Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1997, Side 31

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1997, Side 31
GÆGST í GÖMUL SKJÖL alls rúmar 155 millj. kr. Helgi lagði til að rætt yrði við ráðuneyti félags- mála um það hversu mikið misræmi væri hér á ferð í öllum úthlutunum. 4. Styrkjaúthlutun bandalagsins Hafliði Hjartarson kynnti tillögur framkvæmdastjórnar um einstaka styrki, en upplýsingar hér um höfðu verið sendar með fundarboði. Tillög- umar samþykktar samhljóða, en nánar um það í síðasta blaði. 5. Bréfaskólinn Ólafur H. Sigurjónsson greindi frá hinstu örlögum Bréfaskólans, sem nú hefði verið seldur einkaaðila. Form- leg slit fóru fram á fulltrúaráðsfundi 11. apríl sl. Ólafur var sem fulltrúi bandalagsins í stjórn skólans og sagði að tekist hefði að tryggja hag nemenda og koma fjármálum í unandi lag. Þar með væri 57 ára farsælt starf á enda. Ólafur greindi einnig frá starfi sínu að heimasíðu Öryrkjabandalagsins á alnetinu en frá því öllu greint hér þegar í höfn er komið svo unnt sé að benda okkar fólki á þennan handhæga miðil - þeim sem hann hafa. I umræð- um hér um kom fram mikil ánægja fólks með framtak þetta. 6. Evrópumál Helgi Hróðmarsson flutti afar fróðlega skýrslu um mál þessi og kvað ljóst að við hefðum mikið fram að færa í þetta samstarf. Urðu líflegar umræður um hina ýmsu þætti í starfi Helga, sem sinnt hefur þessum málum af einstakri elju og samviskusemi og náð hinum ágætasta árangri fyrir okkur. Skýrsla Helga var birt hér í blaðinu. 7. Önnur mál Talsverð umræða varð um kjara- mál og væntanlega þörf aðgerða af hálfu bandalagsins, ekki síst í ljósi hugsanlegrar slæmrar niðurstöðu. Sérstakan stjórnarfund þyrfti trúlega hér um að halda. M.a. rætt um mál- þingumkjaramálöryrkja. Ilokgóðra umræðna var samþykkt að kjósa þriggja manna kjaramálanefnd og í henni: Garðar Sverrisson, Jóhannes Ágústsson og Helgi Seljan. Ingólfur H. Ingólfsson greindi stuttlega frá fyrirhuguðu atvinnuleitarverkefni Geðhjálpar. Fundi slitið kl. 19.40. H.S. Framkvæmdastjóri Öryrkja- bandalags íslands frá upphafi þess að það fór að hafa skrifstofu og allt til dánardags var sá trausti og vandaði hugsjónamaður Guðmundur Löve. Hann vann að þessum málefn- um af mikilli trúmennsku og einlægni og skilaði afar góðum árangri. Guð- mundur mótaði allt meginstarf hér og mátti segja að hér væri honum ekkert óviðkomandi. Ritstjóri fékk um daginn í hendur hið forvitnilegasta plagg, skýrslu Guðmundar fyrir árið 1971. Ekkieru höfð mörg orð um hlutina, en þeim mun meira segja tölurnar okkur. Án þess að gera neina tæmandi grein fyrir skýrslu Guðmundar þá er hér til fróðleiks gripið niður í nokkrar tölur. 1404 öryrkjar leituðu til skrifstofunn- ar á árinu, það þýðir u.þ.b. 6 manns á dag að meðaltali og er þá eingöngu átt við stærri erindi. Þessi erindi voru einkum í kringum atvinnumál, hús- næðismál, trygginga- og fjármál. Flestum er veitt aðstoð í mars 166, þá í maí 141 en fæstir í júlí 8 (sumarleyfi G.L.)ogoktóber86. Afþessum 1404 var 43 útveguð vinna og er það eitt út af fyrir sig ekki lítið afrek. Guðmund- ur flokkar gesti sína eftir eðli fötlunar Hlerað í hornum Vitni að morði var fyrir rétti og bar að morðinginn hefði hleypt af tveim skotum. Hann var spurður að því hversu nálægt hann hefði verið þegar fyrra skotinu var hleypt af og sagðist hann hafa verið svo sem tuttugu fet frá morðingjanum. “En hvað varstu svo langt í burtu, þegar síðara skotið reið af?" “Það veit ég nú ekki, en ég var ábyggilega kominn hundrað metra í burtu”. Maður einn var að lýsa því þegar kona hans ók á bílnum þeirra út í skurð. “Það gerðist svo sem ekki mikið nema það að það skófst málningin af báðum”. eða sjúkdóms. Taugar og geð skipa efsta sætið 24,5%, þá fatlaðir og lamaðir 16,4% og í þriðja sæti er berklaveiki og afleiðingar hennar 15,4%. Hann aldursgreinir þá sem aðstoðar leita einnig og þá eru flestir eða 22,5% á aldrinum fimmtugu - sextugs, þá 18,5% milli þrítugs og fertugs, 17,5% milli sextugs og sjö- tugs. Ekki er síður fróðlegt og skemmti- legt að virða fyrir sér þau störf sem tókst að útvega fólki. Þar ber léttan iðnað hæst eða 20 - tæpur helmingur allra sem sagt; í verslunar- og skrif- stofustörf voru 7 ráðnir og svo 4 í hótelstörf og 4 í létta verkamanna- vinnu. Eitt er alveg auðséð. Ekki hefur aldeilis verið auðum höndum setið og afrakstur eftir því. Ritstjóri átti við Guðmund nokkur erindi á sínum tíma og fékk þar fyrirgreiðslu og upplýsingar sem voru sannarlega fyrsta flokks svo ekki þurfti lengra að leita. Minning hans verðskuldar mikla virðingu og þökk hér á bæ sem víðar í samfélaginu. H.S. Gunna 7 ára var að spyrja jafnöldru sína, hana Lísu, hvers vegna trúlofað fólk héldist svona mikið í hendur. Lísa svaraði eftir nokkra umhugsun: “Veiztu, ég held að það sé að passa að hringarnir detti ekki af, því þeir eru víst svo dýrir”. *** Maður einn var að sýna gömlum vini íbúðina sína. Vininum varð starsýnt á björgunarhring hangandi uppi á vegg í stofunni og spurði hvers vegna í ósköpunum þessi björgunarhringur væri þarna. “Þetta er hreinn minja- gripur. Hann er það síðasta sem konan mín sáluga bað mig um”. Einn maður byrjaði minningargrein sína svo: “Mínir vinir fara fjöld,” sagði skáldið, enda átti það víst afar fáa vini. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 31

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.