. En þrátt fyrir ótæmandi fróðleik sem var þarna á sveimi náðum við að skoða smávegis, fórum í eins og einn kastala, þar sem veggir voru 4 metrar á þykkt, þar sem soldánar bjugguáðurmeðallarsínarkonur. Þá óskaði ég þess að ég væri búin að kynna mér allt um þessa þjóð, hvernig hún lifði og hrærðist fyrir svona 900 árum og fram til okkar tíma, því þarna vom mörg sögubrot samankomin bara í einum kastala, sem haldið hafði ver- ið við og skreyttur að hætti hvers og eins soldáns hvaðan sem þeir komu. Einnig áttum við yndislegt kvöld við ána Kvadalakívííír, eins og Spánverj- arnir segja það, fengum okkur grill- aðar blóðpylsur og fleira sem við vorum ekki alveg vissar hvað var. Við kynntumst fólki sem við ákváðum að skrifa bréf og fá upplýs- ingar frá, því á daginn kom að útlend- ingum þótti við íslendingar vera hálf aftarlega á merinni hvað varðar að- stoð við heilaskaðaða og aðstandend- urþeirra. Og saman komum við heim hlaðnar af bókum og pappírum, end- urnærðar af óvæntum uppákomum sem minntu okkur á að ekkert er sjálf- sagt í þessu lífi. Svo verður tíminn að leiða í ljós hvað okkur Maríu verð- ur ágengt varðandi þessa ævintýra- ferð okkar, því málefnið er óþrjótandi og afar spennandi verður að fá bækur og bæklinga í póstinum á næstu vikum. Eg vil þakka öllum þeim sem hvöttu mig til fararinnar og liðsinntu mér á einn eða annan hátt og vona að það verði fleirum en mér til góðs. Berglind H.Ólafsdóttir FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 37

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.