Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1997, Blaðsíða 46

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1997, Blaðsíða 46
r. • I B RENNIDEPLI Kjarasamningamir nú sem og kjarasamningarnir 1995 rétta að sjálfsögðu nokkuð hlut lífeyrisþega, en í báðum tilvikum breikkaði þó bilið milli lífeyrisþega og hinna lægstlaunuðu á vinnumark- aðnum. 1995 var þetta bein afleiðing þess að krónutöluhækkanir þeirra samninga skiluðu sér langt í frá inn í bótatölur trygginganna. Nú í vor var samið um að engin laun yrðu undir 70 þús. kr. á mánuði frá og með næstu áramótum, en svo varð vissulega ekki um bótaupphæðirnar, sem verða býsna langt þar frá. Með því að aftengja á sínum tíma lögbundna tengingu launa og bóta er ljóst að á hverjum tíma geta stjórnvöld hagað hækkunum bóta að vild óháð breyt- ingum launa á almennum vinnumark- aði. Það var hin einfalda en skýra krafa Öryrkjabandalags íslands í tengslum við kjarasamningana síð- ustu að bætur fylgdu lágmarkslaun- um, því sannleikurinn væri sá að ekki væri unnt að fara fram á minna en það lægsta í þessum efnum. Þetta þótti heimtufrekja og óraunsæi og gott ef slík óráðsía átti ekki að setja allt efnahagslífið og stöðugleikann marg- umtalaða úr skorðum. Niðurstaðan var svo ríflega þó sú hækkun í pró- sentum sem almennt var samið um á vinnumarkaðnum, en þess þá getið um leið að ótalin kjaraatriði samn- inganna til hagsbóta fyrir launafólk skiluðu sér auðvitað á engan veg til bótaþega. efnahagslífsins að hækka bæturnar um 21/2%. Þessari ákvörðun fögnuð- um við, því um hvaðeina munar í heimilisbókhaldi þeirra sem ekki hafa úr meiru að spila en raun ber vitni. Okkar meginkrafa í framhaldinu verður sú að viðbótarhækkun bóta fáist, ef veruleg hækkun launavísi- tölunnar verður vegna launaskriðs eða annarrar þróunar. Fyrir því þarf svo til framtíðar að berjast að lögbundin verði á ný ákveðin tengsl launa og bóta svo a.m.k. sé tryggt að bótaþegar búi ekki við lakari hlut en þeir sem lægst hafa launin í landinu. Okkur þykir þetta í raun lágmarkskrafa mikillar sanngirni og hógværðar. Við erum á þeirri skoðun að það muni öðrum þykja einnig þ.á m. stjórn- völdum og löggjafa. Nú er að fara í gang hin formlega undirbúningsvinna að því að flytja málefni fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga en sá flutningur skal taka gildi l.jan. 1999. Ekki er því að neita að okkur hér á bæ þykir sem hlutur fatlaðra sjálfra í þessu starfi sé takmarkaður, þó á hafi fengist nokkur lagfæring að tilhlutan samtaka fatlaðra. Þannig er sérstök verkefnisstjórn yfir öllu þessu starfi til samræmingar vinnunni almennt og lokafrágangs þá um leið. í henni er enginn fulltrúi frá samtökum fatlaðra. í þeim starfshópi er nefnist laga- nefnd og í eru níu fulltrúar eiga tveir fulltrúar samtakanna sæti, einn frá Öryrkjabandalagi íslands og annar frá Landssamtökunum Þroskahjálp. I úttektarhópnum er aðeins einn fulltrúi, sameiginlega tilnefndur af Öryrkjabandalagi og Þroskahjálp. Síðan eru landshlutanefndir þar sem fulltrúi svæðisráðs í hverri nefnd skal vera fulltrúi samtaka fatlaðra í svæðisráðinu. Við hljótum að telja það miður að ekki skuli fleiri fulltrúar þeirra sem málið beinlínis varðar koma að þessu vandasama verkefni, en von okkar sú að á sjónarmið sam- takanna verði vel hlustað og til þeirra tekið sem best tillit. Hér þarf að mörgu að gæta grannt, bæði í laga- setningu sem fjármunatilfærslu og tryggt þarf að vera að sjónarmið allra fötlunarhópa fái sem best að njóta sín. Þarfirnar eru margar og misjafnar og enginn skyldi ímynda sér að unnt verði að fella þær inn í eitthvert staðlað form, sem allir skulu lúta, hvers eðlis sem fötlunin er. Hér er vandi Öryrkjabandalags Islands mestur, þar sem innan vébanda þess eru einmitt velflestir fötlunarhópar hér á landi. A raddir þeirra þarf vel að hlusta og tillit taka. Hinn 1. sept. sl. gengu í gildi nokkrar breytingar í trygginga- kerfinu, sumt til bóta og reyndar fleira þó, annað miður gott. Það ánægju- legasta fyrir okkur hér var auðvitað það að nú skerð- ir fjárhagsleg aðstoð sveitarfélaga ekki lengur bætur almannatrygginga en einmitt það hefur lengi verið baráttumál okkar, enda oft orðið af hin versta tekjuskerðing, svo jafnvel að viðkomandi hefur verið í bullandi mínus eftir skerðingu og skatttöku. Nefndarstarf að okkar tilstuðlan skilaði þessu máli loks heilu í höfn og hafa skulu allir sem að Okkur hér á bæ þótti vissulega naumt skammtað, en stjórnvöld létu á sér skilja að þau hefðu í raun gert meira en skyldan bauð. I kjöl- far umdeilds úrskurðar Kjaradóms og áskorana Alþýðusambands Islands í framhaldi af því um hækkun bóta til viðbótar því sem áður hafði verið ákveðið varð niðurstaða stjórnvalda sú að óhætt myndi fyrir þanþol Hluti þeirra sem fengu verðuga viðurkenningu afmæli Geðdeildar Lsp. Sjá bls. 40. 46

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.